Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2022 16:26 Íris og Lucas ásamt drengjunum sínum Indigo og Sky. Vísir/Vilhelm Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. „Þetta eru svakaleg tímamót. Virkilega. Eftir tíu ár erum við að loka dyrum. Það er síðasti dagurinn og við grátum með kúnnunum okkar í dag,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir. Þau hjónin Lucas Keller settu staðinn á sölu í haust og réttur aðili fannst korter í jól. „Við erum spennt að hleypa nýjum aðila að.“ Staðurinn hefur verið afar vinsæll undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Íris segir þau hafa pælt lengi í því hvort þau vildi að annar aðili héldi áfram rekstri CooCoo's nest. „En við ákváðum að líklega væri best að loka staðnum með okkur. Þetta eru fastakúnnar og kærir vinir okkar sem ætla að taka við og kynna nýtt og spennandi dæmi eftir áramót.“ Þau hjónin ætli að sýna verkefninu mikinn stuðning og eru sannfærð um að staðurinn, þó hann verði allt annars eðlis, sé kominn í góðar hendur. Íris segir nánast hafa verið standandi kveðjupartý síðan staðurinn var settur á sölu í haust. Og fram undan hjá þeim? „Ég hef grínast með að ætla í fæðingarorlof, þótt ég sé ekki ólétt. Ég fór ekki í orlof á sínum tíma. Svona rekstri fylgir mikil viðvera,“ segir Íris en þau Lucas eiga tvö börn. Vesturbæingar hafa notið þess að skella sér á CooCoo's nest. Staðurinn hefur sömuleiðis verið vel sóttur af ferðamönnum.Vísir/Vilhelm Draumurinn sé að opna listasetur þar sem sameinast upplifun, tónlist og matur. „Okkur þykir vænt um samfélagið sem hefur skapast í kringum okkur. Okkur langar að finna leið til að halda því á lífi.“ Þá vilji þau sem listamenn finna tíma til að sinna listinni betur. „Dyrnar eru opnar. Ég trúi því að stundum sé gott að þvinga breytingar. Það getur boðað spennandi tíma.“ Veitingastaðir Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Þetta eru svakaleg tímamót. Virkilega. Eftir tíu ár erum við að loka dyrum. Það er síðasti dagurinn og við grátum með kúnnunum okkar í dag,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir. Þau hjónin Lucas Keller settu staðinn á sölu í haust og réttur aðili fannst korter í jól. „Við erum spennt að hleypa nýjum aðila að.“ Staðurinn hefur verið afar vinsæll undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Íris segir þau hafa pælt lengi í því hvort þau vildi að annar aðili héldi áfram rekstri CooCoo's nest. „En við ákváðum að líklega væri best að loka staðnum með okkur. Þetta eru fastakúnnar og kærir vinir okkar sem ætla að taka við og kynna nýtt og spennandi dæmi eftir áramót.“ Þau hjónin ætli að sýna verkefninu mikinn stuðning og eru sannfærð um að staðurinn, þó hann verði allt annars eðlis, sé kominn í góðar hendur. Íris segir nánast hafa verið standandi kveðjupartý síðan staðurinn var settur á sölu í haust. Og fram undan hjá þeim? „Ég hef grínast með að ætla í fæðingarorlof, þótt ég sé ekki ólétt. Ég fór ekki í orlof á sínum tíma. Svona rekstri fylgir mikil viðvera,“ segir Íris en þau Lucas eiga tvö börn. Vesturbæingar hafa notið þess að skella sér á CooCoo's nest. Staðurinn hefur sömuleiðis verið vel sóttur af ferðamönnum.Vísir/Vilhelm Draumurinn sé að opna listasetur þar sem sameinast upplifun, tónlist og matur. „Okkur þykir vænt um samfélagið sem hefur skapast í kringum okkur. Okkur langar að finna leið til að halda því á lífi.“ Þá vilji þau sem listamenn finna tíma til að sinna listinni betur. „Dyrnar eru opnar. Ég trúi því að stundum sé gott að þvinga breytingar. Það getur boðað spennandi tíma.“
Veitingastaðir Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent