„Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 17:12 Skíðaþyrstir fengu loksins að renna sér í Bláfjöllum í dag. Skjáskot Skíðasvæði Bláfjalla hefur loksins verið opnað aftur en fjölmargir hafa lagt leið sína þangað á fyrstu klukkutímunum að sögn rekstarstjóra Bláfjalla. Sökum snjóleysis var þó aðeins hægt að opna nýjustu lyftuna og barnalyftur og grínast rekstrarstjórinn með að Reykjavík hafi stolið snjónum. Einar Bjarnason, rekstrarstjóra Bláfjalla, segir mætinguna hafa verið góða frá því að þau opnuðu klukkan 14 en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að prófa nýjustu stólalyftuna, Drottninguna. „Stemningin er eiginlega bara frábær. Það er mjög vel mætt miðað við hvað við erum með lítið opið en nýja lyftan togar náttúrulega til sín og það er alveg geggjað færi. Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum, tólf stiga frost og logn. Þetta er bara algjörlega geggjað,“ segir Einar léttur í bragði. Nokkrum klukkutímum eftir opnun var líf og fjör í fjallinu.Aðsend Vegna snjóleysis tókst aðeins að opna Drottninguna og barnalyftur í dag. Það slær þó ekki á gleðina hjá skíðafólkinu. „Það eru allir rosa kátir en við erum frekar pirraðir út í Reykjavík og Suðurnesin að taka snjóinn frá okkur, hann fauk frá okkur þarna í bæinn og við erum ekki alveg sáttir, mér finnst að þið eigið að skila þessu til okkar,“ segir Einar og hlær. Gestir fengu að prufukeyra nýjustu lyftuna. „Það væri geggjað ef við fengjum meiri snjó og við erum að vona að þessi spá gangi eftir á laugardaginn, þá er spáð snjókomu og þá ætlum við bara að vona að þetta fyllist allt og allt verði komið í „full swing“ á nýju ári,“ segir hann enn fremur. Opið verður á skíðasvæðinu frá 14 til 22 á virkum dögum en á gamlársdag verður lokað. Skíðasvæðið opnar svo aftur, vonandi með meiri snjó, á nýársdag. „Þetta er allt að gerast, hægt og rólega. Við erum alla vega komnir í gang og þá eru allir glaðir,“ segir Einar. Skíðasvæði Reykjavík Veður Tengdar fréttir Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44 Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Einar Bjarnason, rekstrarstjóra Bláfjalla, segir mætinguna hafa verið góða frá því að þau opnuðu klukkan 14 en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að prófa nýjustu stólalyftuna, Drottninguna. „Stemningin er eiginlega bara frábær. Það er mjög vel mætt miðað við hvað við erum með lítið opið en nýja lyftan togar náttúrulega til sín og það er alveg geggjað færi. Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum, tólf stiga frost og logn. Þetta er bara algjörlega geggjað,“ segir Einar léttur í bragði. Nokkrum klukkutímum eftir opnun var líf og fjör í fjallinu.Aðsend Vegna snjóleysis tókst aðeins að opna Drottninguna og barnalyftur í dag. Það slær þó ekki á gleðina hjá skíðafólkinu. „Það eru allir rosa kátir en við erum frekar pirraðir út í Reykjavík og Suðurnesin að taka snjóinn frá okkur, hann fauk frá okkur þarna í bæinn og við erum ekki alveg sáttir, mér finnst að þið eigið að skila þessu til okkar,“ segir Einar og hlær. Gestir fengu að prufukeyra nýjustu lyftuna. „Það væri geggjað ef við fengjum meiri snjó og við erum að vona að þessi spá gangi eftir á laugardaginn, þá er spáð snjókomu og þá ætlum við bara að vona að þetta fyllist allt og allt verði komið í „full swing“ á nýju ári,“ segir hann enn fremur. Opið verður á skíðasvæðinu frá 14 til 22 á virkum dögum en á gamlársdag verður lokað. Skíðasvæðið opnar svo aftur, vonandi með meiri snjó, á nýársdag. „Þetta er allt að gerast, hægt og rólega. Við erum alla vega komnir í gang og þá eru allir glaðir,“ segir Einar.
Skíðasvæði Reykjavík Veður Tengdar fréttir Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44 Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44
Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30
Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42