Í dagbókarfærslu lögreglunnar fyrir jóladagskvöld og nóttina sem leið segir að bifreið fjölskyldunnar hafi snúist á veginum við höggið eftir áreksturinn. Hjónin hafi hlotið minniháttar áverka af og hafi ætlað að leita sér læknisaðstoðar sjálf. Þá hafi bifreiðin verið ökuhæf þrátt fyrir nokkuð tjón.
Þá segir að ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafði stöðvað í vegkanti eftir áreksturinn en skömmu seinna ekið á brott.
Ók fullur inn í skafl
Að öðru leyti var gærkvöldið heldur rólegt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á ellefta tímanum var tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið í snjóskafl á Breiðholtsbraut og fest. Þegar lögreglu bar að vettvangi kom upp grunur um að ökumaðurinn væri ölvaður. Hann var handtekinn, sýni tekin af honum og hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Laust eftir klukkan 02 í nótt óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs farþega sem neitaði að greiða fargjaldið. Hann sá að sér þegar lögreglu bar að garði og greiddi skuldir sínar og fór heim.
Þá var tilkynnt um innbrot í einbýlishús Grafarholti á tíunda tímanum í gær. Farið var inn um glugga og búið var að róta í skúffum og skápum þegar húsráðendur komu heim. Ekki er vitað hverju var stolið.