Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason, Sunna Sæmundsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 17:12 Tveir slökkviliðsmenn klæddir í hlífðarbúnað og með gasgrímur við sendiráðið í dag. Vísir/Vilhelm Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim. Þetta segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Skýrir verkferlar séu hjá ríkislögreglustjóra hvernig bregðast eigi við þegar grunsamlegar sendingar berast sendiráðum. Slíkt gerist reglulega víða um heim. „Þær upplýsingar sem að var aflað á vettvangi og aðrar upplýsingar sem að voru fyrirliggjandi gáfu tilefni til þess að við gátum dregið úr viðbrögðunum nokkuð skjótt,“ segir Runólfur. Hvaða viðbúnaður var settur af stað, hverjir voru sendir á staðinn? „Það er samkvæmt verklaginu. Þá fáum við lögreglu svona ef að þarf að loka og rýma, við fáum sprengjusérfræðinga frá sérsveitinni til þess að nálgast þetta samkvæmt því verklagi sem við viljum að sé viðhaft. Slökkviliðið kemur þarna líka vegna þess að það býr yfir mjög góðum búnaði og við höfum farið yfir þetta verklag og æft þetta, hvernig við tökumst á við þegar lögregla fær svona tilkynningar,“ segir Runólfur. Þegar hann er spurður út í búnaðinn sem viðbragðsaðilar báru á vettvangi eins og gasgrímur segir Runólfur þurfa að gera ráð fyrir og vera viðbúin öllu þegar tilkynningar af þessu tagi berist. Í þetta sinn hafi verið dregið fljótt úr viðbúnaði. Lögregla muni hafa betri upplýsingar um það hvað nákvæmlega hafi verið á ferðinni fljótlega. Málið sé til rannsóknar. Viðtalið má heyra hér að neðan. Að neðan má svo sjá svipmyndir frá vettvangi í dag. Lögreglumál Reykjavík Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Skýrir verkferlar séu hjá ríkislögreglustjóra hvernig bregðast eigi við þegar grunsamlegar sendingar berast sendiráðum. Slíkt gerist reglulega víða um heim. „Þær upplýsingar sem að var aflað á vettvangi og aðrar upplýsingar sem að voru fyrirliggjandi gáfu tilefni til þess að við gátum dregið úr viðbrögðunum nokkuð skjótt,“ segir Runólfur. Hvaða viðbúnaður var settur af stað, hverjir voru sendir á staðinn? „Það er samkvæmt verklaginu. Þá fáum við lögreglu svona ef að þarf að loka og rýma, við fáum sprengjusérfræðinga frá sérsveitinni til þess að nálgast þetta samkvæmt því verklagi sem við viljum að sé viðhaft. Slökkviliðið kemur þarna líka vegna þess að það býr yfir mjög góðum búnaði og við höfum farið yfir þetta verklag og æft þetta, hvernig við tökumst á við þegar lögregla fær svona tilkynningar,“ segir Runólfur. Þegar hann er spurður út í búnaðinn sem viðbragðsaðilar báru á vettvangi eins og gasgrímur segir Runólfur þurfa að gera ráð fyrir og vera viðbúin öllu þegar tilkynningar af þessu tagi berist. Í þetta sinn hafi verið dregið fljótt úr viðbúnaði. Lögregla muni hafa betri upplýsingar um það hvað nákvæmlega hafi verið á ferðinni fljótlega. Málið sé til rannsóknar. Viðtalið má heyra hér að neðan. Að neðan má svo sjá svipmyndir frá vettvangi í dag.
Lögreglumál Reykjavík Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17