Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“ Hinrik Wöhler skrifar 11. janúar 2023 20:56 Sigurður Bragason er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig. Eyjakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og eru aðeins einu stigi eftir toppliði Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega ánægður með tvö stig en þetta var dapur leikur fyrir margar sakir. Það voru frábærir kaflar inn á milli en ég var vægast sagt reiður með fyrri hálfleiknum hjá okkur,“ sagði Sigurður að leik loknum. Eyjakonur komust 7-0 yfir í byrjun leiks en glötuðu forskotinu niður og var jafnt 9-9 þegar blásið var til hálfleiks. „Við komust 7-0 yfir en það var engum að þakka nema Mörtu í markinu, hún varði fyrstu sjö skotin sem komu á markið og eiginlega öll úr dauðafærum. Við vorum eiginlega bara heppnar að hún stóð í rammanum,“ bætir Sigurður við. Þrátt fyrir frábæra byrjun var Sigurður ekki kampakátur með frammistöðuna í byrjun fyrri hálfleiks. „Ég var alveg reiður þó við vorum 7-0 yfir. Ég var ósáttur með fótavinnuna, ósáttur með hversu linar við vorum og tókum ekki fráköst.“ „Þetta var ekki frábær handbolti og við fengum það í bakið, það var bara sanngjarnt þegar þær ná að jafna 9-9. Þær voru einfaldlega betri en við í fyrri hálfleik. Ég tók smá hárblásara í hálfleik því þetta var nánast skammarlegt. Ég var þó ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik. Þá sá ég mínar konur.“ Það nákvæmlega sama gerðist í upphafi seinni hálfleiks, Eyjakonur gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og Stjarnan svaraði með nokkrum mörkum í röð um miðbik síðari hálfleiks en Sigurður segist hafa verið mun öruggari með stöðu mála þá. „Ég hafði þó ekki áhyggjur þegar við vorum komnar átta mörkum yfir í seinni hálfleik, við vorum einfaldlega flottari þá.“ ÍBV hefur verið á miklu skriði og er nú aðeins einu stigi frá Val, sem situr í toppsætinu. Eyjakonur hafa nú unnið átta leiki í röð. „Auðvitað horfum við upp á við og nú erum við í þessari í toppbaráttu, þar sem við viljum vera. Mótið er hálfnað núna og við ætlum okkur að vera á toppnum. Annað væri asnalegt að segja, með svona dýrt lið. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem við vinnum í deild og bikar. Við erum á góðu róli og ætlum ekkert að slaka á.“ „Erum við að toppa á röngum tíma? Ég held ekki, ég held að við séum flottar. Vona bara að engin meiðist. Við slökum ekkert á og ég er ánægður með stelpurnar, þær hafa verið mjög duglegar,“ segir Sigurður að lokum. Eyjakonur geta unnið sinn níunda leik í röð á laugardaginn. Þá taka þær á móti Haukum í Vestmannaeyjum. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Eyjakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og eru aðeins einu stigi eftir toppliði Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega ánægður með tvö stig en þetta var dapur leikur fyrir margar sakir. Það voru frábærir kaflar inn á milli en ég var vægast sagt reiður með fyrri hálfleiknum hjá okkur,“ sagði Sigurður að leik loknum. Eyjakonur komust 7-0 yfir í byrjun leiks en glötuðu forskotinu niður og var jafnt 9-9 þegar blásið var til hálfleiks. „Við komust 7-0 yfir en það var engum að þakka nema Mörtu í markinu, hún varði fyrstu sjö skotin sem komu á markið og eiginlega öll úr dauðafærum. Við vorum eiginlega bara heppnar að hún stóð í rammanum,“ bætir Sigurður við. Þrátt fyrir frábæra byrjun var Sigurður ekki kampakátur með frammistöðuna í byrjun fyrri hálfleiks. „Ég var alveg reiður þó við vorum 7-0 yfir. Ég var ósáttur með fótavinnuna, ósáttur með hversu linar við vorum og tókum ekki fráköst.“ „Þetta var ekki frábær handbolti og við fengum það í bakið, það var bara sanngjarnt þegar þær ná að jafna 9-9. Þær voru einfaldlega betri en við í fyrri hálfleik. Ég tók smá hárblásara í hálfleik því þetta var nánast skammarlegt. Ég var þó ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik. Þá sá ég mínar konur.“ Það nákvæmlega sama gerðist í upphafi seinni hálfleiks, Eyjakonur gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og Stjarnan svaraði með nokkrum mörkum í röð um miðbik síðari hálfleiks en Sigurður segist hafa verið mun öruggari með stöðu mála þá. „Ég hafði þó ekki áhyggjur þegar við vorum komnar átta mörkum yfir í seinni hálfleik, við vorum einfaldlega flottari þá.“ ÍBV hefur verið á miklu skriði og er nú aðeins einu stigi frá Val, sem situr í toppsætinu. Eyjakonur hafa nú unnið átta leiki í röð. „Auðvitað horfum við upp á við og nú erum við í þessari í toppbaráttu, þar sem við viljum vera. Mótið er hálfnað núna og við ætlum okkur að vera á toppnum. Annað væri asnalegt að segja, með svona dýrt lið. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem við vinnum í deild og bikar. Við erum á góðu róli og ætlum ekkert að slaka á.“ „Erum við að toppa á röngum tíma? Ég held ekki, ég held að við séum flottar. Vona bara að engin meiðist. Við slökum ekkert á og ég er ánægður með stelpurnar, þær hafa verið mjög duglegar,“ segir Sigurður að lokum. Eyjakonur geta unnið sinn níunda leik í röð á laugardaginn. Þá taka þær á móti Haukum í Vestmannaeyjum.
Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira