Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2023 07:00 Starfsmenn borgarinnar hafa sumir fengið spurningar um hvort heitir pottar verði á svæðinu. Það stendur ekki til. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. Á síðustu vikum hafa vegfarendur margir tekið eftir vinnuvélum á Laugavegi, milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar, en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdum ljúki í sumar. Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður segir að framkvæmdirnar á svæðinu hafi í raun gengið mun betur en fyrirfram var búist við. „Það er reyndar allt stopp núna vegna snjóþyngsla og frosts en þegar þiðnar þá fara framkvæmdir þarna aftur á fullt. Þetta ætti að klárast í sumar.“ Áætlað er að framkvæmdum á Laugavegi, milli Hlemms og Rauðarárstígs ljúki í sumar.Reykjavíkurborg Stálstrúktúr flækist um svæðið Edda segir að á kaflanum verði sérstakur stálstrúktúr einkennandi og mun hann flækjast þar um, fara upp og niður. „Við höfum fengið ýmsar spurningar frá fólki á síðustu dögum vegna þess sem við blasir núna. Fólk spyr til dæmis hvort það eigi að vera heitir pottar þarna og ýmislegt fleira. En þarna er verið að leggja grunninn að svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum sem ætlað er að létta á veitukerfi borgarinnar. Regnvatnið mun nýtast í gróðurbeðunum og þannig minnka álag á veitukerfið á svæðinu. Þannig nýtist regnvatnið og er á allan hátt umhverfisvænna.“ Framkvæmdir við Hlemm.Vísir/Vilhelm Edda segir að þegar framkvæmdir á umræddum kafla klárist muni framkvæmdir við Hlemm halda áfram á næstu misserum. „Vonandi verður hægt að ráðast í framkvæmdir á sjálfu Hlemmtorgi árið 2024 en framkvæmdum mun fyrst endanlega ljúka þegar Borgarlínan rennur í gegnum svæðið. Við hlökkum til þess.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Reykjavíkurborg Hlemmur er unglingurinn, Lækjartorg amman Edda segir að það verði mjög spennandi að sjá svæðið þegar allt verður klárt. „Við sjáum svolítið fyrir okkur að torgið sé að tala við Lækjartorg. Hlemmur er unglingurinn og Lækjartorg er amman. Það stendur svo meðal annars til að koma upp sviði á Hlemmtorgi og gerum við ráð fyrir að Hlemmur geti til að mynda orðið upphafsstaður skrúðganga í miðbænum sem myndu svo enda á Lækjartorgi, Austurvelli, Ingólfstorgi eða hvað það nú er,“ segir Edda. Hlemmtorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Reykjavíkurborg Síðasta sumar kynnti Reykjavíkurborg þær miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru við Hlemm en svæðið allt mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Liður í breytingunum er að ýmist takmarka eða loka fyrir bílaumferð á svæðinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðasta sumri um framkvæmdirnar á Hlemmtorgi. Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Á síðustu vikum hafa vegfarendur margir tekið eftir vinnuvélum á Laugavegi, milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar, en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdum ljúki í sumar. Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður segir að framkvæmdirnar á svæðinu hafi í raun gengið mun betur en fyrirfram var búist við. „Það er reyndar allt stopp núna vegna snjóþyngsla og frosts en þegar þiðnar þá fara framkvæmdir þarna aftur á fullt. Þetta ætti að klárast í sumar.“ Áætlað er að framkvæmdum á Laugavegi, milli Hlemms og Rauðarárstígs ljúki í sumar.Reykjavíkurborg Stálstrúktúr flækist um svæðið Edda segir að á kaflanum verði sérstakur stálstrúktúr einkennandi og mun hann flækjast þar um, fara upp og niður. „Við höfum fengið ýmsar spurningar frá fólki á síðustu dögum vegna þess sem við blasir núna. Fólk spyr til dæmis hvort það eigi að vera heitir pottar þarna og ýmislegt fleira. En þarna er verið að leggja grunninn að svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum sem ætlað er að létta á veitukerfi borgarinnar. Regnvatnið mun nýtast í gróðurbeðunum og þannig minnka álag á veitukerfið á svæðinu. Þannig nýtist regnvatnið og er á allan hátt umhverfisvænna.“ Framkvæmdir við Hlemm.Vísir/Vilhelm Edda segir að þegar framkvæmdir á umræddum kafla klárist muni framkvæmdir við Hlemm halda áfram á næstu misserum. „Vonandi verður hægt að ráðast í framkvæmdir á sjálfu Hlemmtorgi árið 2024 en framkvæmdum mun fyrst endanlega ljúka þegar Borgarlínan rennur í gegnum svæðið. Við hlökkum til þess.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Reykjavíkurborg Hlemmur er unglingurinn, Lækjartorg amman Edda segir að það verði mjög spennandi að sjá svæðið þegar allt verður klárt. „Við sjáum svolítið fyrir okkur að torgið sé að tala við Lækjartorg. Hlemmur er unglingurinn og Lækjartorg er amman. Það stendur svo meðal annars til að koma upp sviði á Hlemmtorgi og gerum við ráð fyrir að Hlemmur geti til að mynda orðið upphafsstaður skrúðganga í miðbænum sem myndu svo enda á Lækjartorgi, Austurvelli, Ingólfstorgi eða hvað það nú er,“ segir Edda. Hlemmtorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Reykjavíkurborg Síðasta sumar kynnti Reykjavíkurborg þær miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru við Hlemm en svæðið allt mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Liður í breytingunum er að ýmist takmarka eða loka fyrir bílaumferð á svæðinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðasta sumri um framkvæmdirnar á Hlemmtorgi.
Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08