„Þetta er atlaga að lýðræðinu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. janúar 2023 23:20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir lýðræðið ekki sjálfsagðan hlut. Stöð 2 Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. Luiz Inácio Lula da Silva tók við sem forseti Brasilíu á nýársdag en hann hafði betur gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro í forsetakosningunum þann 30. október. Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæltu víða þar sem þeir neituðu að sætta sig við úrslit kosninganna og náðu þau mótmæli hámarki í gær þegar þeir réðust inn í opinberar byggingar í höfuðborginni, þar á meðal brasilíska þinghúsið. Á annað þúsund voru handteknir auk þess sem tugir særðust og hafa yfirvöld gripið til ýmissa aðgerða til að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Forsetinn sagði árásina hafa verið af hálfu fasista og skemmdarvarga. „Það er ekkert fordæmi í sögu landsins. Það er ekkert fordæmi fyrir því sem þetta fólk gerði en þessu fólki verður refsað,“ sagði forsetinn í ávarpi í gær. - Manifestações pacíficas, na forma da lei, fazem parte da democracia. Contudo, depredações e invasões de prédios públicos como ocorridos no dia de hoje, assim como os praticados pela esquerda em 2013 e 2017, fogem à regra.— Jair M. Bolsonaro 2 2 (@jairbolsonaro) January 9, 2023 Bolsonaro var sjálfur staddur í Bandaríkjunum þegar óeirðirnar hófust en í færslum á Twitter virtist hann fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna. Friðsamleg mótmæli væru hluti af lýðræðinu en óeirðir væru það ekki. Of mörg merki þess að verið sé að vega að lýðræðinu Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur fordæmt óeirðirnar og utanríkisráðherra Íslands segir atburðarásina í gær hafa verið ógnvekjandi og hryggileg. „Þetta er ofbeldi, það er verið að vega að lýðræðislegum stofnunum og þetta er atlaga að lýðræðinu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Atburðarásin í gær minnir óneitanlega á árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar fyrir tveimur árum. Ákveðinn pólarísering og upplýsingaóreiða sé að eiga sér stað víða. „Við sjáum þarna að þetta gerist ekki í algjöru tómarúmi. Það eru tvö ár síðan við horfðum upp á atburðarásina í Bandaríkjunum og við sjáum einfaldlega of mörg merki þess að það er svona með einhverjum hætti verið að vega að lýðræðinu,“ segir Þórdís. Nauðsynlegt sé að fordæma slíka atburði um leið og þeir koma upp. Ljóst sé að hlutirnir geti versnað á skömmum tíma og þó hún sjái ekki fyrir sér að sambærileg atburðarás eigi sér stað hér á landi segir hún mikilvægt að allir séu á tánum. „Við auðvitað stöndum ekki frammi fyrir sömu áskorunum en við erum ekki ónæm fyrir þeim og við getum ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut. Það er kannski eitthvað fyrir okkur til þess að hugsa um, að lýðræðið er heldur ekki sjálfsagður hlutur sem er bara gefinn að eilífu, það þarf að vinna fyrir því, hafa fyrir því og standa vörð um það,“ segir Þórdís. Brasilía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. 8. janúar 2023 22:55 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50 Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1. janúar 2023 23:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Luiz Inácio Lula da Silva tók við sem forseti Brasilíu á nýársdag en hann hafði betur gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro í forsetakosningunum þann 30. október. Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæltu víða þar sem þeir neituðu að sætta sig við úrslit kosninganna og náðu þau mótmæli hámarki í gær þegar þeir réðust inn í opinberar byggingar í höfuðborginni, þar á meðal brasilíska þinghúsið. Á annað þúsund voru handteknir auk þess sem tugir særðust og hafa yfirvöld gripið til ýmissa aðgerða til að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Forsetinn sagði árásina hafa verið af hálfu fasista og skemmdarvarga. „Það er ekkert fordæmi í sögu landsins. Það er ekkert fordæmi fyrir því sem þetta fólk gerði en þessu fólki verður refsað,“ sagði forsetinn í ávarpi í gær. - Manifestações pacíficas, na forma da lei, fazem parte da democracia. Contudo, depredações e invasões de prédios públicos como ocorridos no dia de hoje, assim como os praticados pela esquerda em 2013 e 2017, fogem à regra.— Jair M. Bolsonaro 2 2 (@jairbolsonaro) January 9, 2023 Bolsonaro var sjálfur staddur í Bandaríkjunum þegar óeirðirnar hófust en í færslum á Twitter virtist hann fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna. Friðsamleg mótmæli væru hluti af lýðræðinu en óeirðir væru það ekki. Of mörg merki þess að verið sé að vega að lýðræðinu Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur fordæmt óeirðirnar og utanríkisráðherra Íslands segir atburðarásina í gær hafa verið ógnvekjandi og hryggileg. „Þetta er ofbeldi, það er verið að vega að lýðræðislegum stofnunum og þetta er atlaga að lýðræðinu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Atburðarásin í gær minnir óneitanlega á árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar fyrir tveimur árum. Ákveðinn pólarísering og upplýsingaóreiða sé að eiga sér stað víða. „Við sjáum þarna að þetta gerist ekki í algjöru tómarúmi. Það eru tvö ár síðan við horfðum upp á atburðarásina í Bandaríkjunum og við sjáum einfaldlega of mörg merki þess að það er svona með einhverjum hætti verið að vega að lýðræðinu,“ segir Þórdís. Nauðsynlegt sé að fordæma slíka atburði um leið og þeir koma upp. Ljóst sé að hlutirnir geti versnað á skömmum tíma og þó hún sjái ekki fyrir sér að sambærileg atburðarás eigi sér stað hér á landi segir hún mikilvægt að allir séu á tánum. „Við auðvitað stöndum ekki frammi fyrir sömu áskorunum en við erum ekki ónæm fyrir þeim og við getum ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut. Það er kannski eitthvað fyrir okkur til þess að hugsa um, að lýðræðið er heldur ekki sjálfsagður hlutur sem er bara gefinn að eilífu, það þarf að vinna fyrir því, hafa fyrir því og standa vörð um það,“ segir Þórdís.
Brasilía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. 8. janúar 2023 22:55 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50 Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1. janúar 2023 23:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. 8. janúar 2023 22:55
Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50
Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1. janúar 2023 23:00