Þyngri refsing í kynferðisbrotamáli til kasta Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2023 12:00 Hæstiréttur Íslands mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni ríkissaksóknara í máli manns sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Málið snýst um hvort að Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsingu mannsins eftir að mál hans var endurupptekið vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Málið má rekja til þess að í nóvember 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem fyrr segir. Dæmdi Landsréttur manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuður skilorðsbundnir. Tengist Landsréttarmálinu Einn af dómurum í málinu fyrir Landsrétti var Landsréttardómarinn fyrrverandi Jón Finnbjörnsson, einn af þeim dómurum sem tengdist Landsréttarmálinu svokallaða. Var hann einn fjögurra Landsréttardómara sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði og tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Árið 2020 komst yfirdeild Mannréttindardómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið skipað í dómstólinn. Á grundvelli þess máls fór umræddur maður, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrotið, fram á það að mál hans yrði endurupptekið. Endurupptökudómstóll féllst á þá beiðni í upphafi síðasta árs. Var dæmt á ný í málinu í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut maðurinn þyngri dóm en árið 2018, tólf mánaða fangelsi, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir, í stað níu mánaða fangelsis og sex mánuði skilorðsbundna. Í málskotsbeiðni ríkissaksóknara til Hæstaréttar er vísað í ákvæði í lögum um sakamál þar sem fram kemur að þegar mál hafi verið endurupptekið að beiðni dómfellda megi hlutir hans ekki vera lakari en hann hafi verið eftir hinum upphaflega dómi, eins og raunin varð með seinni Landsréttardóminum. Mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar Telur ríkissaksóknari að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsinguna. Umræddur maður studdi málskotsbeiðni ríkissaksóknara og taldi að Hæstiréttur ætti að samþykkja hana með sömu rökum og ríkissaksóknari byggði á. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins virtum sé ástæða til að ætla að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og er vísað í sömu lagagrein og ríkissaksóknari byggði málskotsbeiðnina á. Mun Hæstiréttur því taka málið fyrir. Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómstólar Tengdar fréttir Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Málið má rekja til þess að í nóvember 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem fyrr segir. Dæmdi Landsréttur manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuður skilorðsbundnir. Tengist Landsréttarmálinu Einn af dómurum í málinu fyrir Landsrétti var Landsréttardómarinn fyrrverandi Jón Finnbjörnsson, einn af þeim dómurum sem tengdist Landsréttarmálinu svokallaða. Var hann einn fjögurra Landsréttardómara sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði og tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Árið 2020 komst yfirdeild Mannréttindardómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið skipað í dómstólinn. Á grundvelli þess máls fór umræddur maður, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrotið, fram á það að mál hans yrði endurupptekið. Endurupptökudómstóll féllst á þá beiðni í upphafi síðasta árs. Var dæmt á ný í málinu í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut maðurinn þyngri dóm en árið 2018, tólf mánaða fangelsi, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir, í stað níu mánaða fangelsis og sex mánuði skilorðsbundna. Í málskotsbeiðni ríkissaksóknara til Hæstaréttar er vísað í ákvæði í lögum um sakamál þar sem fram kemur að þegar mál hafi verið endurupptekið að beiðni dómfellda megi hlutir hans ekki vera lakari en hann hafi verið eftir hinum upphaflega dómi, eins og raunin varð með seinni Landsréttardóminum. Mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar Telur ríkissaksóknari að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsinguna. Umræddur maður studdi málskotsbeiðni ríkissaksóknara og taldi að Hæstiréttur ætti að samþykkja hana með sömu rökum og ríkissaksóknari byggði á. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins virtum sé ástæða til að ætla að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og er vísað í sömu lagagrein og ríkissaksóknari byggði málskotsbeiðnina á. Mun Hæstiréttur því taka málið fyrir.
Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómstólar Tengdar fréttir Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46