Sinna fræðslu um skaðsemi flugelda óháð hvað björgunarsveitir selja Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 2. janúar 2023 13:07 Loftgæðin minnka hratt á gamlárskvöld þegar flugeldarnir springa hver á fætur öðrum yfir landinu. Vísir/Egill Forstjóri Umhverfisstofnunar segir stofnunina eiga að sinna fræðsluhlutverki varðandi loftgæði vegna flugelda. Formaður Landsbjargar segir herferð stofnunarinnar nú fyrir áramót hafa komið aftan að björgunarsveitunum og niður á flugeldasölu. Það hefur verið hefð fyrir því á íslandi að almenningur kveðji gamla árið á nýársnótt með flugeldasýningu sem inniheldur tilheyrandi sprengingar og björt ljós. Sá böggull fylgir skammrifi að flugeldarnir fallegu menga andrúmsloftið og hafa mikil áhrif á loftgæði. Umhverfisstofnun ákvað því í aðdraganda áramótanna að hvetja fólk til þess að sleppa flugeldunum og fagna nýju ári á umhverfisvænni hátt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að útspil umhverfisstofnunar hafa komið sér á óvart. „Þetta svolítið kom aftan að okkur að þeir skyldu fara í þessa herferð svona á þessum tímapunkti allavega,“ segir Orri Rafn. En fundu björgunarsveitarmenn fyrir minni sölu? „Auðvitað svona herferð sem er beint gegn sölunni bara beint. Auðvitað hefur þetta allt áhrif.“ Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að það sé beinlínis hlutverk stofnunarinnar að sinna fræðslu varðandi flugelda. „Já það er gert ráð fyrir í landsáætlun um loftgæði, hreint loft til framtíðar, að stofnunin sinni fræðsluhlutverki meðal annars varðandi flugelda. Einkum þegar stefnir í það að það sé farið yfir heilsuverndarmörk.“ Víða um land má sjá eftirköst flugeldaveislunnar á gamlárskvöld. Rusl sem bíður þess að verða sótt.Vísir/SigurjónÓ Það sé mikilvægt að fylgjast með loftgæðum. Ákveðnir hópar verði að geta treyst á það. „En við erum auðvitað bara að hugsa um viðkvæma hópa sem sagt sem eru með einhverja öndunarfærasjúkdóma og börn og fleiri. og það gæti verið að það væru svona heldur fleiri í þessum hópi núna samhliða og í kjölfar covid,“ segir Sigrún. Umhverfismál Flugeldar Björgunarsveitir Loftgæði Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Það hefur verið hefð fyrir því á íslandi að almenningur kveðji gamla árið á nýársnótt með flugeldasýningu sem inniheldur tilheyrandi sprengingar og björt ljós. Sá böggull fylgir skammrifi að flugeldarnir fallegu menga andrúmsloftið og hafa mikil áhrif á loftgæði. Umhverfisstofnun ákvað því í aðdraganda áramótanna að hvetja fólk til þess að sleppa flugeldunum og fagna nýju ári á umhverfisvænni hátt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að útspil umhverfisstofnunar hafa komið sér á óvart. „Þetta svolítið kom aftan að okkur að þeir skyldu fara í þessa herferð svona á þessum tímapunkti allavega,“ segir Orri Rafn. En fundu björgunarsveitarmenn fyrir minni sölu? „Auðvitað svona herferð sem er beint gegn sölunni bara beint. Auðvitað hefur þetta allt áhrif.“ Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að það sé beinlínis hlutverk stofnunarinnar að sinna fræðslu varðandi flugelda. „Já það er gert ráð fyrir í landsáætlun um loftgæði, hreint loft til framtíðar, að stofnunin sinni fræðsluhlutverki meðal annars varðandi flugelda. Einkum þegar stefnir í það að það sé farið yfir heilsuverndarmörk.“ Víða um land má sjá eftirköst flugeldaveislunnar á gamlárskvöld. Rusl sem bíður þess að verða sótt.Vísir/SigurjónÓ Það sé mikilvægt að fylgjast með loftgæðum. Ákveðnir hópar verði að geta treyst á það. „En við erum auðvitað bara að hugsa um viðkvæma hópa sem sagt sem eru með einhverja öndunarfærasjúkdóma og börn og fleiri. og það gæti verið að það væru svona heldur fleiri í þessum hópi núna samhliða og í kjölfar covid,“ segir Sigrún.
Umhverfismál Flugeldar Björgunarsveitir Loftgæði Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52