Lisa Marie Presley er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 06:16 Lisa Marie Presley lést í gærkvöldi. Getty Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. „Það er með harm í hjarta sem ég deili þeim fréttum með ykkur að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingu. Hún sagði dóttur sína hafa verið ástríðufulla, sterka og ástríka og bað um frið til handa fjölskyldunni til að fást við sorgina. Það var slúðursíðan TMZ sem greindi fyrst frá því í gær að Lisa Marie hefði verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa farið í hjartastopp á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Í kjölfarið biðlaði Priscilla aðdáendur hennar um að biðja fyrir henni. Rest in Peace Lisa Marie Presley. #RIPLisaMarie #RIPLisaMariePresley pic.twitter.com/aJauQMEt8m— Classic Rock In Pics (@crockpics) January 13, 2023 Aðeins tveir sólahringar eru liðnir frá því að Lisa Marie og Priscilla mættu saman á Golden Globe verðalaunahátíðina, þar sem leikarinn Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd. Presley fæddist í Memphis Tennessee árið 1968 en flutti með móður sinni til Los Angeles þegar foreldrar hennar skildu. Þegar Elvis dó árið 1977 erfði Lisa Marie eignir hans ásamt afa sínum og ömmu en varð eini erfingi föður síns 25 ára, að þeim látnum. Dánarbúið var á sínum tíma metið á 100 milljónir dala en hún seldi meirihluta eignanna til Industrial media árið 2005, fyrir utan Graceland. Nicolas Cage shared an emotional tribute to Lisa Marie Presley after her tragic death on Thursday https://t.co/8AsftwV28q pic.twitter.com/MQsGRXBEqg— The Hollywood Reporter (@THR) January 13, 2023 Presley giftist fjórum sinnum; fyrst tónlistarmanninum Danny Keough, sem hún eignaðist með börnin Riley og Benjamin. Riley er þekkt leikkona en Benjamin svipti sig lífi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Presley sagði á sínum tíma að hún væri eyðilögð eftir fráfall sonar síns. Skömmu eftir skilnaðinn við Keough giftist Presley tónlistarmanninum Michael Jackson en það hjónband varði í 18 mánuði. Presley sagðist seinna hafa trúað á sakleysi Jackson, sem hafði verið sakaður um barnaníð, og hafa viljað bjarga honum. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Presley giftist leikaranum Nicolas Cage í ágúst 2002 en Cage sótti um skilnað í nóvember sama ár. Árið 2006 gekk hún svo í hjónband með gítarleikaranum Michael Lockwood og eignaðist með honum tvíburana Harper og Finley. Presley og Lockwood voru gift í tíu ár, áður en hún sótti um skilnað. Presley var ávallt opinská varðandi baráttu sína við ópíóðafíkn, sem hún glímdi við eftir fæðingu tvíburanna. Hún tilheyrði Vísindakirkjunni í tvo áratugi en er sögð hafa gengið úr henni árið 2014. Hollywood Andlát Bandaríkin Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sjá meira
„Það er með harm í hjarta sem ég deili þeim fréttum með ykkur að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingu. Hún sagði dóttur sína hafa verið ástríðufulla, sterka og ástríka og bað um frið til handa fjölskyldunni til að fást við sorgina. Það var slúðursíðan TMZ sem greindi fyrst frá því í gær að Lisa Marie hefði verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa farið í hjartastopp á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Í kjölfarið biðlaði Priscilla aðdáendur hennar um að biðja fyrir henni. Rest in Peace Lisa Marie Presley. #RIPLisaMarie #RIPLisaMariePresley pic.twitter.com/aJauQMEt8m— Classic Rock In Pics (@crockpics) January 13, 2023 Aðeins tveir sólahringar eru liðnir frá því að Lisa Marie og Priscilla mættu saman á Golden Globe verðalaunahátíðina, þar sem leikarinn Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd. Presley fæddist í Memphis Tennessee árið 1968 en flutti með móður sinni til Los Angeles þegar foreldrar hennar skildu. Þegar Elvis dó árið 1977 erfði Lisa Marie eignir hans ásamt afa sínum og ömmu en varð eini erfingi föður síns 25 ára, að þeim látnum. Dánarbúið var á sínum tíma metið á 100 milljónir dala en hún seldi meirihluta eignanna til Industrial media árið 2005, fyrir utan Graceland. Nicolas Cage shared an emotional tribute to Lisa Marie Presley after her tragic death on Thursday https://t.co/8AsftwV28q pic.twitter.com/MQsGRXBEqg— The Hollywood Reporter (@THR) January 13, 2023 Presley giftist fjórum sinnum; fyrst tónlistarmanninum Danny Keough, sem hún eignaðist með börnin Riley og Benjamin. Riley er þekkt leikkona en Benjamin svipti sig lífi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Presley sagði á sínum tíma að hún væri eyðilögð eftir fráfall sonar síns. Skömmu eftir skilnaðinn við Keough giftist Presley tónlistarmanninum Michael Jackson en það hjónband varði í 18 mánuði. Presley sagðist seinna hafa trúað á sakleysi Jackson, sem hafði verið sakaður um barnaníð, og hafa viljað bjarga honum. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Presley giftist leikaranum Nicolas Cage í ágúst 2002 en Cage sótti um skilnað í nóvember sama ár. Árið 2006 gekk hún svo í hjónband með gítarleikaranum Michael Lockwood og eignaðist með honum tvíburana Harper og Finley. Presley og Lockwood voru gift í tíu ár, áður en hún sótti um skilnað. Presley var ávallt opinská varðandi baráttu sína við ópíóðafíkn, sem hún glímdi við eftir fæðingu tvíburanna. Hún tilheyrði Vísindakirkjunni í tvo áratugi en er sögð hafa gengið úr henni árið 2014.
Hollywood Andlát Bandaríkin Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sjá meira