„Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 17:12 Skíðaþyrstir fengu loksins að renna sér í Bláfjöllum í dag. Skjáskot Skíðasvæði Bláfjalla hefur loksins verið opnað aftur en fjölmargir hafa lagt leið sína þangað á fyrstu klukkutímunum að sögn rekstarstjóra Bláfjalla. Sökum snjóleysis var þó aðeins hægt að opna nýjustu lyftuna og barnalyftur og grínast rekstrarstjórinn með að Reykjavík hafi stolið snjónum. Einar Bjarnason, rekstrarstjóra Bláfjalla, segir mætinguna hafa verið góða frá því að þau opnuðu klukkan 14 en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að prófa nýjustu stólalyftuna, Drottninguna. „Stemningin er eiginlega bara frábær. Það er mjög vel mætt miðað við hvað við erum með lítið opið en nýja lyftan togar náttúrulega til sín og það er alveg geggjað færi. Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum, tólf stiga frost og logn. Þetta er bara algjörlega geggjað,“ segir Einar léttur í bragði. Nokkrum klukkutímum eftir opnun var líf og fjör í fjallinu.Aðsend Vegna snjóleysis tókst aðeins að opna Drottninguna og barnalyftur í dag. Það slær þó ekki á gleðina hjá skíðafólkinu. „Það eru allir rosa kátir en við erum frekar pirraðir út í Reykjavík og Suðurnesin að taka snjóinn frá okkur, hann fauk frá okkur þarna í bæinn og við erum ekki alveg sáttir, mér finnst að þið eigið að skila þessu til okkar,“ segir Einar og hlær. Gestir fengu að prufukeyra nýjustu lyftuna. „Það væri geggjað ef við fengjum meiri snjó og við erum að vona að þessi spá gangi eftir á laugardaginn, þá er spáð snjókomu og þá ætlum við bara að vona að þetta fyllist allt og allt verði komið í „full swing“ á nýju ári,“ segir hann enn fremur. Opið verður á skíðasvæðinu frá 14 til 22 á virkum dögum en á gamlársdag verður lokað. Skíðasvæðið opnar svo aftur, vonandi með meiri snjó, á nýársdag. „Þetta er allt að gerast, hægt og rólega. Við erum alla vega komnir í gang og þá eru allir glaðir,“ segir Einar. Skíðasvæði Reykjavík Veður Tengdar fréttir Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44 Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Einar Bjarnason, rekstrarstjóra Bláfjalla, segir mætinguna hafa verið góða frá því að þau opnuðu klukkan 14 en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að prófa nýjustu stólalyftuna, Drottninguna. „Stemningin er eiginlega bara frábær. Það er mjög vel mætt miðað við hvað við erum með lítið opið en nýja lyftan togar náttúrulega til sín og það er alveg geggjað færi. Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum, tólf stiga frost og logn. Þetta er bara algjörlega geggjað,“ segir Einar léttur í bragði. Nokkrum klukkutímum eftir opnun var líf og fjör í fjallinu.Aðsend Vegna snjóleysis tókst aðeins að opna Drottninguna og barnalyftur í dag. Það slær þó ekki á gleðina hjá skíðafólkinu. „Það eru allir rosa kátir en við erum frekar pirraðir út í Reykjavík og Suðurnesin að taka snjóinn frá okkur, hann fauk frá okkur þarna í bæinn og við erum ekki alveg sáttir, mér finnst að þið eigið að skila þessu til okkar,“ segir Einar og hlær. Gestir fengu að prufukeyra nýjustu lyftuna. „Það væri geggjað ef við fengjum meiri snjó og við erum að vona að þessi spá gangi eftir á laugardaginn, þá er spáð snjókomu og þá ætlum við bara að vona að þetta fyllist allt og allt verði komið í „full swing“ á nýju ári,“ segir hann enn fremur. Opið verður á skíðasvæðinu frá 14 til 22 á virkum dögum en á gamlársdag verður lokað. Skíðasvæðið opnar svo aftur, vonandi með meiri snjó, á nýársdag. „Þetta er allt að gerast, hægt og rólega. Við erum alla vega komnir í gang og þá eru allir glaðir,“ segir Einar.
Skíðasvæði Reykjavík Veður Tengdar fréttir Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44 Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44
Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30
Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42