Gætu ekki brugðist við stóru slysi í Reykjavík með fullnægjandi hætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2023 19:02 Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. vísir/arnar Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára Mikaelssonar, yfirlæknis. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst þurfi að stórbæta vinnurými starfsfólks, sem sinni starfi sínu mikið til á göngum og biðstofum. Og fleira þurfi til. „Við erum að eldast sem þjóð og það þarf að finna önnur úrræði en spítalana. Ég held að það sé stærst,“ segir Mikael. Óhugnanleg tilhugsun ef slysið hefði verið nær Vel hafi þó gengið að losa rúm á bráðamóttökunni þegar tíu voru fluttir á spítalann með flugi eftir stórt umferðarslys á Suðurlandsvegi í fyrradag, aðallega sökum þess að fyrirvarinn var svo góður. Stórt slys á borð við þetta væri hins vegar óhugnanleg tilhugsun innan borgarmarkanna. Yrði hérna stórt slys í Reykjavík, væri hægt að bregðast við því með fullnægjandi hætti? „Nei, því miður. Ekki ef það er stórt. En hópslys eru þannig að þau eru í eðli sínu erfið að bregðast við, meira að segja í góðum kerfum,“ segir Mikael. Tvenns konar áhyggjuefni Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til Landlæknis á nýliðnu ári, sem virðist meira en vanalegt er. Síðast á milli jóla og nýárs lést karlmaður á sextugsaldri daginn eftir að hann var sendur heim af bráðamóttökunni. Mikael er uggandi yfir fjölda atvika. „Auðvitað, þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er tvenns konar áhyggjuefni. Fólk er vanara minni atvikunum og er ekki að tilkynna þau jafnvel, grunar okkur. Hins vegar vitum við að þegar við vinnum öðruvísi en við viljum þá fylgir því áhætta og atvik. Óttastu að þeim fjölgi? „Ég er að vonast til að ástandið versni ekki og þá munum við kannski halda í stað. En auðvitað óttast ég það,“ segir Mikael. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára Mikaelssonar, yfirlæknis. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst þurfi að stórbæta vinnurými starfsfólks, sem sinni starfi sínu mikið til á göngum og biðstofum. Og fleira þurfi til. „Við erum að eldast sem þjóð og það þarf að finna önnur úrræði en spítalana. Ég held að það sé stærst,“ segir Mikael. Óhugnanleg tilhugsun ef slysið hefði verið nær Vel hafi þó gengið að losa rúm á bráðamóttökunni þegar tíu voru fluttir á spítalann með flugi eftir stórt umferðarslys á Suðurlandsvegi í fyrradag, aðallega sökum þess að fyrirvarinn var svo góður. Stórt slys á borð við þetta væri hins vegar óhugnanleg tilhugsun innan borgarmarkanna. Yrði hérna stórt slys í Reykjavík, væri hægt að bregðast við því með fullnægjandi hætti? „Nei, því miður. Ekki ef það er stórt. En hópslys eru þannig að þau eru í eðli sínu erfið að bregðast við, meira að segja í góðum kerfum,“ segir Mikael. Tvenns konar áhyggjuefni Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til Landlæknis á nýliðnu ári, sem virðist meira en vanalegt er. Síðast á milli jóla og nýárs lést karlmaður á sextugsaldri daginn eftir að hann var sendur heim af bráðamóttökunni. Mikael er uggandi yfir fjölda atvika. „Auðvitað, þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er tvenns konar áhyggjuefni. Fólk er vanara minni atvikunum og er ekki að tilkynna þau jafnvel, grunar okkur. Hins vegar vitum við að þegar við vinnum öðruvísi en við viljum þá fylgir því áhætta og atvik. Óttastu að þeim fjölgi? „Ég er að vonast til að ástandið versni ekki og þá munum við kannski halda í stað. En auðvitað óttast ég það,“ segir Mikael.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira