Sigga bar óvænt tveimur lömbum í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2023 20:01 Það hefur heldur betur birt yfir í fjárhúsinu á bænum Miðengi í Grímsnesi því þar voru fyrstu vorboðar ársins að koma í heiminn, lambadrottning og lambakóngur. Óljóst er hver pabbi lambanna er, en forystuhrútur á bænum liggur sterklega undir grun. Í Miðengi eru um 130 fjár. Það var ærin Sigríður, alltaf kölluð Sigga, sem bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur. Forystuhrúturinn Þormar er grunaður um að vera faðir lambanna, þó það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt. Það er mikil frjósemi í Miðengi þessa dagana því þar er líka vikugömul dama, sem kom í heiminn 4. janúar hjá þeim Siggu og Halla, bændunum á bænum, eins og þau eru alltaf kölluð en fyrir eru þrír strákar á heimilinu, 10 mánaða, sjö ár og níu ára. „Heyrðu, það er bara nóg að gera, bara endalaust af börnum og brjálað partý alltaf. Það er allavega mikil frjósemi í Miðengi, það er ekki hægt að segja annað. Við erum með eina nýfædda dömu, síðan einn 10 mánaða og tvo eldri stráka, það er nóg að gera,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, bóndi og húsmóðir í Miðengi. En hvað finnst þér um lömbin, sem fæddust hérna í gær? „Ég var mjög hissa, ég hélt að Halli væri að grínast þegar hann sagði mér af þessu, en svo sýndi hann mér mynd, þannig að ég sá að þetta var ekki grín. Ég veit ekki alveg hvað er að frétta og hvernig þetta gerðist, við erum að reyna að finna sökudólginn,“ segir Sigríður og hlær. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð með lömbin sín tvö, sem komu í heiminn í gær, 10. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég var mjög hissa þegar lömbin fæddust, en ég er ekk enn búin að ákveða hvað þau eiga að heita,“ segir Halldór Rafn Arnarsson, sjö ára eigandi Siggu og lambanna í Miðengi „Það er rosalega gaman að fá lömb núna“, segir Þorbjörn Óðinn Arnarsson, níu ára í Miðengi. En það eru ekki bara kindurnar og lömbin sem bræðurnir í Miðengi hafa áhuga á, nei, þeim þykir allra skemmtilegast þessa dagana að rúnta í fjárhúsinu á nýja bílnum, sem þeir fengu í jólagjöf. Litla daman í Miðengi, sem fæddist 4. janúar. Hún fær nafnið sitt næsta sunnudag. Hún svaf bara í fjárhúsinu í dag þegar litlu lömbin voru heimsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í Miðengi eru um 130 fjár. Það var ærin Sigríður, alltaf kölluð Sigga, sem bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur. Forystuhrúturinn Þormar er grunaður um að vera faðir lambanna, þó það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt. Það er mikil frjósemi í Miðengi þessa dagana því þar er líka vikugömul dama, sem kom í heiminn 4. janúar hjá þeim Siggu og Halla, bændunum á bænum, eins og þau eru alltaf kölluð en fyrir eru þrír strákar á heimilinu, 10 mánaða, sjö ár og níu ára. „Heyrðu, það er bara nóg að gera, bara endalaust af börnum og brjálað partý alltaf. Það er allavega mikil frjósemi í Miðengi, það er ekki hægt að segja annað. Við erum með eina nýfædda dömu, síðan einn 10 mánaða og tvo eldri stráka, það er nóg að gera,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, bóndi og húsmóðir í Miðengi. En hvað finnst þér um lömbin, sem fæddust hérna í gær? „Ég var mjög hissa, ég hélt að Halli væri að grínast þegar hann sagði mér af þessu, en svo sýndi hann mér mynd, þannig að ég sá að þetta var ekki grín. Ég veit ekki alveg hvað er að frétta og hvernig þetta gerðist, við erum að reyna að finna sökudólginn,“ segir Sigríður og hlær. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð með lömbin sín tvö, sem komu í heiminn í gær, 10. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég var mjög hissa þegar lömbin fæddust, en ég er ekk enn búin að ákveða hvað þau eiga að heita,“ segir Halldór Rafn Arnarsson, sjö ára eigandi Siggu og lambanna í Miðengi „Það er rosalega gaman að fá lömb núna“, segir Þorbjörn Óðinn Arnarsson, níu ára í Miðengi. En það eru ekki bara kindurnar og lömbin sem bræðurnir í Miðengi hafa áhuga á, nei, þeim þykir allra skemmtilegast þessa dagana að rúnta í fjárhúsinu á nýja bílnum, sem þeir fengu í jólagjöf. Litla daman í Miðengi, sem fæddist 4. janúar. Hún fær nafnið sitt næsta sunnudag. Hún svaf bara í fjárhúsinu í dag þegar litlu lömbin voru heimsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira