Ólyktin sem olli íbúum í Hafnarfirði ógleði á rætur að rekja til Costco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 16:43 Bensínstöð Costco í Kauptúni í Garðabæ. Vísir/Hanna Bilun í hreinsibúnaði bensínstöðvar Costco í Kauptúni í Garðabæ olli ólykt í vesturhluta Hafnarfjarðar í desember. Lyktin barst meðal annars upp úr niðurföllum og sturtubotnum íbúða í hverfinu. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, staðfesti við Vísi þann 22. desember að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ sagði Hörður. Í minnisblaði umhverfis - og veitustjóra Hafnarfjarðar til umhverfis- og framkvæmdaráðs bæjarins kemur fram að í fyrstu hafi verið talið að um minniháttarfrávik væri að ræða. Reglulega komi slíkar kvartanir sem megi rekja til nágranna sem þrífi bíla sína eða annað í bílskúrum. Fljótlega hafi komið í ljós að málið var alvarlegra en svo og starfsfólk fráveitu og heilbrigðiseftirlits bæjarins farið að skoða orsök. Óeðlilegt magn í olíuskilju Brunnlok voru opnuð til að athuga hvort um olíubrák væri að ræða og verktaki fenginn til að skola kerfið með vatni. Þá voru lagnir myndaðar. Eftir nokkurn tíma kviknaði grunur um að mengunin kæmi frá holræsakerfinu í Garðabæ sem er að hluta tengt inn á kerfi Hafnfirðinga. Starfsmenn Garðabæjar hafi brugðist hratt við, lagst í sambærilega vinnu og fundið út að bilun hefði orðið í hreinsibúnaði Costco bensínstöðvarinnar í Kauptúni. Heilbrigðiseftirlitið hafi fundað með fulltrúum Costco og krafist skýringa á því hvers vegna svo mikill leki hafi verið úr olíutönkum og það ekki komið fram í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi félagsins. Ljóst sé að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að. „Olíuskiljur eiga að tryggja að olíuefni eiga ekki að berast í frárennsli og minni háttar olía sem fer niður við ádælingu á að safnast í olíugildrurnar sem tæmdar eru með reglubundnum hætti. Samkvæmt upplýsingum heilbrigðiseftirlitsins hefur sjálfvirkur viðvörunarbúnaður í viðkomandi olíuskilju verið óvirkur frá 9. desember og er það óásættanlegt að ekki hafi verið farið í lagfæringu á þeim búnaði þegar í stað,“ segir í minnisblaðinu. Endurheimta kostnað til Garðabæjar Heilbrigðiseftirlitið hafi gert kröfu um að fylgst verði með olíuskiljum á tveggja vikna fresti þar til skýringar hafa verið lagðar fram hvers vegna viðvörunarbúnaður virkaði ekki í samræmi við kröfur né misræmi á birgðastöðu hafi vakið athygli fyrirtækisins á að leki hafi verið frá stöðunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur falið umhverfis- og veitustjóra að endurheimta kostnað við aðgerðirnar til Garðabæjar og tilkynna slysið til Umhverfisstofnunar. Minnisblaðið má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Lyktarmengun_-_minnisblaðPDF47KBSækja skjal Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, staðfesti við Vísi þann 22. desember að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ sagði Hörður. Í minnisblaði umhverfis - og veitustjóra Hafnarfjarðar til umhverfis- og framkvæmdaráðs bæjarins kemur fram að í fyrstu hafi verið talið að um minniháttarfrávik væri að ræða. Reglulega komi slíkar kvartanir sem megi rekja til nágranna sem þrífi bíla sína eða annað í bílskúrum. Fljótlega hafi komið í ljós að málið var alvarlegra en svo og starfsfólk fráveitu og heilbrigðiseftirlits bæjarins farið að skoða orsök. Óeðlilegt magn í olíuskilju Brunnlok voru opnuð til að athuga hvort um olíubrák væri að ræða og verktaki fenginn til að skola kerfið með vatni. Þá voru lagnir myndaðar. Eftir nokkurn tíma kviknaði grunur um að mengunin kæmi frá holræsakerfinu í Garðabæ sem er að hluta tengt inn á kerfi Hafnfirðinga. Starfsmenn Garðabæjar hafi brugðist hratt við, lagst í sambærilega vinnu og fundið út að bilun hefði orðið í hreinsibúnaði Costco bensínstöðvarinnar í Kauptúni. Heilbrigðiseftirlitið hafi fundað með fulltrúum Costco og krafist skýringa á því hvers vegna svo mikill leki hafi verið úr olíutönkum og það ekki komið fram í reglulegu eftirliti eða birgðabókhaldi félagsins. Ljóst sé að við tæmingu þann 9. desember hafi verið óeðlilega mikið magn í olíuskilju sem hefði átt að gefa vísbendingar um að eitthvað væri að. „Olíuskiljur eiga að tryggja að olíuefni eiga ekki að berast í frárennsli og minni háttar olía sem fer niður við ádælingu á að safnast í olíugildrurnar sem tæmdar eru með reglubundnum hætti. Samkvæmt upplýsingum heilbrigðiseftirlitsins hefur sjálfvirkur viðvörunarbúnaður í viðkomandi olíuskilju verið óvirkur frá 9. desember og er það óásættanlegt að ekki hafi verið farið í lagfæringu á þeim búnaði þegar í stað,“ segir í minnisblaðinu. Endurheimta kostnað til Garðabæjar Heilbrigðiseftirlitið hafi gert kröfu um að fylgst verði með olíuskiljum á tveggja vikna fresti þar til skýringar hafa verið lagðar fram hvers vegna viðvörunarbúnaður virkaði ekki í samræmi við kröfur né misræmi á birgðastöðu hafi vakið athygli fyrirtækisins á að leki hafi verið frá stöðunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur falið umhverfis- og veitustjóra að endurheimta kostnað við aðgerðirnar til Garðabæjar og tilkynna slysið til Umhverfisstofnunar. Minnisblaðið má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Lyktarmengun_-_minnisblaðPDF47KBSækja skjal
Hafnarfjörður Garðabær Costco Umhverfismál Tengdar fréttir Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. 22. desember 2022 16:05
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent