Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2023 07:00 Starfsmenn borgarinnar hafa sumir fengið spurningar um hvort heitir pottar verði á svæðinu. Það stendur ekki til. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. Á síðustu vikum hafa vegfarendur margir tekið eftir vinnuvélum á Laugavegi, milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar, en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdum ljúki í sumar. Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður segir að framkvæmdirnar á svæðinu hafi í raun gengið mun betur en fyrirfram var búist við. „Það er reyndar allt stopp núna vegna snjóþyngsla og frosts en þegar þiðnar þá fara framkvæmdir þarna aftur á fullt. Þetta ætti að klárast í sumar.“ Áætlað er að framkvæmdum á Laugavegi, milli Hlemms og Rauðarárstígs ljúki í sumar.Reykjavíkurborg Stálstrúktúr flækist um svæðið Edda segir að á kaflanum verði sérstakur stálstrúktúr einkennandi og mun hann flækjast þar um, fara upp og niður. „Við höfum fengið ýmsar spurningar frá fólki á síðustu dögum vegna þess sem við blasir núna. Fólk spyr til dæmis hvort það eigi að vera heitir pottar þarna og ýmislegt fleira. En þarna er verið að leggja grunninn að svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum sem ætlað er að létta á veitukerfi borgarinnar. Regnvatnið mun nýtast í gróðurbeðunum og þannig minnka álag á veitukerfið á svæðinu. Þannig nýtist regnvatnið og er á allan hátt umhverfisvænna.“ Framkvæmdir við Hlemm.Vísir/Vilhelm Edda segir að þegar framkvæmdir á umræddum kafla klárist muni framkvæmdir við Hlemm halda áfram á næstu misserum. „Vonandi verður hægt að ráðast í framkvæmdir á sjálfu Hlemmtorgi árið 2024 en framkvæmdum mun fyrst endanlega ljúka þegar Borgarlínan rennur í gegnum svæðið. Við hlökkum til þess.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Reykjavíkurborg Hlemmur er unglingurinn, Lækjartorg amman Edda segir að það verði mjög spennandi að sjá svæðið þegar allt verður klárt. „Við sjáum svolítið fyrir okkur að torgið sé að tala við Lækjartorg. Hlemmur er unglingurinn og Lækjartorg er amman. Það stendur svo meðal annars til að koma upp sviði á Hlemmtorgi og gerum við ráð fyrir að Hlemmur geti til að mynda orðið upphafsstaður skrúðganga í miðbænum sem myndu svo enda á Lækjartorgi, Austurvelli, Ingólfstorgi eða hvað það nú er,“ segir Edda. Hlemmtorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Reykjavíkurborg Síðasta sumar kynnti Reykjavíkurborg þær miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru við Hlemm en svæðið allt mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Liður í breytingunum er að ýmist takmarka eða loka fyrir bílaumferð á svæðinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðasta sumri um framkvæmdirnar á Hlemmtorgi. Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Á síðustu vikum hafa vegfarendur margir tekið eftir vinnuvélum á Laugavegi, milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar, en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdum ljúki í sumar. Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður segir að framkvæmdirnar á svæðinu hafi í raun gengið mun betur en fyrirfram var búist við. „Það er reyndar allt stopp núna vegna snjóþyngsla og frosts en þegar þiðnar þá fara framkvæmdir þarna aftur á fullt. Þetta ætti að klárast í sumar.“ Áætlað er að framkvæmdum á Laugavegi, milli Hlemms og Rauðarárstígs ljúki í sumar.Reykjavíkurborg Stálstrúktúr flækist um svæðið Edda segir að á kaflanum verði sérstakur stálstrúktúr einkennandi og mun hann flækjast þar um, fara upp og niður. „Við höfum fengið ýmsar spurningar frá fólki á síðustu dögum vegna þess sem við blasir núna. Fólk spyr til dæmis hvort það eigi að vera heitir pottar þarna og ýmislegt fleira. En þarna er verið að leggja grunninn að svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum sem ætlað er að létta á veitukerfi borgarinnar. Regnvatnið mun nýtast í gróðurbeðunum og þannig minnka álag á veitukerfið á svæðinu. Þannig nýtist regnvatnið og er á allan hátt umhverfisvænna.“ Framkvæmdir við Hlemm.Vísir/Vilhelm Edda segir að þegar framkvæmdir á umræddum kafla klárist muni framkvæmdir við Hlemm halda áfram á næstu misserum. „Vonandi verður hægt að ráðast í framkvæmdir á sjálfu Hlemmtorgi árið 2024 en framkvæmdum mun fyrst endanlega ljúka þegar Borgarlínan rennur í gegnum svæðið. Við hlökkum til þess.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Reykjavíkurborg Hlemmur er unglingurinn, Lækjartorg amman Edda segir að það verði mjög spennandi að sjá svæðið þegar allt verður klárt. „Við sjáum svolítið fyrir okkur að torgið sé að tala við Lækjartorg. Hlemmur er unglingurinn og Lækjartorg er amman. Það stendur svo meðal annars til að koma upp sviði á Hlemmtorgi og gerum við ráð fyrir að Hlemmur geti til að mynda orðið upphafsstaður skrúðganga í miðbænum sem myndu svo enda á Lækjartorgi, Austurvelli, Ingólfstorgi eða hvað það nú er,“ segir Edda. Hlemmtorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Reykjavíkurborg Síðasta sumar kynnti Reykjavíkurborg þær miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru við Hlemm en svæðið allt mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Liður í breytingunum er að ýmist takmarka eða loka fyrir bílaumferð á svæðinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðasta sumri um framkvæmdirnar á Hlemmtorgi.
Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08