Stækka Hótel Hellu og opna tvö hótel á Rangárbökkum Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 14:21 Dmitrijs Stals er stofnandi og forstjóri Legendary Hotels & Resorts ehf. Aðsend Legendary Hotels & Resorts ehf. keypti nýverið 100 prósent hlut í Hótel Hellu og til stendur að gera það að fjögurra stjörnu hóteli með 68 herbergjum. Þá hefur félagið einnig keypt svæði Árhúsa við Rangárbakka og ætlar að opna tvö hótel á svæðinu. Í fréttatilkynningu um áætlanir fyrirtækisins á Hellu segir að til standi að byggja við Hótel Hellu, meðal annars glænýja heilsulind. Hótel Hella sé önnur tveggja fyrstu fjárfestinga sem Legendary Hotels & Resorts ehf. gerir á Íslandi en félagið muni koma til með að reka alls tólf hótel á landinu og áætlað sé að heildarfjárfersting verði á endanum um tuttugu milljarðar króna. „Þetta er aðeins byrjunin því við ætlum okkur í heilmikla uppbyggingu á hótelrekstri á Íslandi á næstu árum. Ásamt fjárfestingunni á Hellu keyptum við einnig rekstur Árhúsa og það svæði kemur til með að taka miklum og mjög spennandi breytingum,“ er haft eftir Dmitrijs Stals, stofnanda og forstjóra Legendary Hotels & Resorts ehf. Lúxushótel við Rangá Í tilkynningu segir að svæði Árhúsa verði skipt upp í tvo hluta, annar hlutinn verði fimm stjörnu lúxushótel með alls tólf herbergjum og á hinum hlutanum verði byggt fjögurra stjörnu hótel með sjötíu herbergjum. Á svæðinu verði stór heilsulind með heitum pottum og gufuböðum. Veitingastaðnum á Árhúsum verði breytt í nútíma steikhús. Haft er eftir Dmitrijs að ekkert verði til sparað í uppbygginu svo svæðin verði að enn meira spennandi kosti, fyrir landsmenn og þá einstaklinga sem landið sækja. Hann telji að Ísland eigi mikið inni þegar kemur að ferðmannaiðnaðinum og það komi til með að koma í ljós á næstu árum. „Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og ég hef eðlilega eytt verulegum tíma í að skoða landið og er óhætt að segja að það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég er staddur hér. Þá er ég ekki bara að tala um veðrið, sem er vægast sagt skemmtilega margbreytilegt og spennandi, líkt og landið sjálft,“ er haft eftir honum. Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Rangárþing ytra Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í fréttatilkynningu um áætlanir fyrirtækisins á Hellu segir að til standi að byggja við Hótel Hellu, meðal annars glænýja heilsulind. Hótel Hella sé önnur tveggja fyrstu fjárfestinga sem Legendary Hotels & Resorts ehf. gerir á Íslandi en félagið muni koma til með að reka alls tólf hótel á landinu og áætlað sé að heildarfjárfersting verði á endanum um tuttugu milljarðar króna. „Þetta er aðeins byrjunin því við ætlum okkur í heilmikla uppbyggingu á hótelrekstri á Íslandi á næstu árum. Ásamt fjárfestingunni á Hellu keyptum við einnig rekstur Árhúsa og það svæði kemur til með að taka miklum og mjög spennandi breytingum,“ er haft eftir Dmitrijs Stals, stofnanda og forstjóra Legendary Hotels & Resorts ehf. Lúxushótel við Rangá Í tilkynningu segir að svæði Árhúsa verði skipt upp í tvo hluta, annar hlutinn verði fimm stjörnu lúxushótel með alls tólf herbergjum og á hinum hlutanum verði byggt fjögurra stjörnu hótel með sjötíu herbergjum. Á svæðinu verði stór heilsulind með heitum pottum og gufuböðum. Veitingastaðnum á Árhúsum verði breytt í nútíma steikhús. Haft er eftir Dmitrijs að ekkert verði til sparað í uppbygginu svo svæðin verði að enn meira spennandi kosti, fyrir landsmenn og þá einstaklinga sem landið sækja. Hann telji að Ísland eigi mikið inni þegar kemur að ferðmannaiðnaðinum og það komi til með að koma í ljós á næstu árum. „Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og ég hef eðlilega eytt verulegum tíma í að skoða landið og er óhætt að segja að það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég er staddur hér. Þá er ég ekki bara að tala um veðrið, sem er vægast sagt skemmtilega margbreytilegt og spennandi, líkt og landið sjálft,“ er haft eftir honum.
Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Rangárþing ytra Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira