Liður í góðum viðskiptaháttum að hafa rúman skilafrest Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. desember 2022 12:59 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að aukning sé á fyrirspurnum um skilafresti verslana. Mikil aukning er á fyrirspurnum til Neytendasamtakanna vegna of naums skilafrest á vörum. Formaður samtakanna segir að þrátt fyrir að engin eiginleg lög nái yfir skilafrest þá sé það liður í góðum viðskiptaháttum að gefa viðskiptavinum sínum rúman frest til að skila vörum sem þeir hafa ekki not fyrir. Þær verslanir sem komi vel fram við viðskiptavini séu bæði langlífar og dafni jafnan betur. Í dag er fyrsti opnunardagur verslana eftir jól og því líklegt að margir geri sér ferð til að skila jólagjöfum sem þeir hafa ekki not fyrir, það er að segja ef fólk á annað borð treystir sér út í vetrarríkið sem úti er. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að mikil aukning hafi verið á fyrirspurnum til samtakanna því skilafrestur hjá nokkrum verslunum sé aðeins fram að áramótum og því hætt við að fólk brenni inni með vörurnar. „Þótt það gildi engin lög um skilarétt á ógallaðri vöru þá er það nú samt þannig að til verklagsreglur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 þar sem lagt er til að verslanir veiti fólki tækifæri til að skila vöru sem það getur ekki notað. Ef skyrtan sem þú fékkst í jólagjöf er einu númeri of stór, eða þér líkar ekki sokkarnir eða þvíumlíkt þá eru verklagsreglurnar þannig að fólk á að hafa 14 daga til að skila þeim en í raun og veru eru engin lög sem um þetta gilda beint og verslunum því í sjálfsvald sett og margar verslanir sem hafa mun rýmri skilarétt og er það vel.“ Breki bendir á að of naumur skilafrestur, með tilheyrandi óþægindum fyrir viðskiptavini, sé slæmur fyrir verslunina sjálfa til lengri tíma litið. „Þær verslanir sem gera vel við viðskiptavini sína þær eru nú þær sem lifa lengur og dafna betur því þetta er náttúrulega þjónusta sem verslanir eru að veita sínum viðskiptavinum og flestar ef ekki allar verslanir vilja viðskiptavinum sínum vel. Þetta er bara liður í góðum viðskiptaháttum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að hafa samband ef það lendir í vandræðum með skilavörur. „Við stöndum vaktina nú sem endranær.“ Neytendur Jól Verslun Tengdar fréttir Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda ekki verið fleiri það sem af er ári Sífellt fleiri leita til umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda. Metfjöldi fólks sótti um aðstoð hjá embættinu í síðasta mánuði. Formaður Neytendasamtakanna segir aukin yfirdráttarlán mælikvarða á stöðu heimilanna. 10. nóvember 2022 14:00 Yfirdráttarlán heimilanna að aukast Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands eru bæði innlán og yfirdráttarlán heimilanna að aukast. 10. nóvember 2022 06:36 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Í dag er fyrsti opnunardagur verslana eftir jól og því líklegt að margir geri sér ferð til að skila jólagjöfum sem þeir hafa ekki not fyrir, það er að segja ef fólk á annað borð treystir sér út í vetrarríkið sem úti er. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að mikil aukning hafi verið á fyrirspurnum til samtakanna því skilafrestur hjá nokkrum verslunum sé aðeins fram að áramótum og því hætt við að fólk brenni inni með vörurnar. „Þótt það gildi engin lög um skilarétt á ógallaðri vöru þá er það nú samt þannig að til verklagsreglur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 þar sem lagt er til að verslanir veiti fólki tækifæri til að skila vöru sem það getur ekki notað. Ef skyrtan sem þú fékkst í jólagjöf er einu númeri of stór, eða þér líkar ekki sokkarnir eða þvíumlíkt þá eru verklagsreglurnar þannig að fólk á að hafa 14 daga til að skila þeim en í raun og veru eru engin lög sem um þetta gilda beint og verslunum því í sjálfsvald sett og margar verslanir sem hafa mun rýmri skilarétt og er það vel.“ Breki bendir á að of naumur skilafrestur, með tilheyrandi óþægindum fyrir viðskiptavini, sé slæmur fyrir verslunina sjálfa til lengri tíma litið. „Þær verslanir sem gera vel við viðskiptavini sína þær eru nú þær sem lifa lengur og dafna betur því þetta er náttúrulega þjónusta sem verslanir eru að veita sínum viðskiptavinum og flestar ef ekki allar verslanir vilja viðskiptavinum sínum vel. Þetta er bara liður í góðum viðskiptaháttum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að hafa samband ef það lendir í vandræðum með skilavörur. „Við stöndum vaktina nú sem endranær.“
Neytendur Jól Verslun Tengdar fréttir Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda ekki verið fleiri það sem af er ári Sífellt fleiri leita til umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda. Metfjöldi fólks sótti um aðstoð hjá embættinu í síðasta mánuði. Formaður Neytendasamtakanna segir aukin yfirdráttarlán mælikvarða á stöðu heimilanna. 10. nóvember 2022 14:00 Yfirdráttarlán heimilanna að aukast Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands eru bæði innlán og yfirdráttarlán heimilanna að aukast. 10. nóvember 2022 06:36 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda ekki verið fleiri það sem af er ári Sífellt fleiri leita til umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda. Metfjöldi fólks sótti um aðstoð hjá embættinu í síðasta mánuði. Formaður Neytendasamtakanna segir aukin yfirdráttarlán mælikvarða á stöðu heimilanna. 10. nóvember 2022 14:00
Yfirdráttarlán heimilanna að aukast Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands eru bæði innlán og yfirdráttarlán heimilanna að aukast. 10. nóvember 2022 06:36