Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-32 | ÍBV sótti sigur á Hlíðarenda Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2023 15:22 Leikmenn ÍBV fögnuðu sigrinum vel og innilega. Vísir/Hulda Margrét ÍBV varð í dag fyrsta liðið til þess að leggja Val að velli á yfirstandandi leiktíð í Olísdeild kvenna í handbolta þegar liðin mættust í 11. umferð deildarinnar í Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Leikurinn byrjaði reyndar ekki vel fyrir Eyjakonur því þær lentu 7-4 undir snemma leiks. Þær voru að gera klaufaleg mistök sem Valur refsaði fyrir. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, tók snemma leikhlé og fór vel yfir málin. Hans lið svaraði vel og tókst að jafna metin með þremur mörkum í röð, 7-7. Fyrri hálfleikurinn var jafn í kjölfarið og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsklefa, 15-15. Eyjakonur mættu dýrvitlausar út í seinni hálfleikinn og tókst toppliðinu að finna engin svör. Hvorki sóknarleikur né varnarleikur Val var til útflutnings í seinni hálfleik, allavega ekki framan af. Lilja Ágústsdóttir skorar eitt marka sinna í leiknum. Vísir/Hulda Margrét ÍBV spilaði á meðan frábærlega og tókst að búa til sjö marka forskot, 21-28. Valur tók leikhlé og við það vaknaði liðið aðeins til lífsins. Valur náði að skora fjögur mörk í röð og bjó til pressu á gestina. Minnst var munurinn tvö mörk á lokakaflanum en ÍBV sýndi mikinn karakter og náði að loka leiknum vel. Lokatölur voru 29-32 og er ÍBV þar með fyrsta liðið til að vinna Val á þessu tímabili. ÍBV er núna í öðru sæti, þremur stigum á eftir Val með leik til góða. Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, var öflug. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍBV? Varnarleikurinn hjá ÍBV var gríðarlega sterkur í seinni hálfleiknum og Valur fann engar lausnir. Það var það sem lagði grunninn að þessum flotta sigri. Eyjaliðið var bara heilt yfir að spila mun betur í seinni hálfleiknum og verðskuldaði þennan sigur mjög mikið. Hverjir stóðu upp úr? Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var stórkostleg, algjörlega mögnuð í liði ÍBV. Hún dró vagninn í seinni hálfleik og skoraði 14 mörk. Eftir leik var hún ekki alveg viss um það hvort þetta væri hennar besti leikur á tímabilinu, en undirritaður telur að það sé hægt að bóka það. Birna Berg Haraldsdóttir var mjög öflug og það voru Elísa Elíasdóttir og Sunna Jónsdóttir einnig. Marta Wawrzynkowska varði þá mikilvæga bolta. Hvað gekk illa? Valskonur voru að taka slök skot og fara illa með sóknir sínar. Þá var varnarleikur liðsins ekki nægilega þéttur. Stemningin í liðinu var líka ekki nægilega öflug í dag. Það var ekki eins og maður væri að horfa á topplið. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, missir núna af nokkrum leikjum þar sem hann er í verkefni með karlalandsliðinu. Hann er einn af aðstoðarmönnum Guðmundar Guðmundssonar þar. Auðvitað kemur það til með að trufla liðið og það er vel hægt að spyrja sig hvort að þau sem stjórni hjá Val séu ánægð með það að missa þjálfarann sinn í tæpan mánuð á miðju tímabili. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið mæta Stjörnunni næst. ÍBV mætir Garðbæingum í miðri næstu viku og Valur spilar við Stjörnuna um næstu helgi. Það verða eflaust hörkuleikir. Dagur Snær Steingrímsson stýrði Valsliðinu í fjarveru Ágústs Þórs Jóhannssonar í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Dagur Snær: Vonandi hefur þetta bara góð áhrif á A-landslið karla Dagur Snær Steingrímsson stýrði Val í fjarveru Ágústs í dag. Tap var niðurstaðan í fyrsta leiknum undir hans stjórn. „Þetta eru vonbrigði bara. Við náðum ekki frammistöðu á því stigi sem við viljum sýna. Varnarleikurinn er ekki nógu góðu og við erum með alltof mörg skotklikk,“ sagði Dagur eftir leik. „Við erum að slútta sóknunum alltof snemma og við erum að taka lélegar ákvarðanir; kasta boltanum bara til þeirra. Við þurfum að vera enn klókari þegar við erum ekki að ná að stoppa þær varnarlega.“ Dagur tók ekki leikhlé fyrr en ÍBV var komið sex mörkum yfir í seinni hálfleik. Beið hann of lengi með það? „Það getur vel verið. Við náðum að koma til baka eftir það, en það getur vel verið.“ Hvernig áhrif hefur það á liðið að Ágúst sé fjarverandi? „Það hefur ekki nein áhrif á okkur, við höldum sama plani. Vonandi hefur þetta bara góð áhrif á A-landslið karla,“ svaraði Dagur. „Næsti leikur er á móti Stjörnunni. Það er heitasta liðið með heitasta þjálfarann. Við þurfum að gera betur þar.“ Það var létt yfir Sigurði Bragasyni í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Sigurður: Láta stelpurnar leika í tröllabúning eða fara upp á fjöll og skjóta rakettum „Tilfinningin er súpergóð, ég er rosalega ánægður og stoltur af stelpunum,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, eftir glæsilegan sigur á Val á Hlíðarenda í dag. ÍBV er fyrsta liðið sem leggur Val að velli á þessari leiktíð. „Klisjurnar koma bara allar núna. Ég er bara ánægður. Við lendum í áföllum og leiðindum, hópurinn minnkar. Harpa [Valey Gylfadóttir] dettur út í gær vegna meiðsla. Ég er rosalega stoltur af stelpunum. Það er geggjað að vinna hérna.“ Í seinni hálfleiknum keyrði ÍBV yfir Val eftir mjög svo jafnan fyrri hálfleik. „Ég var ekki ósáttur við byrjunina en ég tók samt leikhlé strax í byrjun. Við vorum frekar linar. Leikurinn var frekar jafn. Við jöfnuðum fyrir hálfleik og vorum miklu betra liðið í seinni hálfleik. Ég sagði samt við stelpurnar inn í klefa að ég hef áhyggjur af því að við erum komnar 6-7 mörkum yfir og missum það niður í tvö. Það er lúserahugsun, að fara að verja eitthvað. Við þurfum að koma sigurhugsun í þetta.“ Er ekki samt ákveðinn karakter að Valur minnki muninn niður í tvö mörk en ná samt að klára þetta? „Jú, auðvitað. En þú sem íþróttamaður, ef þú ferð að vera stressaður þegar hitt liðið er að sækja - þetta er kúnst. Mestu töffararnir og besta íþróttafólkið, fyrir það skiptir þetta ekki máli. Við erum ekki alveg komin þangað. Karakter? Það er alveg rétt því þetta var ekki langt frá því hreinlega að brotna niður í jafntefli eða tap.“ Eyjakonur áttu gott kvöld á Þrettándanum í gær og segir Sigurður að það hafi spilað stóra rullu í þessum leik. Þegar hann var spurður að því hvað hann myndi ráðleggja öðrum þjálfurum að gera þegar þeir mæta Val, þá sagði hann: „Ég myndi segja öllum þjálfurum að halda Þrettánda kvöldið fyrir leik og láta stelpurnar leika í tröllabúning eða fara upp á fjöll og skjóta rakettum. Það var það sem við gerðum.“ Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 14 mörk. Hún var algjörlega mögnuð í þessum leik. „Hún var upp á fjalli í gær að skjóta rakettum - í frosti. Hún var frábær í dag og er búin að vera stíga mikið upp. Ég var stressaður því hún var komin á flug undir lok síðasta árs, að hún myndi kannski slaka á en heldur betur ekki. Allar stelpurnar voru frábærar en Hanna var maður leiksins.“ Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var hreint út sagt frábær. Vísir/Hulda Margrét Olís-deild kvenna Valur ÍBV
ÍBV varð í dag fyrsta liðið til þess að leggja Val að velli á yfirstandandi leiktíð í Olísdeild kvenna í handbolta þegar liðin mættust í 11. umferð deildarinnar í Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Leikurinn byrjaði reyndar ekki vel fyrir Eyjakonur því þær lentu 7-4 undir snemma leiks. Þær voru að gera klaufaleg mistök sem Valur refsaði fyrir. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, tók snemma leikhlé og fór vel yfir málin. Hans lið svaraði vel og tókst að jafna metin með þremur mörkum í röð, 7-7. Fyrri hálfleikurinn var jafn í kjölfarið og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsklefa, 15-15. Eyjakonur mættu dýrvitlausar út í seinni hálfleikinn og tókst toppliðinu að finna engin svör. Hvorki sóknarleikur né varnarleikur Val var til útflutnings í seinni hálfleik, allavega ekki framan af. Lilja Ágústsdóttir skorar eitt marka sinna í leiknum. Vísir/Hulda Margrét ÍBV spilaði á meðan frábærlega og tókst að búa til sjö marka forskot, 21-28. Valur tók leikhlé og við það vaknaði liðið aðeins til lífsins. Valur náði að skora fjögur mörk í röð og bjó til pressu á gestina. Minnst var munurinn tvö mörk á lokakaflanum en ÍBV sýndi mikinn karakter og náði að loka leiknum vel. Lokatölur voru 29-32 og er ÍBV þar með fyrsta liðið til að vinna Val á þessu tímabili. ÍBV er núna í öðru sæti, þremur stigum á eftir Val með leik til góða. Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, var öflug. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍBV? Varnarleikurinn hjá ÍBV var gríðarlega sterkur í seinni hálfleiknum og Valur fann engar lausnir. Það var það sem lagði grunninn að þessum flotta sigri. Eyjaliðið var bara heilt yfir að spila mun betur í seinni hálfleiknum og verðskuldaði þennan sigur mjög mikið. Hverjir stóðu upp úr? Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var stórkostleg, algjörlega mögnuð í liði ÍBV. Hún dró vagninn í seinni hálfleik og skoraði 14 mörk. Eftir leik var hún ekki alveg viss um það hvort þetta væri hennar besti leikur á tímabilinu, en undirritaður telur að það sé hægt að bóka það. Birna Berg Haraldsdóttir var mjög öflug og það voru Elísa Elíasdóttir og Sunna Jónsdóttir einnig. Marta Wawrzynkowska varði þá mikilvæga bolta. Hvað gekk illa? Valskonur voru að taka slök skot og fara illa með sóknir sínar. Þá var varnarleikur liðsins ekki nægilega þéttur. Stemningin í liðinu var líka ekki nægilega öflug í dag. Það var ekki eins og maður væri að horfa á topplið. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, missir núna af nokkrum leikjum þar sem hann er í verkefni með karlalandsliðinu. Hann er einn af aðstoðarmönnum Guðmundar Guðmundssonar þar. Auðvitað kemur það til með að trufla liðið og það er vel hægt að spyrja sig hvort að þau sem stjórni hjá Val séu ánægð með það að missa þjálfarann sinn í tæpan mánuð á miðju tímabili. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið mæta Stjörnunni næst. ÍBV mætir Garðbæingum í miðri næstu viku og Valur spilar við Stjörnuna um næstu helgi. Það verða eflaust hörkuleikir. Dagur Snær Steingrímsson stýrði Valsliðinu í fjarveru Ágústs Þórs Jóhannssonar í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Dagur Snær: Vonandi hefur þetta bara góð áhrif á A-landslið karla Dagur Snær Steingrímsson stýrði Val í fjarveru Ágústs í dag. Tap var niðurstaðan í fyrsta leiknum undir hans stjórn. „Þetta eru vonbrigði bara. Við náðum ekki frammistöðu á því stigi sem við viljum sýna. Varnarleikurinn er ekki nógu góðu og við erum með alltof mörg skotklikk,“ sagði Dagur eftir leik. „Við erum að slútta sóknunum alltof snemma og við erum að taka lélegar ákvarðanir; kasta boltanum bara til þeirra. Við þurfum að vera enn klókari þegar við erum ekki að ná að stoppa þær varnarlega.“ Dagur tók ekki leikhlé fyrr en ÍBV var komið sex mörkum yfir í seinni hálfleik. Beið hann of lengi með það? „Það getur vel verið. Við náðum að koma til baka eftir það, en það getur vel verið.“ Hvernig áhrif hefur það á liðið að Ágúst sé fjarverandi? „Það hefur ekki nein áhrif á okkur, við höldum sama plani. Vonandi hefur þetta bara góð áhrif á A-landslið karla,“ svaraði Dagur. „Næsti leikur er á móti Stjörnunni. Það er heitasta liðið með heitasta þjálfarann. Við þurfum að gera betur þar.“ Það var létt yfir Sigurði Bragasyni í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Sigurður: Láta stelpurnar leika í tröllabúning eða fara upp á fjöll og skjóta rakettum „Tilfinningin er súpergóð, ég er rosalega ánægður og stoltur af stelpunum,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, eftir glæsilegan sigur á Val á Hlíðarenda í dag. ÍBV er fyrsta liðið sem leggur Val að velli á þessari leiktíð. „Klisjurnar koma bara allar núna. Ég er bara ánægður. Við lendum í áföllum og leiðindum, hópurinn minnkar. Harpa [Valey Gylfadóttir] dettur út í gær vegna meiðsla. Ég er rosalega stoltur af stelpunum. Það er geggjað að vinna hérna.“ Í seinni hálfleiknum keyrði ÍBV yfir Val eftir mjög svo jafnan fyrri hálfleik. „Ég var ekki ósáttur við byrjunina en ég tók samt leikhlé strax í byrjun. Við vorum frekar linar. Leikurinn var frekar jafn. Við jöfnuðum fyrir hálfleik og vorum miklu betra liðið í seinni hálfleik. Ég sagði samt við stelpurnar inn í klefa að ég hef áhyggjur af því að við erum komnar 6-7 mörkum yfir og missum það niður í tvö. Það er lúserahugsun, að fara að verja eitthvað. Við þurfum að koma sigurhugsun í þetta.“ Er ekki samt ákveðinn karakter að Valur minnki muninn niður í tvö mörk en ná samt að klára þetta? „Jú, auðvitað. En þú sem íþróttamaður, ef þú ferð að vera stressaður þegar hitt liðið er að sækja - þetta er kúnst. Mestu töffararnir og besta íþróttafólkið, fyrir það skiptir þetta ekki máli. Við erum ekki alveg komin þangað. Karakter? Það er alveg rétt því þetta var ekki langt frá því hreinlega að brotna niður í jafntefli eða tap.“ Eyjakonur áttu gott kvöld á Þrettándanum í gær og segir Sigurður að það hafi spilað stóra rullu í þessum leik. Þegar hann var spurður að því hvað hann myndi ráðleggja öðrum þjálfurum að gera þegar þeir mæta Val, þá sagði hann: „Ég myndi segja öllum þjálfurum að halda Þrettánda kvöldið fyrir leik og láta stelpurnar leika í tröllabúning eða fara upp á fjöll og skjóta rakettum. Það var það sem við gerðum.“ Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 14 mörk. Hún var algjörlega mögnuð í þessum leik. „Hún var upp á fjalli í gær að skjóta rakettum - í frosti. Hún var frábær í dag og er búin að vera stíga mikið upp. Ég var stressaður því hún var komin á flug undir lok síðasta árs, að hún myndi kannski slaka á en heldur betur ekki. Allar stelpurnar voru frábærar en Hanna var maður leiksins.“ Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var hreint út sagt frábær. Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti