Eftirminnileg augnablik í íþróttaheiminum á árinu 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. desember 2022 09:00 Enska kvennalandsliðssið varð Evrópumeistari í fótbolta í júlí eftir dramatískan sigur á Þýskalandi í úrslitaleik á Wembley. Chloe Kelly skoraði sigurmarkið og fagnaði því með því að fara úr keppnistreyjunni. Fyrsti titil enska landsliðsins í fótbolta frá því að karlarnir unnu á Wembley á HM 1966. Getty/Julian Finney Íþróttaljósmyndarar heimsins fylgdust vel með keppnum ársins og náðu mörgum eftirminnilegum stundum á mynd. Íþróttaárið 2022 bauð auðvitað upp á bæði stóra sigra og sár töp þar sem gamlar og nýjar hetjur slógu í gegn og fengu að upplifa drauma sína. Íþróttaársins 2022 verður þó líklega alltaf minnst sem ársins þar sem Lionel Messi komst loksins á toppinn fjallsins og ársins sem við misstum Pele aðeins nokkrum vikum síðar. Messi varð heimsmeistari í fótbolta í jólamánuðinum og gerði gott betur því hann átti frábært heimsmeistaramót sem fór fram í Katar og heppnaðist afar vel þrátt fyrir mikla óánægju með staðsetningu og tímasetninguna á miðju tímabili. Þetta var líka ár þar sem Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í Peking í Kína og Evrópumeistaramót kvenna var haldið í Englandi þar sem fótboltinn fékk loksins að fara heim. Það voru auðvitað ensku stelpurnar sem kláruðu það enda flestir Englendingar búnir að fá nóg að bíða eftir körlunum. Það er líka að nægu að taka þegar kemur að öðrum íþróttum enda unnust mörg flott og söguleg íþróttaafrek á þessu viðburðaríka ári. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar valdar myndir af erlendum íþróttavettvangi frá ljósmyndurum Getty myndabankans. Lionel Messi varð loksins heimsmeistari en hann setti líka fullt af metum og var líka besti leikmaður HM í Katar þar Argentína vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil í fótbolta frá árinu 1986. Messi var borinn um völlin í leikslok enda búinn að kóróna besta feril fótboltasögunnar.Getty/Gustavo Pagano Max Verstappen varð heimsmeistari í formúlu eitt annað árið í röð en að þessu sinni vann hann með miklum yfirburðum. Hér fær hann koss frá kærustu sinni Kelly Piquet eftir keppnina í Abú Dabí.Getty/Mark Thompson Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París í maí. Luka Modric sést hér með bikarinn en Króatinn var að vinna hann í fimmta sinn með Real Madrid liðinu.Getty/David Ramos Hin fimmtán ára gamla rússneska skautadrottning Kamila Valieva var mikið í fréttunum á Vetrarólympíuleikunum, fyrst fyrir að vera algjört undrabarn á svellinu og svo enn frekar eftir að kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi. Hún keppti á endanum með augu heimsins á sér en þoldi ekki pressuna og komst ekki á pall.Getty/Catherine Ivill/ Bandaríska listsundkonan Anita Alvarez komst í fréttirnar eftir að hún féll í yfirlið í miðri keppni og sökk til botns. Þjálfari hennar, Andrea Fuentes, var fljót að hugsa, stakk sér ofan í laugina fullklædd og bjargaði Alvarez. Hún var í kjölfarið flutt burt á börum. Fuentes greindi seinna frá því að líðan Alvarez væri góð.Getty/Dean Mouhtaropoulos Norðmaðurinn Erling Braut Haaland var keyptur til Manchester City og mætti í ensku úrvalsdeildina með látum. Í lok desember var tímabilið ekki einu sinni hálfnað en hann búinn að skora 26 mörk í 20 leikjum í öllum keppnum þar af tuttugu mörk í fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni.Getty/James Gill Serena Williams, besta tenniskona allra tíma, setti punktinn á bak við magnaðan feril sinn á árinu. Hennar síðasta keppni var opna bandaríska meistaramótið og síðasti leikurinn á móti Öjlu Tomljanovic . Serena vann 23 risatitla á ferlinum og eyddi alls 319 vikum í efsta sæti heimslistans í tennis.Getty/Elsa Norski skíðaskotfimimaðurinn Johannes Thingnes Bö varð sigursælasti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar sem hann vann fern gullverðlaun og eitt brons.Getty/Clive Rose Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors urðu NBA-meistarar ári eftir að hafa verið slakasta liðið í deildinni eftir að hafa misst Curry og Klay Thompson í meiðsli. Curry varð meistari í fjórða sinn en í fyrsta sinn var hann valinn besti leikmaður lokaúrslitanna.Getty Marte Olsbu Roeiseland vann fimm verðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking og varð aðeins önnur í sögunni, og fyrsta konan, í sinni íþrótt til að vinna til verðlauna í fjórum einstaklingsgreinum á sömu leikum. Vegna kórónuveirufaraldursins þurfti íþróttafólkið sjálft að setja verðlaunum um hálsinn á sér.Getty/Al Bello Ensku landsliðskonurnar Lucy Bronze og Mary Earps dansa hér upp á borðum eftir að hafa truflað blaðamannafund landsliðsþjálfarans Sarinu Wiegman eftir sigur enska landsliðskns í úrslitaleik EM í fótbolta.Getty/Sarah Stier Pep Guardiola gerði Manchester City að Englandsmeisturum í fjórða sinn á fimm tímabilum og vann alls sinn tíunda landsmeistaratitil sem þjálfari. Hér fagnar hann með miðverðinum John Stones.Getty/Michael Regan Eitt svakalegasta óhapp formúlu eitt tímabilsins var þegar bíll kínverjans Zhou Guanyu rann á hvolfi út úr brautinni í breska kappakstrinum. Zhou slapp ómeiddur og sagði seinna að öryggishringurinn fyrir ofan hann hafi bjargað lífi sínu.Getty/Mark Thompson Argentínsku heimsmeistararnir Lionel Messi og Ángel Di María með bikarinn sem Argentína vann í fyrsta sinn frá 1986. Báðir skoruðu í úrslitaleiknum og hér bendir Di María á botn bikarsins þar sem má finna lista yfir fyrri heimsmeistara þar á meðal Argentínu 1978 og 1986.Getty/Gustavo Pagano Spænska knattspyrnukonan Alexia Putellas varð fyrir því óláni að slíta krossband rétt fyrir Evrópumótið en hún vann samt Gullboltann annað árið í röð þrátt fyrir að spila ekki fótboltaleik eftir maí.Getty/Pedro Salado Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard Rasmussen varð þjóðhetja í Danmörku eftir að hafa unnið 109. Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France.Getty/Michael Steele Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler vann Mastersmótið í golfi í fyrsta sinn. Hann fékk því að fara í græna jakkann. Hann var efstur á heimslistanum frá mars fram í október og varð einnig í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Jamie Squire Andreas Palicka var frábær í marki Svía sem urðu Evrópumeistarar i handbolta efitr sigur á Spáni í úrslitaleiknum í Búdapest í Ungverjalandi.Getty/Nikola Krstic Tröllið Aaron Donald var búinn að eiga frábæran feril í NFL-deildinni en það vantaði bara þann stóra. Hann kom í hús þegar Los Angeles Rams vann Cincinnati Bengals í Super Bowl leiknum í febrúar.Getty/Andy Lyons Þórir Hergeirsson gerði norska kvennalandsliðið að Evrópmeisturum í nóvember en þetta var níunda gullið með liðið vinnur undir hans stjórn. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar.Getty/Igor Soban Annáll 2022 Fréttir ársins 2022 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Íþróttaárið 2022 bauð auðvitað upp á bæði stóra sigra og sár töp þar sem gamlar og nýjar hetjur slógu í gegn og fengu að upplifa drauma sína. Íþróttaársins 2022 verður þó líklega alltaf minnst sem ársins þar sem Lionel Messi komst loksins á toppinn fjallsins og ársins sem við misstum Pele aðeins nokkrum vikum síðar. Messi varð heimsmeistari í fótbolta í jólamánuðinum og gerði gott betur því hann átti frábært heimsmeistaramót sem fór fram í Katar og heppnaðist afar vel þrátt fyrir mikla óánægju með staðsetningu og tímasetninguna á miðju tímabili. Þetta var líka ár þar sem Vetrarólympíuleikarnir fóru fram í Peking í Kína og Evrópumeistaramót kvenna var haldið í Englandi þar sem fótboltinn fékk loksins að fara heim. Það voru auðvitað ensku stelpurnar sem kláruðu það enda flestir Englendingar búnir að fá nóg að bíða eftir körlunum. Það er líka að nægu að taka þegar kemur að öðrum íþróttum enda unnust mörg flott og söguleg íþróttaafrek á þessu viðburðaríka ári. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar valdar myndir af erlendum íþróttavettvangi frá ljósmyndurum Getty myndabankans. Lionel Messi varð loksins heimsmeistari en hann setti líka fullt af metum og var líka besti leikmaður HM í Katar þar Argentína vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil í fótbolta frá árinu 1986. Messi var borinn um völlin í leikslok enda búinn að kóróna besta feril fótboltasögunnar.Getty/Gustavo Pagano Max Verstappen varð heimsmeistari í formúlu eitt annað árið í röð en að þessu sinni vann hann með miklum yfirburðum. Hér fær hann koss frá kærustu sinni Kelly Piquet eftir keppnina í Abú Dabí.Getty/Mark Thompson Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París í maí. Luka Modric sést hér með bikarinn en Króatinn var að vinna hann í fimmta sinn með Real Madrid liðinu.Getty/David Ramos Hin fimmtán ára gamla rússneska skautadrottning Kamila Valieva var mikið í fréttunum á Vetrarólympíuleikunum, fyrst fyrir að vera algjört undrabarn á svellinu og svo enn frekar eftir að kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi. Hún keppti á endanum með augu heimsins á sér en þoldi ekki pressuna og komst ekki á pall.Getty/Catherine Ivill/ Bandaríska listsundkonan Anita Alvarez komst í fréttirnar eftir að hún féll í yfirlið í miðri keppni og sökk til botns. Þjálfari hennar, Andrea Fuentes, var fljót að hugsa, stakk sér ofan í laugina fullklædd og bjargaði Alvarez. Hún var í kjölfarið flutt burt á börum. Fuentes greindi seinna frá því að líðan Alvarez væri góð.Getty/Dean Mouhtaropoulos Norðmaðurinn Erling Braut Haaland var keyptur til Manchester City og mætti í ensku úrvalsdeildina með látum. Í lok desember var tímabilið ekki einu sinni hálfnað en hann búinn að skora 26 mörk í 20 leikjum í öllum keppnum þar af tuttugu mörk í fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni.Getty/James Gill Serena Williams, besta tenniskona allra tíma, setti punktinn á bak við magnaðan feril sinn á árinu. Hennar síðasta keppni var opna bandaríska meistaramótið og síðasti leikurinn á móti Öjlu Tomljanovic . Serena vann 23 risatitla á ferlinum og eyddi alls 319 vikum í efsta sæti heimslistans í tennis.Getty/Elsa Norski skíðaskotfimimaðurinn Johannes Thingnes Bö varð sigursælasti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar sem hann vann fern gullverðlaun og eitt brons.Getty/Clive Rose Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors urðu NBA-meistarar ári eftir að hafa verið slakasta liðið í deildinni eftir að hafa misst Curry og Klay Thompson í meiðsli. Curry varð meistari í fjórða sinn en í fyrsta sinn var hann valinn besti leikmaður lokaúrslitanna.Getty Marte Olsbu Roeiseland vann fimm verðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking og varð aðeins önnur í sögunni, og fyrsta konan, í sinni íþrótt til að vinna til verðlauna í fjórum einstaklingsgreinum á sömu leikum. Vegna kórónuveirufaraldursins þurfti íþróttafólkið sjálft að setja verðlaunum um hálsinn á sér.Getty/Al Bello Ensku landsliðskonurnar Lucy Bronze og Mary Earps dansa hér upp á borðum eftir að hafa truflað blaðamannafund landsliðsþjálfarans Sarinu Wiegman eftir sigur enska landsliðskns í úrslitaleik EM í fótbolta.Getty/Sarah Stier Pep Guardiola gerði Manchester City að Englandsmeisturum í fjórða sinn á fimm tímabilum og vann alls sinn tíunda landsmeistaratitil sem þjálfari. Hér fagnar hann með miðverðinum John Stones.Getty/Michael Regan Eitt svakalegasta óhapp formúlu eitt tímabilsins var þegar bíll kínverjans Zhou Guanyu rann á hvolfi út úr brautinni í breska kappakstrinum. Zhou slapp ómeiddur og sagði seinna að öryggishringurinn fyrir ofan hann hafi bjargað lífi sínu.Getty/Mark Thompson Argentínsku heimsmeistararnir Lionel Messi og Ángel Di María með bikarinn sem Argentína vann í fyrsta sinn frá 1986. Báðir skoruðu í úrslitaleiknum og hér bendir Di María á botn bikarsins þar sem má finna lista yfir fyrri heimsmeistara þar á meðal Argentínu 1978 og 1986.Getty/Gustavo Pagano Spænska knattspyrnukonan Alexia Putellas varð fyrir því óláni að slíta krossband rétt fyrir Evrópumótið en hún vann samt Gullboltann annað árið í röð þrátt fyrir að spila ekki fótboltaleik eftir maí.Getty/Pedro Salado Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard Rasmussen varð þjóðhetja í Danmörku eftir að hafa unnið 109. Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France.Getty/Michael Steele Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler vann Mastersmótið í golfi í fyrsta sinn. Hann fékk því að fara í græna jakkann. Hann var efstur á heimslistanum frá mars fram í október og varð einnig í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Jamie Squire Andreas Palicka var frábær í marki Svía sem urðu Evrópumeistarar i handbolta efitr sigur á Spáni í úrslitaleiknum í Búdapest í Ungverjalandi.Getty/Nikola Krstic Tröllið Aaron Donald var búinn að eiga frábæran feril í NFL-deildinni en það vantaði bara þann stóra. Hann kom í hús þegar Los Angeles Rams vann Cincinnati Bengals í Super Bowl leiknum í febrúar.Getty/Andy Lyons Þórir Hergeirsson gerði norska kvennalandsliðið að Evrópmeisturum í nóvember en þetta var níunda gullið með liðið vinnur undir hans stjórn. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar.Getty/Igor Soban
Annáll 2022 Fréttir ársins 2022 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira