Áform um vetrarleika sett á ís vegna mútumáls Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 12:30 Haruyuki Takahashi er laus gegn tryggingu. Vísir/EPA Japanir hafa gert hlé á sókn sinni eftir gestgjafarétti á Vetrarólympíuleikunum árið 2030 vegna stórfellds mútumáls tengt Ólympíuleikunum í Tókýó. Sakborningurinn Haruyuki Takahashi, fyrrum nefndarmaður í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna, hefur verið sleppt gegn tryggingu. Takahashi var háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020. Hann var handtekinn í ágúst, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan héldu því fram í sumar að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Síðan hefur málið undið upp á sig þar sem Takahasi er sakaður um að hafa þegið mútur frá í það minnsta fimm mismunandi fyrirtækjum sem voru styrkaraðilar leikanna. Hann er sakaður um að hafa þegið í heildina tæplega 198 milljónir japanskra jena, rúmlega 212 milljónir króna, í mútufé frá fyrirtækjum sem sóttust eftir því að vera styrktaraðilar leikanna. Hinn 78 ára gamli Takahashi hefur neitað sök en kæra var lögð fram gegn þremur aðilum innan viðkomandi fyrirtækja, þar á meðal Aoki, fyrir að múta Takahashi. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Japanir hafa sett áform sín um að sækjast eftir því að halda Vetrarleikana árið 2030 í Sapporo á ís vegna málsins. Borgin var talin líklegust til að hreppa hnossið en afar ólíklegt verður að þykja að af því verði í ljósi ásakananna gegn Takahashi. Japan Ólympíuleikar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María skoraði í æsispennandi Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Sjá meira
Takahashi var háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020. Hann var handtekinn í ágúst, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan héldu því fram í sumar að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Síðan hefur málið undið upp á sig þar sem Takahasi er sakaður um að hafa þegið mútur frá í það minnsta fimm mismunandi fyrirtækjum sem voru styrkaraðilar leikanna. Hann er sakaður um að hafa þegið í heildina tæplega 198 milljónir japanskra jena, rúmlega 212 milljónir króna, í mútufé frá fyrirtækjum sem sóttust eftir því að vera styrktaraðilar leikanna. Hinn 78 ára gamli Takahashi hefur neitað sök en kæra var lögð fram gegn þremur aðilum innan viðkomandi fyrirtækja, þar á meðal Aoki, fyrir að múta Takahashi. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Japanir hafa sett áform sín um að sækjast eftir því að halda Vetrarleikana árið 2030 í Sapporo á ís vegna málsins. Borgin var talin líklegust til að hreppa hnossið en afar ólíklegt verður að þykja að af því verði í ljósi ásakananna gegn Takahashi.
Japan Ólympíuleikar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María skoraði í æsispennandi Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Sjá meira