Sport

Gjörsamlega missti sig yfir níu pílu legg Michael Smith

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Smith kyssir heimsbikarinn eftir sigur sinn Michael van Gerwen sem sést í bakgrunni.
Michael Smith kyssir heimsbikarinn eftir sigur sinn Michael van Gerwen sem sést í bakgrunni. AP/Zac Goodwin

Michael Smith varð heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn á þriðjudagskvöldið eftir frábæran úrslitaleik á móti Michael van Gerwen.

Smith vann settin 7-4 en það var þó einn leggur sem stóð öðrum framar í frábærum leik.

Van Gerwen og Smith voru þá nálægt því að klára legginn með fæstum mögulegum pílum sem eru níu.

Van Gerwen hitti fyrstu átta en klikkaði síðan á þeirri síðustu.

Smith kastaði á eftir og setti allar pílur sínar á réttan stað. Hann vann því legginn með því að kasta níu fullkomnum pílum.

Það var auðvitað einstök stemmning í Alexandra Palace og aldri meiri en í þessum magnaða legg.

Það var líka mikil stemning heima hjá einum miklum stuðningsmanni Michael Smith.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þessar aðdáandi Smith gjörsamlega missti sig heima í stofu eftir að níu fullkomnar pílur í röð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×