Flóttamenn á Íslandi: Láta ekki sitt eftir liggja og bera höfuðið hátt Anh-Đào K. Trần og Atli Harðarson skrifar 29. desember 2022 12:30 Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna. Við skrifum þessa grein í tvennum tilgangi. Annars vegar viljum við upplýsa lesendur um flóttamenn frá Víetnam sem komu til landsins fyrir meira en fjörutíu árum og hafa síðan tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Hins vegar viljum við brýna fyrir þeim sem fjalla um málefni flóttafólks að skoða íslenskan veruleika og forðast hugsunarlausar endurtekningar á því sem sagt er annars staðar. Íslenska ríkið tók fyrst við hópi flóttamanna á sjötta áratug síðustu aldar. Þeir komu frá Ungverjalandi. Næsti hópur flóttamanna kom ekki fyrr en 1979 þegar 34 einstaklingar frá Víetnam fluttust hingað. Fólkið flúði af ýmsum ástæðum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1975. Sumir sem börðust á móti kommúnistum óttuðust hefndaraðgerðir þeirra eftir að þeir náðu öllu landinu á sitt vald. Sumir höfðu verið hraktir frá heimilum sínum og þvingaðir til að fara í „endurmenntunabúðir“ eða lifa við óbærileg kjör. Um 1990 komu svo fleiri hópar víetnamskra flóttamanna til landsins. Annar höfunda þessa greinarkorns, Anh-Đào, hefur rannsakað lífshlaup hópsins sem kom 1979. Sú rannsókn er hin fyrsta sinnar gerðar hér á landi og niðurstöður hafa birst á fræðilegum vettvangi. Í byrjun þurfti fólkið að takast á við töluverða erfiðleika því loftslag, tungumál og siðir voru ólík því sem það ólst upp við. Fyrst í stað kom líka nokkrum sinnum til átaka milli innfæddra Íslendinga og ungra karlmanna úr hópnum. Tilefnin gátu verið að þeir töluðu saman á eigin móðurmáli eða ræddu við íslenskar konur á skemmtistöðum. Nokkrum sinnum voru þeir líka áreittir með athæfi sem vitað var að Víetnömum þótti móðgandi. Slíkar ýfingar voru undantekningar frá samskiptum sem voru og eru góð. Þegar hópurinn kom árið 1979 var nokkuð rætt um það í íslenskum fjölmiðlum að fólki frá svo fjarlægu landi gætu fylgt vandamál. Nú er löngu ljóst að þær áhyggjur voru ástæðulausar. Rúmlega fjögurra áratuga saga sýnir að atvinnuþátttaka er mikil, fólkinu þykir vænt um Ísland, niðjar þess eiga íslensku að móðurmáli og hafa, eins og aðrir landsmenn, margvísleg hugðarefni og hæfileika. Þegar rætt var við fólkið um ástæður flóttans frá Víetnam kom á daginn að gildin sem skiptu það máli voru síður en svo framandleg. Viðmælendur ræddu einkum um frelsi, sjálfsvirðingu og öryggi. Eftifarandi tilvitnun í viðtal sem Anh-Đào tók við einn úr hópnum gefur ofulitla innsýn í veruleikann sem mætti honum eftir komuna til Íslands: „Án sjálfsvirðingar er maður ekkert. Ég er að tala um minnimáttarkenndina sem ég fann fyrir sem útlendingur. Mér fannst sem fólk liti á okkur sem byrði á samfélaginu og við yrðum að sanna að við værum það ekki. Við öfluðum okkur samt menntunar, stóðum okkur í vinnu og greiddum skatta rétt eins og innfæddir.“ Þetta reyndi á þolrifin. Þegar litið er um öxl er samt ljóst að flóttamennirnir sem komu fyrir rúmum 40 árum hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir eru virkir borgarar sem vinna samfélagi sínu gagn og bera höfuðið hátt. Hluti erfiðleikanna sem tæpt er á í tilvitnuninni hér að ofan stafaði af því hvað viðmælanda þótti um viðhorf innfæddra. Ummæli hans minna okkur á að leggja ekki steina í götu fólks með fáfræði og fordómum. Vonandi þarf ekki að minna lesendur á að flóttamenn eru einstaklingar með mannlegar þarfir en ekki fulltrúar framandi menningar. Það sem aðgreinir fólk frá ólíkum heimshlutum er flest heldur yfirborðslegt í samanburði við það sem er sameiginlegt. Hvað sem líður þörf ríkisins á að snúa fólki til baka sem leitar hér landvistar er að minnsta kosti óþarfi að sýna því lítilsvirðingu með órökstuddum dómum um að það sé líklegt til vandræða. Höfundar starfa báðir við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Atli Harðarson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna. Við skrifum þessa grein í tvennum tilgangi. Annars vegar viljum við upplýsa lesendur um flóttamenn frá Víetnam sem komu til landsins fyrir meira en fjörutíu árum og hafa síðan tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Hins vegar viljum við brýna fyrir þeim sem fjalla um málefni flóttafólks að skoða íslenskan veruleika og forðast hugsunarlausar endurtekningar á því sem sagt er annars staðar. Íslenska ríkið tók fyrst við hópi flóttamanna á sjötta áratug síðustu aldar. Þeir komu frá Ungverjalandi. Næsti hópur flóttamanna kom ekki fyrr en 1979 þegar 34 einstaklingar frá Víetnam fluttust hingað. Fólkið flúði af ýmsum ástæðum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1975. Sumir sem börðust á móti kommúnistum óttuðust hefndaraðgerðir þeirra eftir að þeir náðu öllu landinu á sitt vald. Sumir höfðu verið hraktir frá heimilum sínum og þvingaðir til að fara í „endurmenntunabúðir“ eða lifa við óbærileg kjör. Um 1990 komu svo fleiri hópar víetnamskra flóttamanna til landsins. Annar höfunda þessa greinarkorns, Anh-Đào, hefur rannsakað lífshlaup hópsins sem kom 1979. Sú rannsókn er hin fyrsta sinnar gerðar hér á landi og niðurstöður hafa birst á fræðilegum vettvangi. Í byrjun þurfti fólkið að takast á við töluverða erfiðleika því loftslag, tungumál og siðir voru ólík því sem það ólst upp við. Fyrst í stað kom líka nokkrum sinnum til átaka milli innfæddra Íslendinga og ungra karlmanna úr hópnum. Tilefnin gátu verið að þeir töluðu saman á eigin móðurmáli eða ræddu við íslenskar konur á skemmtistöðum. Nokkrum sinnum voru þeir líka áreittir með athæfi sem vitað var að Víetnömum þótti móðgandi. Slíkar ýfingar voru undantekningar frá samskiptum sem voru og eru góð. Þegar hópurinn kom árið 1979 var nokkuð rætt um það í íslenskum fjölmiðlum að fólki frá svo fjarlægu landi gætu fylgt vandamál. Nú er löngu ljóst að þær áhyggjur voru ástæðulausar. Rúmlega fjögurra áratuga saga sýnir að atvinnuþátttaka er mikil, fólkinu þykir vænt um Ísland, niðjar þess eiga íslensku að móðurmáli og hafa, eins og aðrir landsmenn, margvísleg hugðarefni og hæfileika. Þegar rætt var við fólkið um ástæður flóttans frá Víetnam kom á daginn að gildin sem skiptu það máli voru síður en svo framandleg. Viðmælendur ræddu einkum um frelsi, sjálfsvirðingu og öryggi. Eftifarandi tilvitnun í viðtal sem Anh-Đào tók við einn úr hópnum gefur ofulitla innsýn í veruleikann sem mætti honum eftir komuna til Íslands: „Án sjálfsvirðingar er maður ekkert. Ég er að tala um minnimáttarkenndina sem ég fann fyrir sem útlendingur. Mér fannst sem fólk liti á okkur sem byrði á samfélaginu og við yrðum að sanna að við værum það ekki. Við öfluðum okkur samt menntunar, stóðum okkur í vinnu og greiddum skatta rétt eins og innfæddir.“ Þetta reyndi á þolrifin. Þegar litið er um öxl er samt ljóst að flóttamennirnir sem komu fyrir rúmum 40 árum hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir eru virkir borgarar sem vinna samfélagi sínu gagn og bera höfuðið hátt. Hluti erfiðleikanna sem tæpt er á í tilvitnuninni hér að ofan stafaði af því hvað viðmælanda þótti um viðhorf innfæddra. Ummæli hans minna okkur á að leggja ekki steina í götu fólks með fáfræði og fordómum. Vonandi þarf ekki að minna lesendur á að flóttamenn eru einstaklingar með mannlegar þarfir en ekki fulltrúar framandi menningar. Það sem aðgreinir fólk frá ólíkum heimshlutum er flest heldur yfirborðslegt í samanburði við það sem er sameiginlegt. Hvað sem líður þörf ríkisins á að snúa fólki til baka sem leitar hér landvistar er að minnsta kosti óþarfi að sýna því lítilsvirðingu með órökstuddum dómum um að það sé líklegt til vandræða. Höfundar starfa báðir við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar