„Ég er á allra síðustu stundu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. desember 2022 14:17 Þóroddur Ragnarsson segist hafa verið á allra síðustu stundu. Allt hafi þó blessast að lokum. Vísir/Vilhelm/Stöð2 Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag. Sigurjón Örn Þórðarson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir þennan mikla fjölda fólks hefðbundinn. Jólaverslunin hafi vel gengið í desember. „Við höfum náttúrulega lagt upp með það í Kringlunni að hér sé gott að koma og umhverfið allt sé hlýtt og notalegt. Þannig að okkur hefur gengið vel með það vegna þess að það má segja að hvert og eitt einasta mannsbarn á Íslandi hefur komið tæplega tvisvar sinnum í Kringluna í desember. Þannig eru tölurnar og við erum bara nokkuð lukkuleg með það,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að hljóðið hafi verið mjög gott í kaupmönnum eftir óvenjugott ár í fyrra. Árið 2021 hafi verið ein stærstu „kaupmannajól“ í manna minnum. Sigurjón Örn telur að það stefni í annað eins. „Verslun hefur kannski dreifst meira yfir á síðustu tvo mánuði ársins í kjölfar allra þessara tilboðsdrifnu viðburða í nóvember, þá er ákveðinn hluti jólaverslunar sem fer fram þá. En svo er alltaf bara ákveðinn hópur sem vill koma í hús og klára sína verslun í rólegheitum í desember.“ Fréttastofa ræddi við gesti og gangandi í Kringlunni í dag. Sumir voru á síðasta snúning en aðrir voru öllu rólegri: „Ég er á allra síðustu stundu, en ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar,“ sagði Þóroddur Ragnarsson og andaði léttar. Herbert Guðmundsson var á leið sinni að kaupa síðustu gjöfina þegar fréttastofa náði tali af honum í verslunarmiðstöðinni. „Maður getur náttúrulega ekki gert allt strax. Ég náttúrulega var að klára rosalega tónleikasyrpu, ég var á fjórtán tónleikum með Baggalúti og svo endaði ég núna með Emmsjé Gauta núna í Háskólabíói,“ sagði Herbert brattur. Verslun Jól Kringlan Reykjavík Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sigurjón Örn Þórðarson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir þennan mikla fjölda fólks hefðbundinn. Jólaverslunin hafi vel gengið í desember. „Við höfum náttúrulega lagt upp með það í Kringlunni að hér sé gott að koma og umhverfið allt sé hlýtt og notalegt. Þannig að okkur hefur gengið vel með það vegna þess að það má segja að hvert og eitt einasta mannsbarn á Íslandi hefur komið tæplega tvisvar sinnum í Kringluna í desember. Þannig eru tölurnar og við erum bara nokkuð lukkuleg með það,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að hljóðið hafi verið mjög gott í kaupmönnum eftir óvenjugott ár í fyrra. Árið 2021 hafi verið ein stærstu „kaupmannajól“ í manna minnum. Sigurjón Örn telur að það stefni í annað eins. „Verslun hefur kannski dreifst meira yfir á síðustu tvo mánuði ársins í kjölfar allra þessara tilboðsdrifnu viðburða í nóvember, þá er ákveðinn hluti jólaverslunar sem fer fram þá. En svo er alltaf bara ákveðinn hópur sem vill koma í hús og klára sína verslun í rólegheitum í desember.“ Fréttastofa ræddi við gesti og gangandi í Kringlunni í dag. Sumir voru á síðasta snúning en aðrir voru öllu rólegri: „Ég er á allra síðustu stundu, en ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar,“ sagði Þóroddur Ragnarsson og andaði léttar. Herbert Guðmundsson var á leið sinni að kaupa síðustu gjöfina þegar fréttastofa náði tali af honum í verslunarmiðstöðinni. „Maður getur náttúrulega ekki gert allt strax. Ég náttúrulega var að klára rosalega tónleikasyrpu, ég var á fjórtán tónleikum með Baggalúti og svo endaði ég núna með Emmsjé Gauta núna í Háskólabíói,“ sagði Herbert brattur.
Verslun Jól Kringlan Reykjavík Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira