Banna einnota matvælaumbúðir á skyndibitastöðum eftir áramót Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. desember 2022 15:47 Skyndibitastaðirnir hafa haft þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Getty/Digital Vision Bann við einnota umbúðum á skyndibitastöðum tekur brátt gildi í Frakklandi. Skyndibitastöðum mun ekki vera heimilt að framreiða mat í einnota umbúðum fyrir viðskiptavini sem ætla sér að borða á staðnum í stað þess að taka matinn með sér heim. Breytingar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni í Frakklandi en einnota plast hefur þegar verið bannað þar í landi. Sú breyting er þó sögð hafa haft í för með sér að boðið hafi verið upp á einnota umbúðir úr öðrum efnum sem búi samt sem áður til mikið magn af sorpi. Áætlað er að skyndibitastaðirnir sem starfandi séu í Frakklandi búi til 180 þúsund tonn af sorpi á ári hverju. Staðirnir framreiða árlega um sex milljarða máltíða. Franskir umhverfissinnar segja breytinguna algjöra byltingu og halda því jafnframt fram að 55 prósent af því sorpi sem komi frá skyndibitastöðum komi til vegna viðskiptavina sem borði inni á stöðunum. Þessu greinir Guardian frá. Nýju reglurnar hafa það í för með sér að inni á öllum matsölustöðum sem geta tekið á móti meira en tuttugu viðskiptavinum í sæti verður að bjóða þeim sem hyggjast setjast til borðs á staðnum upp á endurnýtanlegan borðbúnað. Breytingin mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Lagabreytingin sjálf var samþykkt árið 2020 en yfirvöld gáfu matsölustöðunum þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Samtök umhverfisaðgerðarsinna hafa þó áhyggjur af því að fyrirtæki framfylgi ekki lögunum eða muni færa sig yfir í að framreiða máltíðir á margnota plasti sem sé slæmt fyrir umhverfið. Aðgerðarsinnar hafa hvatt neytendur til þess að vera vakandi þegar breytingarnar taka gildi og fylgjast með því hvort matsölustaðir fari eftir reglunum. Frakkland Umhverfismál Matur Tengdar fréttir Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Breytingar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni í Frakklandi en einnota plast hefur þegar verið bannað þar í landi. Sú breyting er þó sögð hafa haft í för með sér að boðið hafi verið upp á einnota umbúðir úr öðrum efnum sem búi samt sem áður til mikið magn af sorpi. Áætlað er að skyndibitastaðirnir sem starfandi séu í Frakklandi búi til 180 þúsund tonn af sorpi á ári hverju. Staðirnir framreiða árlega um sex milljarða máltíða. Franskir umhverfissinnar segja breytinguna algjöra byltingu og halda því jafnframt fram að 55 prósent af því sorpi sem komi frá skyndibitastöðum komi til vegna viðskiptavina sem borði inni á stöðunum. Þessu greinir Guardian frá. Nýju reglurnar hafa það í för með sér að inni á öllum matsölustöðum sem geta tekið á móti meira en tuttugu viðskiptavinum í sæti verður að bjóða þeim sem hyggjast setjast til borðs á staðnum upp á endurnýtanlegan borðbúnað. Breytingin mun taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Lagabreytingin sjálf var samþykkt árið 2020 en yfirvöld gáfu matsölustöðunum þrjú ár til þess að undirbúa breytinguna. Samtök umhverfisaðgerðarsinna hafa þó áhyggjur af því að fyrirtæki framfylgi ekki lögunum eða muni færa sig yfir í að framreiða máltíðir á margnota plasti sem sé slæmt fyrir umhverfið. Aðgerðarsinnar hafa hvatt neytendur til þess að vera vakandi þegar breytingarnar taka gildi og fylgjast með því hvort matsölustaðir fari eftir reglunum.
Frakkland Umhverfismál Matur Tengdar fréttir Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Frakkar banna borðbúnað úr plasti Frönsk fyrirtæki hafa frest til 2020 til að aðlaga sig að banninu. 17. september 2016 21:04