Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 09:44 Þessi mynd var tekin þann 18. desember síðastliðinn. Síðan hefur eitthvað bæst í snjóinn en betur má ef duga skal. Bláfjöll „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. Á níunda tímanum í morgun var tólf stiga frost og vindur á bilinu tveir til sex metrar á sekúndu. „Eins gott að klæða sig vel í dag. En gullfallegt veður,“ segir í færslunni. „Eins og gefur að skilja er lítill snjór á svæðinu og mælum með því að halda sig í troðnum leiðum. Rútan fer samkvæmt áætlun.“ Víða um land getur fólk skellt sér á skíði í dag. Í Hlíðarfjalli er opið frá tíu til sex í kvöld. Þar snjóar enn lítillega og nánast logn. Frost er um tíu gráður. „Opnar lyftur í dag verða Fjarki, Hjallabraut, Hólabraut, Auður, Töfrateppi og skíðaleiðir samhliða þeim. Búið er að troða allar skíðaleiðir á neðra svæði og breikka og bæta við á þó nokkrum stöðum,“ segir í færslu skíðasvæðisins. „Efra svæði er lokað í bili vegna endurmats á snjóflóðahættu eftir að nokkuð stórt snjóflóð féll rétt fyrir lokun í gær utan skíðaleiða norðan við Stromplyftu. Þrátt fyrir að prófanir síðustu daga hafi sýnt fram á niðurstöður sem voru taldar nægilega öruggar þá setur þetta nýtt spurningamerki við snjóþekjuna sem er greinilega enn varasöm. Á gönguskíðasvæði er búið að troða og spora 1,2 kílómetra og 3,5 kílómetra hringi.“ Skíðasvæði Veður Akureyri Tengdar fréttir Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Á níunda tímanum í morgun var tólf stiga frost og vindur á bilinu tveir til sex metrar á sekúndu. „Eins gott að klæða sig vel í dag. En gullfallegt veður,“ segir í færslunni. „Eins og gefur að skilja er lítill snjór á svæðinu og mælum með því að halda sig í troðnum leiðum. Rútan fer samkvæmt áætlun.“ Víða um land getur fólk skellt sér á skíði í dag. Í Hlíðarfjalli er opið frá tíu til sex í kvöld. Þar snjóar enn lítillega og nánast logn. Frost er um tíu gráður. „Opnar lyftur í dag verða Fjarki, Hjallabraut, Hólabraut, Auður, Töfrateppi og skíðaleiðir samhliða þeim. Búið er að troða allar skíðaleiðir á neðra svæði og breikka og bæta við á þó nokkrum stöðum,“ segir í færslu skíðasvæðisins. „Efra svæði er lokað í bili vegna endurmats á snjóflóðahættu eftir að nokkuð stórt snjóflóð féll rétt fyrir lokun í gær utan skíðaleiða norðan við Stromplyftu. Þrátt fyrir að prófanir síðustu daga hafi sýnt fram á niðurstöður sem voru taldar nægilega öruggar þá setur þetta nýtt spurningamerki við snjóþekjuna sem er greinilega enn varasöm. Á gönguskíðasvæði er búið að troða og spora 1,2 kílómetra og 3,5 kílómetra hringi.“
Skíðasvæði Veður Akureyri Tengdar fréttir Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30