Reyðfirðingar aftur komnir með rafmagn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2022 14:26 Frá Reyðarfirði. Álverið er þó beintengt Kárahnjúkavirkjun og bilunin í dag hafði engin áhrif á starfsemi þess. Vísir/arnar Rafmagn er komið aftur á á Reyðarfirði eftir alvarlega bilun í morgun. Rafmagnslaust var í bænum í um sex klukkustundir og hiti fór af húsum. Örvar Ármannsson deildarstjóri netreksturs Rariks á Austurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að rafmagni hafi verið komið aftur á. Bilun sem kom upp í spenni á Stuðlum hafi verið greind og ákveðið hafi verið að setja spenninn í gang aftur. „Við erum samt ekki að treysta honum alveg hundrað prósent, það er ákveðinn fyrirvari á því að þetta tolli inni,“ segir Örvar. Unnið sé að ráðstöfunum sem grípa megi til, detti spennirinn út aftur. Áður hafði verið óttast að spennirinn væri það illa skemmdur að ekki væri hægt að koma honum í gagnið á ný. Uppfært klukkan 15:45 Fram kemur í tilkynningu frá RARIK að klukkan 13:45 hafi allir almennir viðskiptavinir verið komnir með rafmagn á Reyðarfirði og nágrenni. „Það er ekki alveg ljóst hvers vegna spennirinn leysti út og það mál þarf að skoða betur. Vísbendingar eru um að bilunin sé enn til staðar. Það gæti þurft að fara í frekari aðgerðir til að kanna það nánar. Því getur fylgt tímabundið rafmagnsleysi. Allt skipulagt rafmagnsleysi verður tilkynnt til viðskiptavina sem fyrir því verða. Það er verið að flytja varaafl og varaspenni á svæðið sem verður til taks þar til reksturinn er kominn í eðlilegt ástand aftur. Einnig verður undirbúinn sá möguleiki að geta tengst við spenni Landsnets með stuttum fyrirvara ef á þarf að halda. RARIK biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið íbúum á svæðinu og þakkar góða samvinnu við þá sem hafa aðstoðað okkur í þessu máli.“ Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Örvar Ármannsson deildarstjóri netreksturs Rariks á Austurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að rafmagni hafi verið komið aftur á. Bilun sem kom upp í spenni á Stuðlum hafi verið greind og ákveðið hafi verið að setja spenninn í gang aftur. „Við erum samt ekki að treysta honum alveg hundrað prósent, það er ákveðinn fyrirvari á því að þetta tolli inni,“ segir Örvar. Unnið sé að ráðstöfunum sem grípa megi til, detti spennirinn út aftur. Áður hafði verið óttast að spennirinn væri það illa skemmdur að ekki væri hægt að koma honum í gagnið á ný. Uppfært klukkan 15:45 Fram kemur í tilkynningu frá RARIK að klukkan 13:45 hafi allir almennir viðskiptavinir verið komnir með rafmagn á Reyðarfirði og nágrenni. „Það er ekki alveg ljóst hvers vegna spennirinn leysti út og það mál þarf að skoða betur. Vísbendingar eru um að bilunin sé enn til staðar. Það gæti þurft að fara í frekari aðgerðir til að kanna það nánar. Því getur fylgt tímabundið rafmagnsleysi. Allt skipulagt rafmagnsleysi verður tilkynnt til viðskiptavina sem fyrir því verða. Það er verið að flytja varaafl og varaspenni á svæðið sem verður til taks þar til reksturinn er kominn í eðlilegt ástand aftur. Einnig verður undirbúinn sá möguleiki að geta tengst við spenni Landsnets með stuttum fyrirvara ef á þarf að halda. RARIK biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið íbúum á svæðinu og þakkar góða samvinnu við þá sem hafa aðstoðað okkur í þessu máli.“
Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47
Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54