Dómarar fá vænan jólabónus Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 13:57 Hæstaréttardómarar að störfum. Þeir fengu 230 þúsund króna persónuuppbót í desember og ættu því ekki að þurfa að lepja dauðann úr skel vegna verðlagshækkana sem hafa verið ærnar að undanförnu. vísir/vilhelm Stjórn dómstólasýslunnar ákvað á fundi sínum sem fram fór 10. nóvember á síðasta ári að persónuuppbót dómara í desember skuli vera 229.500 krónur. Stjórnin ákvarðar um jólabónusinn á hverju ári og er þetta í samræmi við reglur um almenn starfskjör dómara, að því er fram kemur í fundargerð. Þar segir að umræða hafi farið fram um málið. Fundinn sátu þau Sigurður Tómas Magnússon, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Lúðvík Örn Steinarsson og Davíð Þór Björgvinsson. Þessi tala tekur síðan breytingum í samræmi við meðaltalsbreytingu á vísitölu Hagstofu. Þannig fengu ríkisforstjórar 3,2 prósentu hækkun á laun sín um áramótin. Á síðasta ári bárust fréttir af því að Dómarafélag Íslands væri afar ósátt við að kjör félagsmanna rýrnuðu eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Reiknað var með að alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga og var gerð krafa um endurgreiðslu hinna ofgreiddu launa. Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins sagði þá að dómarar myndu að óbreyttu leita réttar síns vegna málsins. Ekkert hefur hins vegar frést frekar af þeim hugsanlega málarekstri þannig að gera má því skóna, að viðbættri þessari ákvörðun um persónuuppbót dómara, að það mál hafi verið til lykta leitt. Kjaramál Rekstur hins opinbera Dómstólar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Stjórnin ákvarðar um jólabónusinn á hverju ári og er þetta í samræmi við reglur um almenn starfskjör dómara, að því er fram kemur í fundargerð. Þar segir að umræða hafi farið fram um málið. Fundinn sátu þau Sigurður Tómas Magnússon, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Lúðvík Örn Steinarsson og Davíð Þór Björgvinsson. Þessi tala tekur síðan breytingum í samræmi við meðaltalsbreytingu á vísitölu Hagstofu. Þannig fengu ríkisforstjórar 3,2 prósentu hækkun á laun sín um áramótin. Á síðasta ári bárust fréttir af því að Dómarafélag Íslands væri afar ósátt við að kjör félagsmanna rýrnuðu eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Reiknað var með að alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga og var gerð krafa um endurgreiðslu hinna ofgreiddu launa. Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins sagði þá að dómarar myndu að óbreyttu leita réttar síns vegna málsins. Ekkert hefur hins vegar frést frekar af þeim hugsanlega málarekstri þannig að gera má því skóna, að viðbættri þessari ákvörðun um persónuuppbót dómara, að það mál hafi verið til lykta leitt.
Kjaramál Rekstur hins opinbera Dómstólar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira