Lukaku segir alla vita hvað hann vill Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. janúar 2023 18:16 Lukaku í leik með Inter Milan. Carlo Hermann/Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir allan heiminn vita hvað hann vill, að Inter Milan kaupi sig til baka frá Chelsea en leikmaðurinn er sem stendur á láni hjá Inter frá Chelsea. Þá telur Lukaku að framherjinn fyrrverandi Thierry Henry sé rétti maðurinn til að stýra belgíska landsliðinu. Hinn 29 ára gamli Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda, tæplega 17 milljarða íslenskra króna, haustið 2021. Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 og taldi sig eiga ókláruð verkefni í Lundúnum. Hann var þó ekki lengi að fá leið og Englandi og vildi komast aftur til Mílanó þar sem hann hafði blómstrað með Inter. Hann fór aftur til Inter á láni í upphafi yfirstandandi tímabils en hefur verið mikið meiddur. Lukaku sneri til baka skömmu áður en HM í Katar hófst en þar gat Belgía lítið sem ekki neitt og féll úr leik í riðlakeppninni. „Allir vita hvað ég vill,“ sagði leikmaðurinn í viðtali nýverið. Everyone knows what I want Romelu Lukaku wants to put his recent troubles behind him and secure a permanent move to Internazionale from Chelsea https://t.co/NuHewEiAJT— Guardian sport (@guardian_sport) January 2, 2023 „Sem stendur verð ég að gera allt sem ég get til að hjálpa Inter að vinna, að því loknu geta þeir talað við Chelsea. Ég er að nálgast þrítugt, sonur minn er í skóla hér og spilar með akademíu Inter. Mér líður vel, Inter hefur metnað til að stækka enn frekar,“ sagði Lukaku en bætti við að hann hygðist spila með uppeldisfélagi sínu Anderlecht áður en skórnir færu á hilluna. Það eru þó nokkur ár í það. „Ég vil vera hér áfram og gera hlutina almennilega. Ég vonast til að spila vel með Inter næstu sex mánuðina og svo geta Inter og Chelsea vonandi komist að samkomulagi.“ „Fyrir mér er Henry næsti þjálfari Belgíu, án alls vafa. Leikmennirnir virða hann, hann hefur unnið allt og kann að þjálfa. Hann vill vinna og ég held að sambandið fari ekki að ná í þjálfara sem þarf að breyta öllu og byrja frá byrjun,“ sagði Lukaku að endingu. Thierry Henry og samlandi hans Kylian Mbappé. Henry er í dag aðstoðarþjálfari Belgíu og hefur verið frá árinu 2021. Hann sinnti sama starfi frá 2016 til 2018.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda, tæplega 17 milljarða íslenskra króna, haustið 2021. Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 og taldi sig eiga ókláruð verkefni í Lundúnum. Hann var þó ekki lengi að fá leið og Englandi og vildi komast aftur til Mílanó þar sem hann hafði blómstrað með Inter. Hann fór aftur til Inter á láni í upphafi yfirstandandi tímabils en hefur verið mikið meiddur. Lukaku sneri til baka skömmu áður en HM í Katar hófst en þar gat Belgía lítið sem ekki neitt og féll úr leik í riðlakeppninni. „Allir vita hvað ég vill,“ sagði leikmaðurinn í viðtali nýverið. Everyone knows what I want Romelu Lukaku wants to put his recent troubles behind him and secure a permanent move to Internazionale from Chelsea https://t.co/NuHewEiAJT— Guardian sport (@guardian_sport) January 2, 2023 „Sem stendur verð ég að gera allt sem ég get til að hjálpa Inter að vinna, að því loknu geta þeir talað við Chelsea. Ég er að nálgast þrítugt, sonur minn er í skóla hér og spilar með akademíu Inter. Mér líður vel, Inter hefur metnað til að stækka enn frekar,“ sagði Lukaku en bætti við að hann hygðist spila með uppeldisfélagi sínu Anderlecht áður en skórnir færu á hilluna. Það eru þó nokkur ár í það. „Ég vil vera hér áfram og gera hlutina almennilega. Ég vonast til að spila vel með Inter næstu sex mánuðina og svo geta Inter og Chelsea vonandi komist að samkomulagi.“ „Fyrir mér er Henry næsti þjálfari Belgíu, án alls vafa. Leikmennirnir virða hann, hann hefur unnið allt og kann að þjálfa. Hann vill vinna og ég held að sambandið fari ekki að ná í þjálfara sem þarf að breyta öllu og byrja frá byrjun,“ sagði Lukaku að endingu. Thierry Henry og samlandi hans Kylian Mbappé. Henry er í dag aðstoðarþjálfari Belgíu og hefur verið frá árinu 2021. Hann sinnti sama starfi frá 2016 til 2018.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira