Ugla tók að sér fjóra kettlinga eftir að mamma þeirra dó Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2022 20:05 Kettlingarnir hafa fengið nöfnin Kría, Ugla, Lóa og Gaukur, allt fuglanöfn. Helga Einarsdóttir Læðan Ugla er mögnuð kisa og mikil móðir því hún tók að sér fjóra kettlinga eftir að mamma þeirra dó. Ugla mjólkar vel fyrir kettlingana og er dugleg að þvo þeim að sinna á allan annan hátt. Ugla er fædd 19. júní 2018 er er af tegundinni Abyssinian. Hún er frá Kolsholti í Flóahreppi. Hún hefur átt tvö got. Sagan er sú að sjö kettlingarnir hennar Rauða Rauðhetta, sem er Norskur skógarköttur frá Hlíðarenda voru nýlega teknir með keisara en hún dó eftir það vegna veikinda, og einn kettlingurinn líka. Tveimur kettlingum var komið fyrir í Grindavík og fjórum hjá Helgu Einarsdóttur og Uglu í Reykjavík. Kettlingarnir hafa fengið nöfnin Kría, Ugla, Lóa og Gaukur, allt fuglanöfn. „Ugla er rosalega dugleg en ég náttúrulega passa mjög vel að fóðra hana. Ég kem heim á daginn til að gefa henni auka gjöf, annað hvort ég eða maðurinn minn,” segir Helga Einarsdóttir, eigandi Uglu. „Leið og hún kom og sá litlu kettlingana, sem ég kom með til hennar þá lét Ugla mig bara vita; “Komdu þér í burtu, þetta er mitt, þetta er ekki þitt”, hún tók þá strax,” segir Ásdís Gunnarsdóttir, eigandi kettlinganna, alsæl með „nýju mömmu“ þeirra. Kettlingarnir fá nóg af mjólk hjá Uglu og eru duglegir að vera á spenunum hjá henni.Helga Einarsdóttir Helga og Ásdís eru sammála um að þetta hafi verið kraftaverka got af því að kettlingarnir voru ekki nema átta vikna þegar þeir fæddust. „Þetta er bara voðalega gaman og gaman að sjá þessa stóru hnoðra, þeir eru náttúrulega töluvert stærri en ég er vön með mína kettlinga þegar þeir hafa verið,” segir Helga og bætir við. „Hún er að gera góða hluti hún Ugla mín. Hún meðhöndlar þá nákvæmlega eins og sína eigin kettlinga úr gotunum hennar. Það er engin munur þar á, hún kallar eins á þá, það er bara smá meiri fyrirferð þegar það er verið að gefa þeim að drekka.” En hvað verður nú um kettlingana? „Nú er bara að finna bestu heimili, sem hægt er að finna,” segir Ásdís. Helga (t.v.) og Ásdís eru alsælar með hvernig gengur með Uglu og kettlingana “hennar”.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kettir Dýr Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Sjá meira
Ugla er fædd 19. júní 2018 er er af tegundinni Abyssinian. Hún er frá Kolsholti í Flóahreppi. Hún hefur átt tvö got. Sagan er sú að sjö kettlingarnir hennar Rauða Rauðhetta, sem er Norskur skógarköttur frá Hlíðarenda voru nýlega teknir með keisara en hún dó eftir það vegna veikinda, og einn kettlingurinn líka. Tveimur kettlingum var komið fyrir í Grindavík og fjórum hjá Helgu Einarsdóttur og Uglu í Reykjavík. Kettlingarnir hafa fengið nöfnin Kría, Ugla, Lóa og Gaukur, allt fuglanöfn. „Ugla er rosalega dugleg en ég náttúrulega passa mjög vel að fóðra hana. Ég kem heim á daginn til að gefa henni auka gjöf, annað hvort ég eða maðurinn minn,” segir Helga Einarsdóttir, eigandi Uglu. „Leið og hún kom og sá litlu kettlingana, sem ég kom með til hennar þá lét Ugla mig bara vita; “Komdu þér í burtu, þetta er mitt, þetta er ekki þitt”, hún tók þá strax,” segir Ásdís Gunnarsdóttir, eigandi kettlinganna, alsæl með „nýju mömmu“ þeirra. Kettlingarnir fá nóg af mjólk hjá Uglu og eru duglegir að vera á spenunum hjá henni.Helga Einarsdóttir Helga og Ásdís eru sammála um að þetta hafi verið kraftaverka got af því að kettlingarnir voru ekki nema átta vikna þegar þeir fæddust. „Þetta er bara voðalega gaman og gaman að sjá þessa stóru hnoðra, þeir eru náttúrulega töluvert stærri en ég er vön með mína kettlinga þegar þeir hafa verið,” segir Helga og bætir við. „Hún er að gera góða hluti hún Ugla mín. Hún meðhöndlar þá nákvæmlega eins og sína eigin kettlinga úr gotunum hennar. Það er engin munur þar á, hún kallar eins á þá, það er bara smá meiri fyrirferð þegar það er verið að gefa þeim að drekka.” En hvað verður nú um kettlingana? „Nú er bara að finna bestu heimili, sem hægt er að finna,” segir Ásdís. Helga (t.v.) og Ásdís eru alsælar með hvernig gengur með Uglu og kettlingana “hennar”.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kettir Dýr Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent