Þurftu að halda börnum inni vegna mengunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2023 20:31 Jónína Einarsdóttir er leikskólastjóri á Stakkaborg. sigurjón ólason Mengun hefur fjölmörgum sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í dag og hefur mengunarský legið yfir borginni. Loftgæði mældust óholl á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Þar fyrir neðan á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er leikskólinn Stakkaborg en forsvarsmenn hans þurftu að halda börnum inni í dag. „Nei þau komast ekkert út í dag, bæði er mengunarský og svo er bara allt of mikill kuldi. Hann spilar líka inn í, það er ekki bara það að það sé mengun þannig við komumst ekki út þegar það er tíu stiga frost,“ sagði Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg. Komust ekki í Húsdýragarðinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem halda þarf börnum inni í kuldatíðinni sem gengið hefur yfir en frostið hefur haft áhrif á útiveru þeirra. „Já og við þurftum að sleppa ferð í Húsdýragarðinn og allskonar út af veðri þannig það er alveg búið að vera þannig í vetur, í desember og janúar.“ Búast má við svipuðum loftgæðum næstu daga enda lítill vindur i kortum og töluvert frost. Jónína sér því fram á að þurfa að halda börnum áfram inni. „Kannski er möguleiki fyrir stutta göngutúra á morgnanna áður en mengunin verður eða þegar það er hlýrra.“ Jónína segir að börnin verði flest langþreytt á því að komast ekki út. „Já sumir þurfa að komast aðeins út og hreyfa sig í stærra umhverfi en því sem leikskólinn er þannig já við finnum mun.“ Umhverfismál Umferð Leikskólar Skóla - og menntamál Loftgæði Tengdar fréttir Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Loftgæði mældust óholl á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Þar fyrir neðan á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er leikskólinn Stakkaborg en forsvarsmenn hans þurftu að halda börnum inni í dag. „Nei þau komast ekkert út í dag, bæði er mengunarský og svo er bara allt of mikill kuldi. Hann spilar líka inn í, það er ekki bara það að það sé mengun þannig við komumst ekki út þegar það er tíu stiga frost,“ sagði Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg. Komust ekki í Húsdýragarðinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem halda þarf börnum inni í kuldatíðinni sem gengið hefur yfir en frostið hefur haft áhrif á útiveru þeirra. „Já og við þurftum að sleppa ferð í Húsdýragarðinn og allskonar út af veðri þannig það er alveg búið að vera þannig í vetur, í desember og janúar.“ Búast má við svipuðum loftgæðum næstu daga enda lítill vindur i kortum og töluvert frost. Jónína sér því fram á að þurfa að halda börnum áfram inni. „Kannski er möguleiki fyrir stutta göngutúra á morgnanna áður en mengunin verður eða þegar það er hlýrra.“ Jónína segir að börnin verði flest langþreytt á því að komast ekki út. „Já sumir þurfa að komast aðeins út og hreyfa sig í stærra umhverfi en því sem leikskólinn er þannig já við finnum mun.“
Umhverfismál Umferð Leikskólar Skóla - og menntamál Loftgæði Tengdar fréttir Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20