Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Jakob Snævar Ólafsson skrifar 4. janúar 2023 23:40 Rúnar Ingi Erlingssson Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. Rúnar Ingi vildi helst ljúka viðtali við blaðamann Vísis sem fyrst svo hann kæmist inn í búningsklefa til að ræða við sína leikmenn. Þegar hann var spurður hvernig viðsnúningurinn í seinni hálfleik og hálfgert hrun í leik hans liðs, eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik, horfði við honum svaraði hann því fyrst til að hans lið hefði sýnt fínan leik í fyrri hálfleik en ekki beinlínis frábæran. „Við héldum Keflavík í skefjum en Keflavík voru líka bara lélegar. En um leið og þær fara í einn tveir einn svæðisvörn og auka læti sem við vitum að þær gera þá förum við bara að taka röð lélegra ákvarðana. Við erum bara að velja vitlausar sendingar aftur og aftur.“ „Þessi svæðisvörn það er mikill hamagangur, þetta er mjög villt. En þú getur leikandi spilað í gegnum hana ef þú ert yfirvegaður. Við tökum þrjú leikhlé til að reyna að sýna leikmönnum þær lausnir sem eru í boði, á hvaða staði við viljum leita.“ Rúnari fannst skorta á kjark, þor, hugrekki og ákvarðanatöku hjá sínum leikmönnum í seinni hálfleik. Hann sagði að mögulegt hefði verið að bregðast við vörn Keflvíkinga með einföldum sendingum, sjá þannig hvernig vörn þeirra hreyfði sig og finna með þeim hætti betur opin skot. Honum fannst sitt lið ekki hafa náð að fylgja þessari leið í síðari hálfleik. Eftir þetta tap er Njarðvík enn í fjórða sæti deildarinnar og nú átta stigum á eftir Val sem er í þriðja sæti. Möguleikarnir til að komast ofar í deildinni virðast því litlir og um leið að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Rúnari finnst það ekkert stórmál þótt honum þætti betra að eiga þessa möguleika en var ekki sammála blaðamanni um að þeir væru fyrir bí. Njarðvíkurliðið ætlaði sér að halda áfram að keppast um að ná því. „Það eru þrettán leikir eftir. En þetta skiptir ekki öllu máli. Þetta eru ekki löng ferðalög í úrslitakeppninni. Við sýndum það í fyrra. Við enduðum í fjórða sæti og urðum Íslandsmeistarar. Það er kannski ekki stærsta atriðið þó okkur líði alveg vel heima.“ „Það er mun stærra atriði að við finnum einhvern karakter þegar á móti blæs. Það er mun stærra atriði að við förum að taka betri ákvarðanir og lærum af mistökunum okkar og höldum haus. Það er bara miklu stærra atriði en einhver heimavöllur, þriðja sæti eða fjórða. Mér er bara eiginlega alveg sama. Við þurfum að vera betri í körfubolta. Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum. Við erum eitt lið. Við þurfum bara öll að vera betri og höldum því áfram.“ Rúnar er mjög sáttur við að næsti leikur Njarðvíkinga sé eftir tvær vikur. „Það er bara frábært. Ég er mjög spenntur og ánægður að það séu tvær vikur. Núna getum við farið að hamast inn í sal og farið að spila vörn á æfingum eins og Keflavík gerði á okkur í kvöld. Þá kannski venjumst við því og mætum tilbúnari í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Rúnar Ingi vildi helst ljúka viðtali við blaðamann Vísis sem fyrst svo hann kæmist inn í búningsklefa til að ræða við sína leikmenn. Þegar hann var spurður hvernig viðsnúningurinn í seinni hálfleik og hálfgert hrun í leik hans liðs, eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik, horfði við honum svaraði hann því fyrst til að hans lið hefði sýnt fínan leik í fyrri hálfleik en ekki beinlínis frábæran. „Við héldum Keflavík í skefjum en Keflavík voru líka bara lélegar. En um leið og þær fara í einn tveir einn svæðisvörn og auka læti sem við vitum að þær gera þá förum við bara að taka röð lélegra ákvarðana. Við erum bara að velja vitlausar sendingar aftur og aftur.“ „Þessi svæðisvörn það er mikill hamagangur, þetta er mjög villt. En þú getur leikandi spilað í gegnum hana ef þú ert yfirvegaður. Við tökum þrjú leikhlé til að reyna að sýna leikmönnum þær lausnir sem eru í boði, á hvaða staði við viljum leita.“ Rúnari fannst skorta á kjark, þor, hugrekki og ákvarðanatöku hjá sínum leikmönnum í seinni hálfleik. Hann sagði að mögulegt hefði verið að bregðast við vörn Keflvíkinga með einföldum sendingum, sjá þannig hvernig vörn þeirra hreyfði sig og finna með þeim hætti betur opin skot. Honum fannst sitt lið ekki hafa náð að fylgja þessari leið í síðari hálfleik. Eftir þetta tap er Njarðvík enn í fjórða sæti deildarinnar og nú átta stigum á eftir Val sem er í þriðja sæti. Möguleikarnir til að komast ofar í deildinni virðast því litlir og um leið að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Rúnari finnst það ekkert stórmál þótt honum þætti betra að eiga þessa möguleika en var ekki sammála blaðamanni um að þeir væru fyrir bí. Njarðvíkurliðið ætlaði sér að halda áfram að keppast um að ná því. „Það eru þrettán leikir eftir. En þetta skiptir ekki öllu máli. Þetta eru ekki löng ferðalög í úrslitakeppninni. Við sýndum það í fyrra. Við enduðum í fjórða sæti og urðum Íslandsmeistarar. Það er kannski ekki stærsta atriðið þó okkur líði alveg vel heima.“ „Það er mun stærra atriði að við finnum einhvern karakter þegar á móti blæs. Það er mun stærra atriði að við förum að taka betri ákvarðanir og lærum af mistökunum okkar og höldum haus. Það er bara miklu stærra atriði en einhver heimavöllur, þriðja sæti eða fjórða. Mér er bara eiginlega alveg sama. Við þurfum að vera betri í körfubolta. Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum. Við erum eitt lið. Við þurfum bara öll að vera betri og höldum því áfram.“ Rúnar er mjög sáttur við að næsti leikur Njarðvíkinga sé eftir tvær vikur. „Það er bara frábært. Ég er mjög spenntur og ánægður að það séu tvær vikur. Núna getum við farið að hamast inn í sal og farið að spila vörn á æfingum eins og Keflavík gerði á okkur í kvöld. Þá kannski venjumst við því og mætum tilbúnari í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira