Giorgi er 66. á heimslistanum í tennis en saksóknarar hafa rannsakað hana síðustu vikur vegna tengsla hennar við læknana Danielu Grillone Tecioiu og Erich Volker Göpel.
Læknarnir tveir voru handteknir fyrir að útvega óbólusettu fólki fölsuð skírteini sem sýndu fram á hið gagnstæða.
Giorgi er á meðal þeirra sem sæta rannsókn lögregluyfirvalda í Vicenza sem handtóku læknana tvo. Þar á meðal er einnig ítalski rapparinn Madame.
Bólusetningarvottorð var þátttökukrafa fyrir bæði Opna ástralska meistaramótið og Opna bandaríska. Giorgi komst í þriðju umferð í Ástralíu en á því móti vakti athygli þegar Serbinn Novak Djokovic var sendur heim vegna skorts á bólusetningarvottorði.
Hún komst í aðra umferð á Opna bandaríska en Djokovic var meinað um þátttöku á því móti á sama grundvelli.