Stóru-Laugar falar fyrir 160 milljónir króna Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 23:00 Stóru-Laugar eru á besta stað. Hvammur Eignamiðlun Ferðaþjónustusvæðið að Stóru-Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit hefur verið sett á sölu. Uppsett verð er 160 milljónir króna. Í söluyfirliti á fasteignavef Vísis segir að um sé að ræða tvö hús undir gisti- og veitingarekstur auk stórrar lóðar þar sem jafnframt sé hægt að vera með tjaldsvæði. Þar segir að Stóru-Laugar séu í fallegu umhverfi Reykjadals sem sé skemmtilega staðsettur á milli margra helstu ferðamannastöðum Norðurlands. Aðeins sextíu kílómetrar séu til Akureyrar, fjörutíu til Húsavíkur og um þrjátíu til Mývatns. Þá séu Laugar séu í göngufæri þar sem finna megi sundlaug, framhaldsskóla og verslun, svo eitthvað sé nefnt. Átján herbergi, heitur pottur og veislusalur Að Stóru-Laugum eru tvö ferðaþjónustuhús, annars vegar steypt hús, sem byggt var árið 1949, á tveimur hæðum auk riss. Húsið var gert upp og því breytt í gistiheimili árið 2006. Í húsinu er tíu herbergi, öll með baðherbergi. Sjö herbergi á hæðunum eru sögð mjög rúmgóð en þrjú herbergi í risinu eru sögð minni en skemmtileg og undir súð. Sunnan við húsið er stór pallur og rúmgóður steyptur heitur pottur. Útsýnið úr heita pottinum er ekki af verri gerðinni.Hvammur Eignamiðlun Hitt húsið var byggt árið 2013 og er skráð 436,5 fermetrar að stærð. Neðri hæðin er steypt og skiptist í móttöku, veitingasal, setustofu, eldhús, salerni, starfsmannaaðstöðu og geymslur. Efri hæðin er samsett úr timbureiningum og skiptist í átta herbergi sem öll eru með baðherbergjum og sérinngangi. Stór timburverönd er við suðurhlið hússins en einnig er timbuverönd þar sem gengið er inn í herbergin á austur- og norðurhlið hússins. Nýrra húsið er sérbúið fyrir ferðaþjónustu.Hvammur Eignamiðlun Húsin eru á 21.404 fermetra eignarlóð. Nyrst á lóðinni eru salerni sem notuð voru fyrir tjaldsvæði sem þar var rekið um tíma og þar eru jafnframt rafmagnstenglar fyrir ferðahýsi. Seljendur vilja helst selja félagið sem heldur utan um reksturinn og á fasteignirnar og við sölu fylgja með allir rekstrarmunir sem og bókanir. Hér má lesa ítarlegt söluyfirlit og sjá fleiri myndir. Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Í söluyfirliti á fasteignavef Vísis segir að um sé að ræða tvö hús undir gisti- og veitingarekstur auk stórrar lóðar þar sem jafnframt sé hægt að vera með tjaldsvæði. Þar segir að Stóru-Laugar séu í fallegu umhverfi Reykjadals sem sé skemmtilega staðsettur á milli margra helstu ferðamannastöðum Norðurlands. Aðeins sextíu kílómetrar séu til Akureyrar, fjörutíu til Húsavíkur og um þrjátíu til Mývatns. Þá séu Laugar séu í göngufæri þar sem finna megi sundlaug, framhaldsskóla og verslun, svo eitthvað sé nefnt. Átján herbergi, heitur pottur og veislusalur Að Stóru-Laugum eru tvö ferðaþjónustuhús, annars vegar steypt hús, sem byggt var árið 1949, á tveimur hæðum auk riss. Húsið var gert upp og því breytt í gistiheimili árið 2006. Í húsinu er tíu herbergi, öll með baðherbergi. Sjö herbergi á hæðunum eru sögð mjög rúmgóð en þrjú herbergi í risinu eru sögð minni en skemmtileg og undir súð. Sunnan við húsið er stór pallur og rúmgóður steyptur heitur pottur. Útsýnið úr heita pottinum er ekki af verri gerðinni.Hvammur Eignamiðlun Hitt húsið var byggt árið 2013 og er skráð 436,5 fermetrar að stærð. Neðri hæðin er steypt og skiptist í móttöku, veitingasal, setustofu, eldhús, salerni, starfsmannaaðstöðu og geymslur. Efri hæðin er samsett úr timbureiningum og skiptist í átta herbergi sem öll eru með baðherbergjum og sérinngangi. Stór timburverönd er við suðurhlið hússins en einnig er timbuverönd þar sem gengið er inn í herbergin á austur- og norðurhlið hússins. Nýrra húsið er sérbúið fyrir ferðaþjónustu.Hvammur Eignamiðlun Húsin eru á 21.404 fermetra eignarlóð. Nyrst á lóðinni eru salerni sem notuð voru fyrir tjaldsvæði sem þar var rekið um tíma og þar eru jafnframt rafmagnstenglar fyrir ferðahýsi. Seljendur vilja helst selja félagið sem heldur utan um reksturinn og á fasteignirnar og við sölu fylgja með allir rekstrarmunir sem og bókanir. Hér má lesa ítarlegt söluyfirlit og sjá fleiri myndir.
Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira