„Pabbi hótaði að lemja mig ef ég færi ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 08:01 Gattuso lærði að helga líf sitt fótbolta á ólíklegum stað. Francesco Pecoraro/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Gennaro Gattuso segir föður sinn hafa haft mikið að segja um skipti hans til Glasgow Rangers í Skotlandi snemma á ferli hans. Gattuso átti stutt stopp á Skotlandi áður en hann varð margfaldur Evrópumeistari með AC Milan og heimsmeistari með Ítalíu. Gattuso er í dag þjálfari Valencia á Spáni en átti glæstan leikmannaferil. Hann hafði aðeins leikið 10 deildarleiki á tveimur leiktíðum fyrir uppeldisfélag sitt Perugia þegar hann fékk gylliboð frá Skotlandi. „Einn daginn bankar faðir minn upp á og segir að fulltrúi Glasgow Rangers sé í bænum og hafi boðið mér samning. Ég hafði engan áhuga á því og sagði föður mínum það,“ „Hann sagði að peningarnir sem þeir buðu mér væru svo miklir að hann gæti ekki einu sinni skrifað heildarupphæðina niður. Hann sagði mér að þetta væri fjórfalt á við heildarlaun hans á ævinni,“ „Þegar ég neitaði enn sagðist hann ætla að lemja mig ef ég færi ekki, svo ég samdi við Rangers,“ segir Gattuso. Gattuso kveðst hafa tileinkað sér hugarfar sem fylgdi honum það sem eftir lifði ferilsins þegar hann var á mála hjá skoska liðinu. „Ég flutti til Glasgow þar sem ég þekkti engan og kunni ekki stakt orð í ensku. En eftir tvær vikur virkaði ég skoskari en skoskir leikmenn. Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum á dag og var stanslaust í ræktinni,“ „Ég byggði upp þetta hugarfar. Ég vissi að ég byggi ekki yfir mikilli tækni en undirbjó mig andlega til að drepa andstæðinga mína. Síðan hefur líf mitt verið helgað fótbolta,“ segir Gattuso. Gattuso entist aðeins í eina leiktíð með Rangers undir stjórn Walter Smith, 1997 til 1998, og var fastamaður í liðinu. Hollendingurinn Dick Advocaat tók þá við og hafði lítið álit á Gattuso. Hann var seldur til Salernitana á Ítalíu hvar hann spilaði í eitt ár áður en kallið kom frá AC Milan. Þar lék hann frá 1999 til 2012. Hann vann bæði ítalska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006. Ítalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Gattuso er í dag þjálfari Valencia á Spáni en átti glæstan leikmannaferil. Hann hafði aðeins leikið 10 deildarleiki á tveimur leiktíðum fyrir uppeldisfélag sitt Perugia þegar hann fékk gylliboð frá Skotlandi. „Einn daginn bankar faðir minn upp á og segir að fulltrúi Glasgow Rangers sé í bænum og hafi boðið mér samning. Ég hafði engan áhuga á því og sagði föður mínum það,“ „Hann sagði að peningarnir sem þeir buðu mér væru svo miklir að hann gæti ekki einu sinni skrifað heildarupphæðina niður. Hann sagði mér að þetta væri fjórfalt á við heildarlaun hans á ævinni,“ „Þegar ég neitaði enn sagðist hann ætla að lemja mig ef ég færi ekki, svo ég samdi við Rangers,“ segir Gattuso. Gattuso kveðst hafa tileinkað sér hugarfar sem fylgdi honum það sem eftir lifði ferilsins þegar hann var á mála hjá skoska liðinu. „Ég flutti til Glasgow þar sem ég þekkti engan og kunni ekki stakt orð í ensku. En eftir tvær vikur virkaði ég skoskari en skoskir leikmenn. Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum á dag og var stanslaust í ræktinni,“ „Ég byggði upp þetta hugarfar. Ég vissi að ég byggi ekki yfir mikilli tækni en undirbjó mig andlega til að drepa andstæðinga mína. Síðan hefur líf mitt verið helgað fótbolta,“ segir Gattuso. Gattuso entist aðeins í eina leiktíð með Rangers undir stjórn Walter Smith, 1997 til 1998, og var fastamaður í liðinu. Hollendingurinn Dick Advocaat tók þá við og hafði lítið álit á Gattuso. Hann var seldur til Salernitana á Ítalíu hvar hann spilaði í eitt ár áður en kallið kom frá AC Milan. Þar lék hann frá 1999 til 2012. Hann vann bæði ítalska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006.
Ítalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira