Sinna fræðslu um skaðsemi flugelda óháð hvað björgunarsveitir selja Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 2. janúar 2023 13:07 Loftgæðin minnka hratt á gamlárskvöld þegar flugeldarnir springa hver á fætur öðrum yfir landinu. Vísir/Egill Forstjóri Umhverfisstofnunar segir stofnunina eiga að sinna fræðsluhlutverki varðandi loftgæði vegna flugelda. Formaður Landsbjargar segir herferð stofnunarinnar nú fyrir áramót hafa komið aftan að björgunarsveitunum og niður á flugeldasölu. Það hefur verið hefð fyrir því á íslandi að almenningur kveðji gamla árið á nýársnótt með flugeldasýningu sem inniheldur tilheyrandi sprengingar og björt ljós. Sá böggull fylgir skammrifi að flugeldarnir fallegu menga andrúmsloftið og hafa mikil áhrif á loftgæði. Umhverfisstofnun ákvað því í aðdraganda áramótanna að hvetja fólk til þess að sleppa flugeldunum og fagna nýju ári á umhverfisvænni hátt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að útspil umhverfisstofnunar hafa komið sér á óvart. „Þetta svolítið kom aftan að okkur að þeir skyldu fara í þessa herferð svona á þessum tímapunkti allavega,“ segir Orri Rafn. En fundu björgunarsveitarmenn fyrir minni sölu? „Auðvitað svona herferð sem er beint gegn sölunni bara beint. Auðvitað hefur þetta allt áhrif.“ Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að það sé beinlínis hlutverk stofnunarinnar að sinna fræðslu varðandi flugelda. „Já það er gert ráð fyrir í landsáætlun um loftgæði, hreint loft til framtíðar, að stofnunin sinni fræðsluhlutverki meðal annars varðandi flugelda. Einkum þegar stefnir í það að það sé farið yfir heilsuverndarmörk.“ Víða um land má sjá eftirköst flugeldaveislunnar á gamlárskvöld. Rusl sem bíður þess að verða sótt.Vísir/SigurjónÓ Það sé mikilvægt að fylgjast með loftgæðum. Ákveðnir hópar verði að geta treyst á það. „En við erum auðvitað bara að hugsa um viðkvæma hópa sem sagt sem eru með einhverja öndunarfærasjúkdóma og börn og fleiri. og það gæti verið að það væru svona heldur fleiri í þessum hópi núna samhliða og í kjölfar covid,“ segir Sigrún. Umhverfismál Flugeldar Björgunarsveitir Loftgæði Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Það hefur verið hefð fyrir því á íslandi að almenningur kveðji gamla árið á nýársnótt með flugeldasýningu sem inniheldur tilheyrandi sprengingar og björt ljós. Sá böggull fylgir skammrifi að flugeldarnir fallegu menga andrúmsloftið og hafa mikil áhrif á loftgæði. Umhverfisstofnun ákvað því í aðdraganda áramótanna að hvetja fólk til þess að sleppa flugeldunum og fagna nýju ári á umhverfisvænni hátt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að útspil umhverfisstofnunar hafa komið sér á óvart. „Þetta svolítið kom aftan að okkur að þeir skyldu fara í þessa herferð svona á þessum tímapunkti allavega,“ segir Orri Rafn. En fundu björgunarsveitarmenn fyrir minni sölu? „Auðvitað svona herferð sem er beint gegn sölunni bara beint. Auðvitað hefur þetta allt áhrif.“ Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að það sé beinlínis hlutverk stofnunarinnar að sinna fræðslu varðandi flugelda. „Já það er gert ráð fyrir í landsáætlun um loftgæði, hreint loft til framtíðar, að stofnunin sinni fræðsluhlutverki meðal annars varðandi flugelda. Einkum þegar stefnir í það að það sé farið yfir heilsuverndarmörk.“ Víða um land má sjá eftirköst flugeldaveislunnar á gamlárskvöld. Rusl sem bíður þess að verða sótt.Vísir/SigurjónÓ Það sé mikilvægt að fylgjast með loftgæðum. Ákveðnir hópar verði að geta treyst á það. „En við erum auðvitað bara að hugsa um viðkvæma hópa sem sagt sem eru með einhverja öndunarfærasjúkdóma og börn og fleiri. og það gæti verið að það væru svona heldur fleiri í þessum hópi núna samhliða og í kjölfar covid,“ segir Sigrún.
Umhverfismál Flugeldar Björgunarsveitir Loftgæði Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52