Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 14:38 Freyja segir Hussein ekki hafa verið gefinn greiður aðgangur að réttindagæslumanni. Vísir/Bjarni Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. Kjarninn sagði fyrst frá því að ráðuneytið hefði skotið málinu til Landsréttar og vísaði til skriflegs svars þess við fyrirspurn miðilsins. Ráðuneytið telji dóm héraðsdóms ekki í samræmi við gögn málsins og almenna túlkun og framkvæmd á lögum um útlendinga. Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig staðið var að framkvæmdinni. Hann sneri aftur til Íslands rétt áður en Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun hans og fjölskyldu hans í desember. Albert Björn Lúðvígsson, einn lögmanna Husseins, segir í samtali við Vísi að þau hafi fyrst fengið að vita af því í morgun að það stæði til að áfrýja dómnum. Niðurstaða héraðsdóms sé í stíl við annan nýlegan dóm um svonefnda tólf mánaða reglu um að umsækjandi um alþjóðlega vernd fái efnismeðferð hafi mál hans verið lengur en tólf mánuði til umfjöllunar. „Mér finnst mjög miður að þessu hafi verið áfrýjað,“ segir Albert. Útlendingastofnun hefur nú umsókn Husseins og fjölskyldu um alþjóðlega vernd sem þau lögðu fram þegar þau komu aftur til landsins í desember til umfjöllunar. Albert segist búast við að þau verði boðuð í viðtöl vegna þess fljótlega. Ekki sé hægt að vísa fjölskyldunni úr landi á meðan umsóknirnar eru til umfjöllunar. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Kjarninn sagði fyrst frá því að ráðuneytið hefði skotið málinu til Landsréttar og vísaði til skriflegs svars þess við fyrirspurn miðilsins. Ráðuneytið telji dóm héraðsdóms ekki í samræmi við gögn málsins og almenna túlkun og framkvæmd á lögum um útlendinga. Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig staðið var að framkvæmdinni. Hann sneri aftur til Íslands rétt áður en Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun hans og fjölskyldu hans í desember. Albert Björn Lúðvígsson, einn lögmanna Husseins, segir í samtali við Vísi að þau hafi fyrst fengið að vita af því í morgun að það stæði til að áfrýja dómnum. Niðurstaða héraðsdóms sé í stíl við annan nýlegan dóm um svonefnda tólf mánaða reglu um að umsækjandi um alþjóðlega vernd fái efnismeðferð hafi mál hans verið lengur en tólf mánuði til umfjöllunar. „Mér finnst mjög miður að þessu hafi verið áfrýjað,“ segir Albert. Útlendingastofnun hefur nú umsókn Husseins og fjölskyldu um alþjóðlega vernd sem þau lögðu fram þegar þau komu aftur til landsins í desember til umfjöllunar. Albert segist búast við að þau verði boðuð í viðtöl vegna þess fljótlega. Ekki sé hægt að vísa fjölskyldunni úr landi á meðan umsóknirnar eru til umfjöllunar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38
Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31