Sungu að Kane hefði brugðist landi sínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 16:00 Harry Kane í leik dagsins. Eddie Keogh/Getty Images Þegar kemur að níðsöngvum um leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er ekkert heilagt. Harry Kane fékk að finna fyrir því í 2-2 jafntefli Brentford og Tottenham Hotspur í dag. Enska úrvalsdeildin sneri aftur í dag eftir 44 daga frí vegna HM í Katar. Kane var í byrjunarliði Tottenham en hann brenndi af vítaspyrnu þegar England féll úr leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM. Stuðningsfólk Brentford ákvað að láta Kane heyra það í leik dagsins og söng að hann hefði brugðist landi sínu. 'You let your country down' - Harry Kane brutally mocked by Brentford fans. pic.twitter.com/HPb1gRQYx6— SPORTbible (@sportbible) December 26, 2022 Það virtist sem söngvarnir hefðu áhrif á leikmenn Tottenham en heimaliðið komst 2-0 yfir áður en Kane minnkaði muninn áður en Pierre-Emile Højbjerg jafnaði metin. Kane var svo nálægt því að tryggja sigur Tottenham. Hefði skalli hans endað í netinu en ekki þverslánni hefði hið forna orðatiltæki „sá hlær best sem síðast hlær“ svo sannarlega átt við. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, tók upp hanskann fyrir Kane. Harry Kane s never let his country down. He s captain, a model pro and easily the best English striker around atm. He s just equalled Rooney s #ENG goal record of 53 (from 80 games). He also helps fund facilities and coaching for kids. Kane does a lot for his country. #BRETOT— Henry Winter (@henrywinter) December 26, 2022 „Kane hefur aldrei brugðist þjóð sinni. Hann er fyrirliði, fyrirmyndar atvinnumaður og án efa besti framherji Englands í dag. Hann er nýbúinn að jafna markamet Wayne Rooney fyrir enska landsliðið og hjálpar til við að bæta aðstöðu og þjálfun barna. Kane gerir margt fyrir þjóð sína,“ sagði Winter á Twitter síðu sinni. Kane hefur skorað 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Aðeins Erling Braut Håland, framherji Manchester City, hefur skorað fleiri eða 18 talsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Enska úrvalsdeildin sneri aftur í dag eftir 44 daga frí vegna HM í Katar. Kane var í byrjunarliði Tottenham en hann brenndi af vítaspyrnu þegar England féll úr leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM. Stuðningsfólk Brentford ákvað að láta Kane heyra það í leik dagsins og söng að hann hefði brugðist landi sínu. 'You let your country down' - Harry Kane brutally mocked by Brentford fans. pic.twitter.com/HPb1gRQYx6— SPORTbible (@sportbible) December 26, 2022 Það virtist sem söngvarnir hefðu áhrif á leikmenn Tottenham en heimaliðið komst 2-0 yfir áður en Kane minnkaði muninn áður en Pierre-Emile Højbjerg jafnaði metin. Kane var svo nálægt því að tryggja sigur Tottenham. Hefði skalli hans endað í netinu en ekki þverslánni hefði hið forna orðatiltæki „sá hlær best sem síðast hlær“ svo sannarlega átt við. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, tók upp hanskann fyrir Kane. Harry Kane s never let his country down. He s captain, a model pro and easily the best English striker around atm. He s just equalled Rooney s #ENG goal record of 53 (from 80 games). He also helps fund facilities and coaching for kids. Kane does a lot for his country. #BRETOT— Henry Winter (@henrywinter) December 26, 2022 „Kane hefur aldrei brugðist þjóð sinni. Hann er fyrirliði, fyrirmyndar atvinnumaður og án efa besti framherji Englands í dag. Hann er nýbúinn að jafna markamet Wayne Rooney fyrir enska landsliðið og hjálpar til við að bæta aðstöðu og þjálfun barna. Kane gerir margt fyrir þjóð sína,“ sagði Winter á Twitter síðu sinni. Kane hefur skorað 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Aðeins Erling Braut Håland, framherji Manchester City, hefur skorað fleiri eða 18 talsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira