Rætt var um málefni flóttamanna þegar Inga Sæland bað um orðið.
„Við skulum ekki gleyma því að við erum með löggjöf í landinu, um nákvæmlega málaflokkinn. Og það er hreinlega með ólíkindum að við séum tilbúin að ganga á þessa löggjöf af því það verður einhvers staðar hávaði þarna úti.“
Hún segir að ríkisstjórnin verði að átta sig á því að þúsundir Íslendinga búi í sárri neyð.
„Mér finnst algjörlega galið að ætla að halda því fram að við getum opnað hér faðminn og sagt komið allir til okkar, af því hér er nóg af öllu. Og ef þú segir eitthvað annað þá er sagt: Ætlar þú að fara að bera saman þetta og hitt? Voga þú þér ekki að gera það þarna rasistinn þinn,“ sagði Inga Sæland.
„Ég var búin að berjast fyrir því eins og brjálæðingur að reyna að ná fram 126 miljónum fyrir eldri borgara sem eiga ekki í sig og á og eru að lepja dauðann úr skel. Það vafðist ekki fyrir ríkisstjórninni að segja nei, þrisvar sinnum.“
