Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2023 23:00 Mæðgurnar Hrönn og Sigurbjörg. Fjölskyldan stóð í ströngu í baráttu við veggjalýs í lok síðasta árs. Vísir/Sigurjón Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. Hrönn Hjálmarsdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í Grafarvogi. Dóttir hennar, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, byrjaði í september að finna eitt og eitt bit á líkama sínum. Hana grunaði að um einhverskonar mýbit væri að ræða og hugsaði ekki of mikið út í það. Bitin héldu hinsvegar áfram að ágerast. Í nóvember var mæðgunum svo hætt að lítast á blikuna. „Við kíktum um allt og skoðuðum og skildum ekki neitt í neinu. Hún kvartar ekkert og við vorum svo sem ekkert að deyja úr stressi. Fyrr en þarna í nóvember þegar hún fer að fá svolítið mikið af bitum. Hún fer til læknis og sýnir bitin og myndir af bitum en læknirinn segir að þetta séu ekki bit heldur ofnæmi. Hann lætur hana á ofnæmislyf. Nokkrum dögum seinna kemur hún fram og er með svo mikið af bitum. Þá förum við inn með símann, með ljós og finnum aðeins meira líf í rúminu,“ segir Hrönn. Sigurbjörg var með bit víðsvegar um líkama, meðal annars á höndum og á andliti. Aðeins meira líf í rúminu já, þetta líf reyndist vera heilt vistkerfi af svokölluðum veggjalúsum, á ensku bed bugs. Þarna voru ógrynni af lúsum og hundruðir eggja sem áttu eftir að klekjast út og ljóst að áður en langt hefði um liðið hefði heimilið líklega orðið undirlagt ef ekkert hefði verið aðhafst. „Ég kveiki í húsinu“ „Þetta var bara viðbjóður,“ segir Sigurbjörg. „Ég er samt svo glöð að hafa ekki verið heima, þegar þetta vistkerfi fannst. Ég var bara búin að sjá einhverja eina, tvær. Ég var sem sagt í vinnunni, þegar þetta fannst. Ég fékk bara sjokk sko, tók mér pásu á vakt og allskonar. Kom heim og þá var búið að plasta þetta allt, ég svaf svo bara í gestaherberginu í nokkra daga og svo var það bara Tene. Og núna sef ég bara í fínu rúmi. En ég fæ alveg martraðir og svona, þetta var bara ógeðslegt.“ Hundruðir lúsa og eggja fundist á bakvið rúmgafl í herbergi Sigurbjargar Hrönn tekur undir með Sigurbjörgu og segist nánast hafa fengið taugaáfall. „Ég fór bara fram og það runnu niður tárin, ég bara „ég kveiki í húsinu““. Umfangsmiklar hreinsunaraðgerðir Steinar Smári meindýraeyðir var fenginn í málið og ber Hrönn honum afar vel söguna. Farið var í umfangsmiklar aðgerðir og hreinsunarstörf. „Ég googlaði bara og er rosalega glöð með hvern ég hitti á, hann kemur samdægurs lokar herberginu. Við máttum ekkert taka út nema að setja í poka og helst setja allt út. Við vorum svo heppin að það var frost og stilla þannig var öllu mokað út og við gátum byrjað að þvo. Svo bara var maður í því að þrífa og það kom í ljós að það er til ansi mikið af fötum. Það voru svolítið margar þvottavélar en allt bjargaðist. Sumt gat ég sett í frystikistuna með því að hækka hana í -24 gráður. Svo vorum við bara svo heppin að það var hrikalegt frost úti því við auðvitað tæmdum eiginlega stofuna. Það fór bara allt út á pall og allt ryksugað. Ef það eru pöddur þá er hægt að ryksuga þær þannig að þær drepast,“ segir Hrönn. Laumaðist með heim frá Frakklandi Ótrúlegt en satt hafði ófögnuðurinn ekki dreift sér neitt um húsið. Talið er að ein padda hafi laumað sér með Sigurbjörgu frá Frakklandi fyrr um sumarið, falið sig í ferðatösku og þannig komist inn á heimilið. „Ég hef alltaf herbergið mitt hreint svo þetta snýst ekkert um hreinlæti eða neitt. Þetta getur bara falist með í töskum,” segir Sigurbjörg. Henda þurfti rúmbotninum, gaflinum og einni kommóðu. Tjón af þessum völdum fæst ekki greitt af tryggingum. „Nei nei, það er allt í smáa letrinu. Við þurftum bara að kaupa nýtt. Og eins og ég segi, við erum bara fegin að hafa ekki þurft að henda meiru,“ segir Hrönn. Það eru líklega fæstir spenntir fyrir því að finna eina svona, hvað þá nokkur hundruð, í rúminu sínu.Vísindavefurinn Fjölskyldan fór til Tenerife um jólin. Það verður að teljast í meira lagi heppilegt að pödduhavaríið hafi uppgötvast áður en þau fóru út, því annars hefði ástandið líklega ekki verið glæsilegt þegar heim var komið. „Ja, ætli ég hefði ekki bara haldið þrettándabrennu hérna heima,“ segir Hrönn. „Ég get ekki ímyndað mér það, nei ég get ekki ímyndað mér það. Eins og sást á myndunum, fjöldi eggja hérna á bakvið. Ég hefði ekki viljað vera hérna tveimur vikum síðar.“ Reykjavík Dýr Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Hrönn Hjálmarsdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í Grafarvogi. Dóttir hennar, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, byrjaði í september að finna eitt og eitt bit á líkama sínum. Hana grunaði að um einhverskonar mýbit væri að ræða og hugsaði ekki of mikið út í það. Bitin héldu hinsvegar áfram að ágerast. Í nóvember var mæðgunum svo hætt að lítast á blikuna. „Við kíktum um allt og skoðuðum og skildum ekki neitt í neinu. Hún kvartar ekkert og við vorum svo sem ekkert að deyja úr stressi. Fyrr en þarna í nóvember þegar hún fer að fá svolítið mikið af bitum. Hún fer til læknis og sýnir bitin og myndir af bitum en læknirinn segir að þetta séu ekki bit heldur ofnæmi. Hann lætur hana á ofnæmislyf. Nokkrum dögum seinna kemur hún fram og er með svo mikið af bitum. Þá förum við inn með símann, með ljós og finnum aðeins meira líf í rúminu,“ segir Hrönn. Sigurbjörg var með bit víðsvegar um líkama, meðal annars á höndum og á andliti. Aðeins meira líf í rúminu já, þetta líf reyndist vera heilt vistkerfi af svokölluðum veggjalúsum, á ensku bed bugs. Þarna voru ógrynni af lúsum og hundruðir eggja sem áttu eftir að klekjast út og ljóst að áður en langt hefði um liðið hefði heimilið líklega orðið undirlagt ef ekkert hefði verið aðhafst. „Ég kveiki í húsinu“ „Þetta var bara viðbjóður,“ segir Sigurbjörg. „Ég er samt svo glöð að hafa ekki verið heima, þegar þetta vistkerfi fannst. Ég var bara búin að sjá einhverja eina, tvær. Ég var sem sagt í vinnunni, þegar þetta fannst. Ég fékk bara sjokk sko, tók mér pásu á vakt og allskonar. Kom heim og þá var búið að plasta þetta allt, ég svaf svo bara í gestaherberginu í nokkra daga og svo var það bara Tene. Og núna sef ég bara í fínu rúmi. En ég fæ alveg martraðir og svona, þetta var bara ógeðslegt.“ Hundruðir lúsa og eggja fundist á bakvið rúmgafl í herbergi Sigurbjargar Hrönn tekur undir með Sigurbjörgu og segist nánast hafa fengið taugaáfall. „Ég fór bara fram og það runnu niður tárin, ég bara „ég kveiki í húsinu““. Umfangsmiklar hreinsunaraðgerðir Steinar Smári meindýraeyðir var fenginn í málið og ber Hrönn honum afar vel söguna. Farið var í umfangsmiklar aðgerðir og hreinsunarstörf. „Ég googlaði bara og er rosalega glöð með hvern ég hitti á, hann kemur samdægurs lokar herberginu. Við máttum ekkert taka út nema að setja í poka og helst setja allt út. Við vorum svo heppin að það var frost og stilla þannig var öllu mokað út og við gátum byrjað að þvo. Svo bara var maður í því að þrífa og það kom í ljós að það er til ansi mikið af fötum. Það voru svolítið margar þvottavélar en allt bjargaðist. Sumt gat ég sett í frystikistuna með því að hækka hana í -24 gráður. Svo vorum við bara svo heppin að það var hrikalegt frost úti því við auðvitað tæmdum eiginlega stofuna. Það fór bara allt út á pall og allt ryksugað. Ef það eru pöddur þá er hægt að ryksuga þær þannig að þær drepast,“ segir Hrönn. Laumaðist með heim frá Frakklandi Ótrúlegt en satt hafði ófögnuðurinn ekki dreift sér neitt um húsið. Talið er að ein padda hafi laumað sér með Sigurbjörgu frá Frakklandi fyrr um sumarið, falið sig í ferðatösku og þannig komist inn á heimilið. „Ég hef alltaf herbergið mitt hreint svo þetta snýst ekkert um hreinlæti eða neitt. Þetta getur bara falist með í töskum,” segir Sigurbjörg. Henda þurfti rúmbotninum, gaflinum og einni kommóðu. Tjón af þessum völdum fæst ekki greitt af tryggingum. „Nei nei, það er allt í smáa letrinu. Við þurftum bara að kaupa nýtt. Og eins og ég segi, við erum bara fegin að hafa ekki þurft að henda meiru,“ segir Hrönn. Það eru líklega fæstir spenntir fyrir því að finna eina svona, hvað þá nokkur hundruð, í rúminu sínu.Vísindavefurinn Fjölskyldan fór til Tenerife um jólin. Það verður að teljast í meira lagi heppilegt að pödduhavaríið hafi uppgötvast áður en þau fóru út, því annars hefði ástandið líklega ekki verið glæsilegt þegar heim var komið. „Ja, ætli ég hefði ekki bara haldið þrettándabrennu hérna heima,“ segir Hrönn. „Ég get ekki ímyndað mér það, nei ég get ekki ímyndað mér það. Eins og sást á myndunum, fjöldi eggja hérna á bakvið. Ég hefði ekki viljað vera hérna tveimur vikum síðar.“
Reykjavík Dýr Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira