Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2023 16:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, ásamt fulltrúum sveitarfélagsins og beggja ráðuneyta að fundi loknum. Stjórnarráðið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. Þetta er fjórði samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Reykjanesbæjar hefur Reykjavík skrifað undir samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem og sveitarfélögin Árborg og Akureyri. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands kemur fram að samræmd móttaka flóttafólks nái til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að Reykjanesbær búi yfir mikilli reynslu varðandi móttöku flóttafólks. „Yfirgripsmikil þekking sveitarfélagsins er sannarlega dýrmæt og getur nýst öðrum sveitarfélögum vel. Áskoranirnar eru margar nú þegar aldrei hafa komið fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd til Íslands og í sameiningu geta ríki og sveitarfélög gert þær áskoranir að tækifærum. Einkennisorð Reykjanesbæjar, Í krafti fjölbreytileikans, eiga því sérstaklega vel við núna.“ Hvetja öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð Þá segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ að mikil uppsöfnuð þekking og reynsla sé í þessum málum hjá bænum sem mikilvægt sé að nýta áfram. „Reykjanesbær er tilbúinn að deila þessari þekkingu með öllum þeim sveitarfélögum sem ætla að taka þátt í þessu samfélagslega mikilvæga verkefni. Í ljósi nýrra áherslna og aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga um samræmda móttöku flóttafólks, var ákveðið að gera nýjan samning milli Reykjanesbæjar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Reykjanesbær hvetur öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í móttöku fólks á flótta.“ Í kjölfar undirritunarinnar í Reykjanesbæ fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með bæjaryfirvöldum ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni og fulltrúum beggja ráðuneyta. Greint var frá því hvernig sveitarfélagið tekur á móti flóttafólki og hver umgjörðin er. Reykjanesbær hefur í mörg ár sinnt móttöku flóttamanna, auk þess að vera þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Því til viðbótar hefur bærinn veitt fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd þjónustu á meðan umsókn þeirra hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum. Mikil þekking er þannig í Reykjanesbæ á málaflokknum. Ráðherrarnir funduðu jafnframt með bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ og kynntu sér málefni fylgdarlausra barna á flótta. Mikil aukning varð í fjölda þeirra á síðasta ári og býr Suðurnesjabær yfir mikilvægri reynslu við móttöku þeirra. Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Þetta er fjórði samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Reykjanesbæjar hefur Reykjavík skrifað undir samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem og sveitarfélögin Árborg og Akureyri. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands kemur fram að samræmd móttaka flóttafólks nái til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að Reykjanesbær búi yfir mikilli reynslu varðandi móttöku flóttafólks. „Yfirgripsmikil þekking sveitarfélagsins er sannarlega dýrmæt og getur nýst öðrum sveitarfélögum vel. Áskoranirnar eru margar nú þegar aldrei hafa komið fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd til Íslands og í sameiningu geta ríki og sveitarfélög gert þær áskoranir að tækifærum. Einkennisorð Reykjanesbæjar, Í krafti fjölbreytileikans, eiga því sérstaklega vel við núna.“ Hvetja öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð Þá segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ að mikil uppsöfnuð þekking og reynsla sé í þessum málum hjá bænum sem mikilvægt sé að nýta áfram. „Reykjanesbær er tilbúinn að deila þessari þekkingu með öllum þeim sveitarfélögum sem ætla að taka þátt í þessu samfélagslega mikilvæga verkefni. Í ljósi nýrra áherslna og aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga um samræmda móttöku flóttafólks, var ákveðið að gera nýjan samning milli Reykjanesbæjar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Reykjanesbær hvetur öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í móttöku fólks á flótta.“ Í kjölfar undirritunarinnar í Reykjanesbæ fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með bæjaryfirvöldum ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni og fulltrúum beggja ráðuneyta. Greint var frá því hvernig sveitarfélagið tekur á móti flóttafólki og hver umgjörðin er. Reykjanesbær hefur í mörg ár sinnt móttöku flóttamanna, auk þess að vera þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Því til viðbótar hefur bærinn veitt fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd þjónustu á meðan umsókn þeirra hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum. Mikil þekking er þannig í Reykjanesbæ á málaflokknum. Ráðherrarnir funduðu jafnframt með bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ og kynntu sér málefni fylgdarlausra barna á flótta. Mikil aukning varð í fjölda þeirra á síðasta ári og býr Suðurnesjabær yfir mikilvægri reynslu við móttöku þeirra.
Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira