Enski boltinn

Dag­ný á­nægð með hversu mikið hefur breyst á undan­förnum fimm árum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og sonur hennar klappa fyrir áhorfendum á Evrópumótinu í Englandi síðasta sumar.
Dagný Brynjarsdóttir og sonur hennar klappa fyrir áhorfendum á Evrópumótinu í Englandi síðasta sumar. Vísir/Vilhelm

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er ánægð með þá breytingu sem hefur orðið á undanförnum árum þegar kemur að barneignum kvenna í íþróttum.

Dagný, sem er móðir, gekk í raðir West Ham í janúar 2021 en hún eignaðist sitt fyrsta barn sumarið 2018. Þessi öflugi leikmaður var hluti af viðtalsseríunni „Leikurinn minn í mínum orðum“ þar sem hún fór yfir hvernig móðurhlutverkið hefur haft áhrif á leik hennar:

„Eftir að ég varð mamma þá hætti ég að stressa mig jafn mikið á hlutunum, þetta bara fótbolti. Þó fótbolti sé auðvitað mjög líkamleg íþrótt þá skiptir andlega hliðin að sama skapi skuggalega miklu máli.“

Hin 31 árs gamla Dagný segir ljóst að mikið hafi breyst er kemur að barneignum kvenna síðan sumarið 2018 en hún tjáði sig á Twitter-síðu sinni eftir að Naomi Osaka, ein helsta tennisstjarna heims um þessar mundir, opinberaði að hún væri ólétt.

„Ég elska hversu mikið hefur breyst í kvennaíþróttum í gegnum árin. Þegar ég varð ólétt fyrir fimm árum síðan horfði fólk á það sem byrði á minni feril. Í dag er þetta orðið normið,“ segir Dagný.


Tengdar fréttir

Osaka á von á barni: „Ég verð í Ástralíu árið 2024“

Á dögunum var greint frá því að Naomi Osaka hefði dregið sig úr keppni á Opna ástralska mótinu í tennis en engar upplýsingar voru gefnar um ástæður þar að baki. Nú hefur Osaka hins vegar greint frá því að hún eigi von á barni. 

„Ef ég er ekki hamingju­söm þá er ég ekki að fara spila vel“

Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×