Félix sá fjórði sem Chelsea kaupir í janúar Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 12:22 Joao Felix leikur í Lundúnum út leiktíðina. Heimasíða Chelsea Chelsea hefur fengið Portúgalann João Félix á láni frá Atlético Madrid á Spáni. Hann fjórði leikmaðurinn til að ganga í raðir liðsins þegar aðeins ellefu dagar eru liðnir á janúargluggann. Samband Félix og Diego Simeone, þjálfara Atlético, hefur farið versnandi á yfirstandandi leiktíð. Félix hefur lítið fengið að spila og að minnsta kosti þrisvar hefur Simeone sent hann af bekknum til að hita upp, aðeins til þess að koma ekki inn á. Það var því ljóst að Félix væri á förum frá spænsku höfuðborginni en nú er ljóst að Chelsea hafði betur gegn Manchester United í baráttunni um undirskrift Portúgalans. The artist has arrived. Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023 Chelsea tilkynnti um komu Félix í dag. Liðið er talið þurfa að borga um 10 milljónir evra fyrir lánssamning til hálfs árs, auk þess að dekka laun Félix á lánstímanum. Atlético borgaði metfjárhæð fyrir Félix þegar hann var keyptur frá Benfica árið 2019, yfir 125 milljónir evra, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Félix hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan en líkt og nefnt er að ofan, fallið neðar í goggunarröðinni vegna örðugleika hans og Simeone. Chelsea hefur áður klófest þá Benoit Badiashile frá Mónakó, David Datro Fofana frá Molde og Andrey Santos frá Vasco da Gama í janúarglugganum. Liðið gerði einnig fjölmörg stór kaup í sumar eftir að Bandaríkjamaðurinn Tedd Boehly keypti félagið af Rússanum Roman Abramovich. Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir) Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Samband Félix og Diego Simeone, þjálfara Atlético, hefur farið versnandi á yfirstandandi leiktíð. Félix hefur lítið fengið að spila og að minnsta kosti þrisvar hefur Simeone sent hann af bekknum til að hita upp, aðeins til þess að koma ekki inn á. Það var því ljóst að Félix væri á förum frá spænsku höfuðborginni en nú er ljóst að Chelsea hafði betur gegn Manchester United í baráttunni um undirskrift Portúgalans. The artist has arrived. Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023 Chelsea tilkynnti um komu Félix í dag. Liðið er talið þurfa að borga um 10 milljónir evra fyrir lánssamning til hálfs árs, auk þess að dekka laun Félix á lánstímanum. Atlético borgaði metfjárhæð fyrir Félix þegar hann var keyptur frá Benfica árið 2019, yfir 125 milljónir evra, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Félix hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan en líkt og nefnt er að ofan, fallið neðar í goggunarröðinni vegna örðugleika hans og Simeone. Chelsea hefur áður klófest þá Benoit Badiashile frá Mónakó, David Datro Fofana frá Molde og Andrey Santos frá Vasco da Gama í janúarglugganum. Liðið gerði einnig fjölmörg stór kaup í sumar eftir að Bandaríkjamaðurinn Tedd Boehly keypti félagið af Rússanum Roman Abramovich. Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir)
Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir)
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira