Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2023 14:00 Eiður Smári Guðjohnsen Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. Vialli lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í brisi. Eiður Smári, sem er á meðal fremstu fótboltamanna í sögu lands og þjóðar, minnist Vialli eftir fráfall hans. Vialli er sá sem fékk Eið Smára til liðs við Chelsea sumarið 2000, en Eiður hafði þá leikið vel með Bolton í næst efstu deild á Englandi. Eiður heiðrar minningu Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram og vitnar í fyrstu samskiptum sínum við Ítalann. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili,“ hefur Eiður eftir Vialli. „Það má með sanni segja að þú náðir mér þegar þú sagðir: „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli“. Ég er afar þakklátur og heiðraður að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca.“ segir Eiður á Instagram. Samstarf sem varði skammt Samstarf Eiðs og Vialli entist ekki lengi í Lundúnum en þeir unnu saman Samfélagsskjöldinn haustið 2000. Vialli var hins vegar sagt upp störfum hjá liðinu þegar aðeins fimm leikir voru liðnir á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til fimm titla á þremur árum, frá því að hann tók við árið 1997. Vialli stýrði Chelsea til sigurs í Samfélagsskildinum þar sem Eiður Smári var á meðal leikmanna. Hann var horfinn á braut skömmu síðar.Getty Images Chelsea vann enska deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Ofurbikar Evrópu undir stjórn Viallis árið 1998 og vann þá bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2000. Ástæðan fyrir uppsögn hans er sögð hafa verið ósætti við leikmenn liðsins þar sem hann er sagður hafa misst traust Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu á meðal annarra. Vialli tók við þjálfun Watford ári síðar og var þar knattspyrnustjóri annars íslensks landsliðsmanns, Heiðar Helgusonar, leiktíðina 2001 til 2002 en var sagt upp störfum þar sem gengi liðsins í B-deildinni ensku var undir væntingum. Næsta starf hans í þjálfun var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum síðar en hann var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins sem fagnaði sigri á Evrópumóti karla í fótbolta sumarið 2021. Heiðar Helguson lék undir stjórn Viallis hjá Watford.Getty Images Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Andlát Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Vialli lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein í brisi. Eiður Smári, sem er á meðal fremstu fótboltamanna í sögu lands og þjóðar, minnist Vialli eftir fráfall hans. Vialli er sá sem fékk Eið Smára til liðs við Chelsea sumarið 2000, en Eiður hafði þá leikið vel með Bolton í næst efstu deild á Englandi. Eiður heiðrar minningu Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram og vitnar í fyrstu samskiptum sínum við Ítalann. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili,“ hefur Eiður eftir Vialli. „Það má með sanni segja að þú náðir mér þegar þú sagðir: „Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli“. Ég er afar þakklátur og heiðraður að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca.“ segir Eiður á Instagram. Samstarf sem varði skammt Samstarf Eiðs og Vialli entist ekki lengi í Lundúnum en þeir unnu saman Samfélagsskjöldinn haustið 2000. Vialli var hins vegar sagt upp störfum hjá liðinu þegar aðeins fimm leikir voru liðnir á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til fimm titla á þremur árum, frá því að hann tók við árið 1997. Vialli stýrði Chelsea til sigurs í Samfélagsskildinum þar sem Eiður Smári var á meðal leikmanna. Hann var horfinn á braut skömmu síðar.Getty Images Chelsea vann enska deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Ofurbikar Evrópu undir stjórn Viallis árið 1998 og vann þá bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2000. Ástæðan fyrir uppsögn hans er sögð hafa verið ósætti við leikmenn liðsins þar sem hann er sagður hafa misst traust Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu á meðal annarra. Vialli tók við þjálfun Watford ári síðar og var þar knattspyrnustjóri annars íslensks landsliðsmanns, Heiðar Helgusonar, leiktíðina 2001 til 2002 en var sagt upp störfum þar sem gengi liðsins í B-deildinni ensku var undir væntingum. Næsta starf hans í þjálfun var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum síðar en hann var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins sem fagnaði sigri á Evrópumóti karla í fótbolta sumarið 2021. Heiðar Helguson lék undir stjórn Viallis hjá Watford.Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Andlát Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti