Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Einungis ófullnægjandi gögn hafa borist ríkislögreglustjóra frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu í máli Hrafnhildar Lilju, sem myrt var fyrir fjórtán árum. Þetta segir yfirlögregluþjónn, sem ætlar ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafa borist. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Neyðarástand skapaðist þegar Reyðarfjörður og nágrenni var án hita og rafmagns í fimm klukkustundir í dag, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Rariks. Bæjarfulltrúi segir íbúum hafa brugðið enda mikið frost á svæðinu. Vísbendingar eru um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Við fjöllum ítarlega um þennan óvenjulega dag á Reyðarfirði og sýnum frá daglegu amstri íbúa í myrkrinu.

Við tökum einnig stöðuna á stríðinu í Úkraínu. Loftárásir sem Rússar gerðu á úkraínskar borgir í dag voru einar þær umfangsmestu frá upphafi stríðsins. Íbúar í Kænugarði leituðu skjóls á neðanjarðarlestarstöðvum, sem margar hafa orðið að hálfgerðum sprengjubyrgjum í innrásinni.

Þá verðum við í beinni frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum, sem opnað í dag í fyrsta sinn í vetur, og tökum snúning á áramótunum sem nálgast óðfluga. Brennur verða haldnar í fyrsta sinn í tvö ár – og íþróttafélag í borginni hefur gripið til óhefðbundinnar fjáröflunarleiðar þessi áramótin. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×