Sjónvarpið lækkaði um hundrað þúsund eftir verðsamanburð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 18:01 Ellý gerði verðsamanburð og rak í rogastans þegar hún sá að rúmlega 170 þúsund króna munur var á verði milli verslana. ELKO hefur síðan lækkað verðið um hundrað þúsund krónur, niður í sambærilegt verð og Ormsson er með þegar tækið er ekki á tilboði. Vísir/Sara Það getur margborgað sig að gera verðsamanburð þegar leggja á í dýr tækjakaup, líkt og sannaði sig þegar Ellý Hauksdóttir Hauth keypti sér nýtt sjónvarp á dögunum. Við verðsamanburð tók hún eftir rúmlega 170 þúsund króna verðmun á sjónvarpi af sömu gerð og stærð milli Ormsson og ELKO. Síðan hefur sjónvarpið lækkað um hundrað þúsund krónur hjá ELKO. Ellý vakti fyrst máls á þessum mikla mun í Facebook hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar vakti hún athygli meðlima á því að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í ELKO. Verðmunur upp á 170.005 krónur. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma er um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Í samtali við Vísi segist Ellý einfaldlega hafa viljað láta fólk vita af þessum mun, og hvetja alla til að gera verðsamanburð þegar ráðist væri í dýr tækjakaup. Súrt að sitja uppi með muninn eftir á „Ég var að leita að sjónvarpi af þessari stærð. Við vorum með fleiri merki í huga, til dæmis var eitt Sony-sjónvarp sem var 30 þúsund krónum ódýrara í ELKO,“ segir Ellý. Þannig er ljóst að verðmunurinn getur gengið í báðar áttir milli verslana. Það var hins vegar þessi mikli munur á tækjunum sem vakti sérstaka athygli Ellýjar. Ellý hvetur alla til að gera verðsamanburð áður en ráðist er í kaup á dýrum tækjum.Aðsend „Maður hefur bara aldrei séð svona,“ segir Ellý, sem endaði á að skella sér á umrætt Samsung-sjónvarp frá Ormsson. Hún er búin að setja það upp og er hæstánægð með nýja gripinn. „Ég var bara fegin því að hafa ekki verið búin að kaupa í ELKO og sjá þetta síðan eftir á, það hefði verið ansi súrt.“ Ekki sýningargripur Í Facebook-hópnum þar sem Ellý vakti athygli á málinu spunnust umræður um hvað kynni að skýra þennan mikla verðmun. Einhverjir teldu að hjá Ormsson gæti verið um að ræða sýningartæki, sem hefði verið notað í versluninni, en Ellý segist hafa fengið það afhent nýtt úr kassanum. Eins hafi hún gengið úr skugga um að ekki væri um mismunandi gerðir að ræða. „Ég skoðaði örgjörvann og allt sem skiptir máli og þetta er allt það sama,“ segir hún. Samanburður geti skilað andvirði utanlandsferðar Ellý segir að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk geri verðsamanburð þegar það á þess kost. „Ég vil bara benda fólki á að það borgar sig. Það var nú það sem vakti fyrir mér með því að birta þetta, því maður gæti alveg eins skellt sér til útlanda fyrir mismuninn,“ segir hún að lokum. Hér má sjá verslun ELKO í Lindum. Framkvæmdastjórinn segir að málið verði kannað eftir helgi.Vísir/Vilhelm Kanna málið eftir helgi Fréttastofa náði tali af Óttari Erni Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra ELKO, fyrr í dag. Þar sagðist hann vita af málinu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert á morgun. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í dag. Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Ellý vakti fyrst máls á þessum mikla mun í Facebook hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar vakti hún athygli meðlima á því að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í ELKO. Verðmunur upp á 170.005 krónur. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma er um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Í samtali við Vísi segist Ellý einfaldlega hafa viljað láta fólk vita af þessum mun, og hvetja alla til að gera verðsamanburð þegar ráðist væri í dýr tækjakaup. Súrt að sitja uppi með muninn eftir á „Ég var að leita að sjónvarpi af þessari stærð. Við vorum með fleiri merki í huga, til dæmis var eitt Sony-sjónvarp sem var 30 þúsund krónum ódýrara í ELKO,“ segir Ellý. Þannig er ljóst að verðmunurinn getur gengið í báðar áttir milli verslana. Það var hins vegar þessi mikli munur á tækjunum sem vakti sérstaka athygli Ellýjar. Ellý hvetur alla til að gera verðsamanburð áður en ráðist er í kaup á dýrum tækjum.Aðsend „Maður hefur bara aldrei séð svona,“ segir Ellý, sem endaði á að skella sér á umrætt Samsung-sjónvarp frá Ormsson. Hún er búin að setja það upp og er hæstánægð með nýja gripinn. „Ég var bara fegin því að hafa ekki verið búin að kaupa í ELKO og sjá þetta síðan eftir á, það hefði verið ansi súrt.“ Ekki sýningargripur Í Facebook-hópnum þar sem Ellý vakti athygli á málinu spunnust umræður um hvað kynni að skýra þennan mikla verðmun. Einhverjir teldu að hjá Ormsson gæti verið um að ræða sýningartæki, sem hefði verið notað í versluninni, en Ellý segist hafa fengið það afhent nýtt úr kassanum. Eins hafi hún gengið úr skugga um að ekki væri um mismunandi gerðir að ræða. „Ég skoðaði örgjörvann og allt sem skiptir máli og þetta er allt það sama,“ segir hún. Samanburður geti skilað andvirði utanlandsferðar Ellý segir að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk geri verðsamanburð þegar það á þess kost. „Ég vil bara benda fólki á að það borgar sig. Það var nú það sem vakti fyrir mér með því að birta þetta, því maður gæti alveg eins skellt sér til útlanda fyrir mismuninn,“ segir hún að lokum. Hér má sjá verslun ELKO í Lindum. Framkvæmdastjórinn segir að málið verði kannað eftir helgi.Vísir/Vilhelm Kanna málið eftir helgi Fréttastofa náði tali af Óttari Erni Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra ELKO, fyrr í dag. Þar sagðist hann vita af málinu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert á morgun. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í dag.
Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira