Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. janúar 2023 13:05 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gefur lítið fyrir útskýringar Guðrúnar Ingu Sívertsen, skólastjóra Verzlunarskólans, að glæran hafi verið tekin úr samhengi. Vísir/Vilhelm/Arnar Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. Sigmundur Davíð birti færslu um málið á Facebook síðu sinni í gærkvöldi og birti með mynd af glæru sem sýndi hann sjálfan ásamt nasistanum Adolf Hitler og fasistanum Benito Mussolini undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar.“ „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum,“ segir Sigmundur í færslunni. Í samtali við fréttastofu segist Sigmundur hafa fengið ábendingu um glæruna frá fólki sem hann þekkti ekkert en virtist misboðið. Hann kveðst orðinn öllu vanur eftir langa sögu í pólitík og að málið hafi ef til vill ekki komið honum jafn mikið óvart og það hefði átt að gera en að það hafi engu að síður verið óhugnalegt að sjá eitthvað þessu líkt í kennslustund fyrir ungt fólk. „Það er ekki gott að sjá að svona innræting, það er ekki hægt að kalla þetta annað, eigi sér stað, þar sem er sett mynd af einum stjórnmálamanni við hliðina á tvö af helstu illmennum mannkynssögunnar,“ segir Sigmundur. „Það er auðvitað þekkt þegar að menn verða rökþrota í umræðum að þá er gripið til svona samlíkinga en þarna er það ekki gert í hita leiksins í einhvers konar pólitísku rifrildi, þarna er þetta sett fram sem kennsluefni í skóla og það gerir þetta, finnst mér, dálítið óhugnanlegt,“ segir hann enn fremur. Myndin tekin úr samhengi Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, segir glæruna hafa verið setta fram í kennslustund í stjórnmálafræði annað hvort á síðasta skólaári eða árið þar áður til að kveikja umræður þegar ræddar voru straumar og stefnur í stjórnmálafræði. Ekki hafi verið um kennsluefni að ræða heldur glærupakka úr smiðju kennarans. Viðkomandi kennari átti sig nú á því að glæran sé ekki viðeigandi og noti hana ekki lengur við kennslu. Glæran sem um ræðir var sýnd í kennslustund annað hvort á síðasta skólaári eða árið þar á undan. „Sannarlega þegar glæran stendur svona ein og sér þá er hún sláandi og ég skil vel að honum hafi sárnað þegar hann sá hana en það verður að horfa á þetta í samhengi og hvaða tilgangi þetta er sett fram,“ segir Guðrún Inga en glæran er að hennar sögn algjörlega tekin úr samhengi og var ekki verið að tala Sigmund niður. „Þetta er klaufalegt.“ Sigmundur gefur lítið fyrir þá útskýringu að glæran sé tekin úr samhengi. „Það er hvorki verið að taka myndina úr samhengi né setja hana í neitt sérstakt samhengi annað en birtist á myndinni sjálfri, henni er ætlað að búa til mjög óviðfelldið samhengi,“ segir hann. Enginn pólitískur áróður eða innræting Verzlunarskólinn, og jafnvel fleiri skólar, þyrftu að kanna hvort að kennarar séu að nota kennslustofuna og hlutverk sitt til að reka sinn eigin áróður eða fara með illmælgi. Pólitískur áróður kennara virðist hafa tekið við af fræðslu að sögn Sigmunds. „Ég bara tek ekki undir það. Hér við skólann starfa framúrskarandi kennarar sem sinna starfi sínu af fagmennsku og alúð og það er hvorki pólitískur áróður eða einhver innræting sem á sér stað hérna. Ég vísa því á bug,“ segir Guðrún Inga aðspurð um fullyrðingar Sigmundar. Málið kallar ekki á sérstök viðbrögð af hálfu skólans en þau hafi skoðað málið. Henni þykir leiðinlegt að glæran hafi staðið ein og verið til umfjöllunar. „Við bara klárum málið hjá okkur og vonandi næ ég tali af Sigmundi, fæ að heyra í honum og segja honum hvernig þetta kom til,“ segir hún. Telur þú tilefni til að biðja hann afsökunar? „Sigmund? Ég mun ræða við hann, alveg klárlega. Ég vona bara að ég nái á hann sem fyrst,“ segir hún enn fremur. Færslu Sigmundar í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Skóla - og menntamál Alþingi Framhaldsskólar Miðflokkurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Sigmundur Davíð birti færslu um málið á Facebook síðu sinni í gærkvöldi og birti með mynd af glæru sem sýndi hann sjálfan ásamt nasistanum Adolf Hitler og fasistanum Benito Mussolini undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar.“ „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum,“ segir Sigmundur í færslunni. Í samtali við fréttastofu segist Sigmundur hafa fengið ábendingu um glæruna frá fólki sem hann þekkti ekkert en virtist misboðið. Hann kveðst orðinn öllu vanur eftir langa sögu í pólitík og að málið hafi ef til vill ekki komið honum jafn mikið óvart og það hefði átt að gera en að það hafi engu að síður verið óhugnalegt að sjá eitthvað þessu líkt í kennslustund fyrir ungt fólk. „Það er ekki gott að sjá að svona innræting, það er ekki hægt að kalla þetta annað, eigi sér stað, þar sem er sett mynd af einum stjórnmálamanni við hliðina á tvö af helstu illmennum mannkynssögunnar,“ segir Sigmundur. „Það er auðvitað þekkt þegar að menn verða rökþrota í umræðum að þá er gripið til svona samlíkinga en þarna er það ekki gert í hita leiksins í einhvers konar pólitísku rifrildi, þarna er þetta sett fram sem kennsluefni í skóla og það gerir þetta, finnst mér, dálítið óhugnanlegt,“ segir hann enn fremur. Myndin tekin úr samhengi Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, segir glæruna hafa verið setta fram í kennslustund í stjórnmálafræði annað hvort á síðasta skólaári eða árið þar áður til að kveikja umræður þegar ræddar voru straumar og stefnur í stjórnmálafræði. Ekki hafi verið um kennsluefni að ræða heldur glærupakka úr smiðju kennarans. Viðkomandi kennari átti sig nú á því að glæran sé ekki viðeigandi og noti hana ekki lengur við kennslu. Glæran sem um ræðir var sýnd í kennslustund annað hvort á síðasta skólaári eða árið þar á undan. „Sannarlega þegar glæran stendur svona ein og sér þá er hún sláandi og ég skil vel að honum hafi sárnað þegar hann sá hana en það verður að horfa á þetta í samhengi og hvaða tilgangi þetta er sett fram,“ segir Guðrún Inga en glæran er að hennar sögn algjörlega tekin úr samhengi og var ekki verið að tala Sigmund niður. „Þetta er klaufalegt.“ Sigmundur gefur lítið fyrir þá útskýringu að glæran sé tekin úr samhengi. „Það er hvorki verið að taka myndina úr samhengi né setja hana í neitt sérstakt samhengi annað en birtist á myndinni sjálfri, henni er ætlað að búa til mjög óviðfelldið samhengi,“ segir hann. Enginn pólitískur áróður eða innræting Verzlunarskólinn, og jafnvel fleiri skólar, þyrftu að kanna hvort að kennarar séu að nota kennslustofuna og hlutverk sitt til að reka sinn eigin áróður eða fara með illmælgi. Pólitískur áróður kennara virðist hafa tekið við af fræðslu að sögn Sigmunds. „Ég bara tek ekki undir það. Hér við skólann starfa framúrskarandi kennarar sem sinna starfi sínu af fagmennsku og alúð og það er hvorki pólitískur áróður eða einhver innræting sem á sér stað hérna. Ég vísa því á bug,“ segir Guðrún Inga aðspurð um fullyrðingar Sigmundar. Málið kallar ekki á sérstök viðbrögð af hálfu skólans en þau hafi skoðað málið. Henni þykir leiðinlegt að glæran hafi staðið ein og verið til umfjöllunar. „Við bara klárum málið hjá okkur og vonandi næ ég tali af Sigmundi, fæ að heyra í honum og segja honum hvernig þetta kom til,“ segir hún. Telur þú tilefni til að biðja hann afsökunar? „Sigmund? Ég mun ræða við hann, alveg klárlega. Ég vona bara að ég nái á hann sem fyrst,“ segir hún enn fremur. Færslu Sigmundar í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Skóla - og menntamál Alþingi Framhaldsskólar Miðflokkurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira