Dómarar fá vænan jólabónus Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 13:57 Hæstaréttardómarar að störfum. Þeir fengu 230 þúsund króna persónuuppbót í desember og ættu því ekki að þurfa að lepja dauðann úr skel vegna verðlagshækkana sem hafa verið ærnar að undanförnu. vísir/vilhelm Stjórn dómstólasýslunnar ákvað á fundi sínum sem fram fór 10. nóvember á síðasta ári að persónuuppbót dómara í desember skuli vera 229.500 krónur. Stjórnin ákvarðar um jólabónusinn á hverju ári og er þetta í samræmi við reglur um almenn starfskjör dómara, að því er fram kemur í fundargerð. Þar segir að umræða hafi farið fram um málið. Fundinn sátu þau Sigurður Tómas Magnússon, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Lúðvík Örn Steinarsson og Davíð Þór Björgvinsson. Þessi tala tekur síðan breytingum í samræmi við meðaltalsbreytingu á vísitölu Hagstofu. Þannig fengu ríkisforstjórar 3,2 prósentu hækkun á laun sín um áramótin. Á síðasta ári bárust fréttir af því að Dómarafélag Íslands væri afar ósátt við að kjör félagsmanna rýrnuðu eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Reiknað var með að alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga og var gerð krafa um endurgreiðslu hinna ofgreiddu launa. Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins sagði þá að dómarar myndu að óbreyttu leita réttar síns vegna málsins. Ekkert hefur hins vegar frést frekar af þeim hugsanlega málarekstri þannig að gera má því skóna, að viðbættri þessari ákvörðun um persónuuppbót dómara, að það mál hafi verið til lykta leitt. Kjaramál Rekstur hins opinbera Dómstólar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Stjórnin ákvarðar um jólabónusinn á hverju ári og er þetta í samræmi við reglur um almenn starfskjör dómara, að því er fram kemur í fundargerð. Þar segir að umræða hafi farið fram um málið. Fundinn sátu þau Sigurður Tómas Magnússon, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Lúðvík Örn Steinarsson og Davíð Þór Björgvinsson. Þessi tala tekur síðan breytingum í samræmi við meðaltalsbreytingu á vísitölu Hagstofu. Þannig fengu ríkisforstjórar 3,2 prósentu hækkun á laun sín um áramótin. Á síðasta ári bárust fréttir af því að Dómarafélag Íslands væri afar ósátt við að kjör félagsmanna rýrnuðu eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Reiknað var með að alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga og var gerð krafa um endurgreiðslu hinna ofgreiddu launa. Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins sagði þá að dómarar myndu að óbreyttu leita réttar síns vegna málsins. Ekkert hefur hins vegar frést frekar af þeim hugsanlega málarekstri þannig að gera má því skóna, að viðbættri þessari ákvörðun um persónuuppbót dómara, að það mál hafi verið til lykta leitt.
Kjaramál Rekstur hins opinbera Dómstólar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira