Íslenski markaðurinn ekki lækkað meira frá því í hruninu Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2023 10:35 Slæm staða var uppi á hlutabréfamörkuðum víða um heim á síðasta ári. Vísir/vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 16,8% á nýliðnu ári sem er mesta lækkun frá því í bankahruninu árið 2008. Lækkunin nam 2,6% í desember síðastliðnum sem er svipað og að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. Árið 2022 var víða erfitt á mörkuðum og einkenndist af mikilli verðbólgu og hækkandi vöxtum. Á sama tíma hafa dökkar efnahagshorfur á heimsvísu dregið úr væntingum fjárfesta. Farið er yfir stöðuna í nýrri Hagsjá Landsbankans en vísitala Aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 2,6% í desember og 0,4% í nóvember. Vísitalan hækkaði einungis yfir þrjá mánuði ársins og lækkaði hina níu mánuðina. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans stýrðist verðþróunin á Íslandi að miklu leyti af verðþróuninni á erlendum mörkuðum og er viðbúið að hún verði áfram fyrir miklum áhrifum af þróun á öðrum hlutabréfamörkuðum. Víðast hvar rauðar tölur Fram kemur í hagsjá Landsbankans að langflestir erlendir hlutabréfamarkaðir hafi lækkað á síðasta ári og jafn almennar lækkanir hafi ekki sést frá árinu 2018. Bandaríski markaðurinn lækkaði um 19,4% í fyrra sem var mesta lækkun frá því í fjármálakreppunni 2008 og 2009. Hið sama á við um fleiri markaði á borð við þann hollenska, sænska og svissneska. Mestu lækkanir í fyrra voru á mörkuðum í Rússlandi (-39,2%), Þýskalandi (-25,6%) og Svíþjóð (-24,6%). Hlutabréfamarkaðir á evrusvæðinu lækkuðu um 14,4% og um 20,5% í löndum Evrópusambandsins. Alvotech og Origo hástökkvarar ársins Þegar horft er til íslenska hlutabréfamarkaðsins þá hækkaði Alvotech mest félaga á Aðallista Kauphallarinnar eða um 68% þegar félagið kom nýtt inn á listann í desember. Næst mest hækkaði Origo, eða um 15,8%, en þar á eftir kom Nova Klúbburinn með 9,1% hækkun. Af þeim tuttugu félögum á Aðallistanum sem komu ekki ný inn á markaðinn í fyrra var besta ávöxtunin hjá Origo sem hækkaði um 37,5% á árinu. Mest lækkaði Iceland Seafood, eða um 59,1%, en þar á eftir kom Marel með 43,9% lækkun. Þriðja mesta lækkunin var í Kviku banka sem fór niður um 29,1%. Kauphöllin Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Árið 2022 var víða erfitt á mörkuðum og einkenndist af mikilli verðbólgu og hækkandi vöxtum. Á sama tíma hafa dökkar efnahagshorfur á heimsvísu dregið úr væntingum fjárfesta. Farið er yfir stöðuna í nýrri Hagsjá Landsbankans en vísitala Aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 2,6% í desember og 0,4% í nóvember. Vísitalan hækkaði einungis yfir þrjá mánuði ársins og lækkaði hina níu mánuðina. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans stýrðist verðþróunin á Íslandi að miklu leyti af verðþróuninni á erlendum mörkuðum og er viðbúið að hún verði áfram fyrir miklum áhrifum af þróun á öðrum hlutabréfamörkuðum. Víðast hvar rauðar tölur Fram kemur í hagsjá Landsbankans að langflestir erlendir hlutabréfamarkaðir hafi lækkað á síðasta ári og jafn almennar lækkanir hafi ekki sést frá árinu 2018. Bandaríski markaðurinn lækkaði um 19,4% í fyrra sem var mesta lækkun frá því í fjármálakreppunni 2008 og 2009. Hið sama á við um fleiri markaði á borð við þann hollenska, sænska og svissneska. Mestu lækkanir í fyrra voru á mörkuðum í Rússlandi (-39,2%), Þýskalandi (-25,6%) og Svíþjóð (-24,6%). Hlutabréfamarkaðir á evrusvæðinu lækkuðu um 14,4% og um 20,5% í löndum Evrópusambandsins. Alvotech og Origo hástökkvarar ársins Þegar horft er til íslenska hlutabréfamarkaðsins þá hækkaði Alvotech mest félaga á Aðallista Kauphallarinnar eða um 68% þegar félagið kom nýtt inn á listann í desember. Næst mest hækkaði Origo, eða um 15,8%, en þar á eftir kom Nova Klúbburinn með 9,1% hækkun. Af þeim tuttugu félögum á Aðallistanum sem komu ekki ný inn á markaðinn í fyrra var besta ávöxtunin hjá Origo sem hækkaði um 37,5% á árinu. Mest lækkaði Iceland Seafood, eða um 59,1%, en þar á eftir kom Marel með 43,9% lækkun. Þriðja mesta lækkunin var í Kviku banka sem fór niður um 29,1%.
Kauphöllin Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira