Draumaferð þúsunda ferðamanna endar sem Reykjavíkurferð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. desember 2022 09:54 Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, segir að ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Aðsend Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Vegum á Íslandi, þá sérstaklega á Suðausturlandi, hefur ítrekað verið lokað síðustu daga vegna veðurs. Þegar vegirnir eru lokaðir kemst enginn um þá og neyðast ferðamenn til að dvelja til lengri tíma í Reykjavík eftir að hafa ætlað sér að ferðast um landið. Margir hverjir hafa bókað sér ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sitja eftir með gífurlegt tekjutap. Milljóna tap Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, gagnrýnir það að landið sé auglýst sem heilsársferðamannastaður þegar loka þarf vegum í marga daga í senn. „Ísland er búið að eyða milljörðum í að markaðssetja sig sem heilsársáfangastað en núna er þetta allt í hakki yfir jólin. Við erum með tíu daga þar sem við höfum varla náð að halda rútínu sem er frekar langt. Það sem við verðum fyrir núna er að við verðum að aflýsa ferðum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við erum kannski búin að aflýsa hundrað ferðum á tólf dögum, síðan 16. desember. Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. Tröllaferðir bjóða upp á ferðir um land allt.Aðsend Það sem hefur verið verst fyrir ferðaþjónustuna er lokun milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Að mati Ingólfs varði hún allt of lengi. Nú er búið að opna veginn á ný en hann segist nú þurfa að velta því fyrir sér hvort það taki sig að senda ferðamenn þangað enda gæti veginum verið lokað á svipstundu á ný. „Þannig við verðum ekki bara að taka ákvörðun hvort við ættum að senda rúturnar út út af veðrinu heldur verðum við líka að hugsa hvað Vegagerðin ætlar að gera. Og þeir eru ekkert að upplýsa okkur um það. Að sjálfsögðu getum við ekkert gert í því þegar það er vont veður, þá er bara lokað. Það er bara flott. Allir sammála um það. Auðvitað á ekki neinn að keyra fram hjá lokun, það skapar bara enn þá meiri vandræði,“ segir Ingólfur. Rúturnar eru lausnin Hann vill þó meina að fyrirtæki sem bjóða upp á rútuferðir séu lausnin. Fólk sem er í rútu er augljóslega ekki að þvælast um á bílaleigubíl í vetrarfæri. „Að sjálfsögðu þarf að skipuleggja þetta betur, moksturinn. Það vantar meiri mannskap. Ég hef rætt bæði við fólk á Kirkjubæjarklaustri og í Vík, það vantar bara mannskap til að sinna verkefnum,“ segir Ingólfur. Hann vill þó ekki að umræðan snúist um að fólkið í mokstrinum sé ekki að sinna sinni vinnu enda gerir það sitt besta allan sólarhringinn. Draumadvölin á Íslandi (Reykjavík) Ingólfur segir að það þurfi að vera með vakt allan sólarhringinn hjá þeim sem sjá um moksturinn ef þörf er á. Það gangi ekki að sinna vegum eins og einhverjir áhugamenn. Mokstur sé ekki átta til fjögur starf þó honum sé oft sinnt þannig. „Okkar tjón er samt ekkert aðalmálið heldur eru þarna tíu þúsund farþegar búnir að kaupa sér ferðir til Íslands sem eru ekki að fá ferðina. Þú kaupir þér ferð til Íslands, búinn að safna þér fyrir því. Svo mætir þú hingað og situr eftir í Reykjavík og allar leiðir út úr borginni ófærar. Það skilja allir þegar það er brjálað veður en svo kemur næsti dagur og veðrið orðið gott, þá situr þú enn eftir í Reykjavík og færð ekki ferðina sem þú keyptir þér,“ segir Ingólfur. Veður Snjómokstur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Vegum á Íslandi, þá sérstaklega á Suðausturlandi, hefur ítrekað verið lokað síðustu daga vegna veðurs. Þegar vegirnir eru lokaðir kemst enginn um þá og neyðast ferðamenn til að dvelja til lengri tíma í Reykjavík eftir að hafa ætlað sér að ferðast um landið. Margir hverjir hafa bókað sér ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sitja eftir með gífurlegt tekjutap. Milljóna tap Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, gagnrýnir það að landið sé auglýst sem heilsársferðamannastaður þegar loka þarf vegum í marga daga í senn. „Ísland er búið að eyða milljörðum í að markaðssetja sig sem heilsársáfangastað en núna er þetta allt í hakki yfir jólin. Við erum með tíu daga þar sem við höfum varla náð að halda rútínu sem er frekar langt. Það sem við verðum fyrir núna er að við verðum að aflýsa ferðum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við erum kannski búin að aflýsa hundrað ferðum á tólf dögum, síðan 16. desember. Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. Tröllaferðir bjóða upp á ferðir um land allt.Aðsend Það sem hefur verið verst fyrir ferðaþjónustuna er lokun milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Að mati Ingólfs varði hún allt of lengi. Nú er búið að opna veginn á ný en hann segist nú þurfa að velta því fyrir sér hvort það taki sig að senda ferðamenn þangað enda gæti veginum verið lokað á svipstundu á ný. „Þannig við verðum ekki bara að taka ákvörðun hvort við ættum að senda rúturnar út út af veðrinu heldur verðum við líka að hugsa hvað Vegagerðin ætlar að gera. Og þeir eru ekkert að upplýsa okkur um það. Að sjálfsögðu getum við ekkert gert í því þegar það er vont veður, þá er bara lokað. Það er bara flott. Allir sammála um það. Auðvitað á ekki neinn að keyra fram hjá lokun, það skapar bara enn þá meiri vandræði,“ segir Ingólfur. Rúturnar eru lausnin Hann vill þó meina að fyrirtæki sem bjóða upp á rútuferðir séu lausnin. Fólk sem er í rútu er augljóslega ekki að þvælast um á bílaleigubíl í vetrarfæri. „Að sjálfsögðu þarf að skipuleggja þetta betur, moksturinn. Það vantar meiri mannskap. Ég hef rætt bæði við fólk á Kirkjubæjarklaustri og í Vík, það vantar bara mannskap til að sinna verkefnum,“ segir Ingólfur. Hann vill þó ekki að umræðan snúist um að fólkið í mokstrinum sé ekki að sinna sinni vinnu enda gerir það sitt besta allan sólarhringinn. Draumadvölin á Íslandi (Reykjavík) Ingólfur segir að það þurfi að vera með vakt allan sólarhringinn hjá þeim sem sjá um moksturinn ef þörf er á. Það gangi ekki að sinna vegum eins og einhverjir áhugamenn. Mokstur sé ekki átta til fjögur starf þó honum sé oft sinnt þannig. „Okkar tjón er samt ekkert aðalmálið heldur eru þarna tíu þúsund farþegar búnir að kaupa sér ferðir til Íslands sem eru ekki að fá ferðina. Þú kaupir þér ferð til Íslands, búinn að safna þér fyrir því. Svo mætir þú hingað og situr eftir í Reykjavík og allar leiðir út úr borginni ófærar. Það skilja allir þegar það er brjálað veður en svo kemur næsti dagur og veðrið orðið gott, þá situr þú enn eftir í Reykjavík og færð ekki ferðina sem þú keyptir þér,“ segir Ingólfur.
Veður Snjómokstur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira