Yfirgengilegur hugtakaruglingur að kalla þrettándaskessuna ofbeldishótun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 19:26 Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, fordæmir athæfið. Hann segir að hins vegar megi ekki gengisfella alvarleg hugtök. Vísir/Vilhelm/Samsett Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, segir yfirgengilegan hugtakarugling að kalla nafnbót þrettándaskessunnar í Eyjum rasisma eða ofbeldishótun. Hann segir athæfið skýrlega hafa verið dómgreindarlaust smekkleysi en ekki megi gengisfella hugtökin. Sema Erla Serdar segir Páli að líta sér nær. Páll fjallar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að málið hafi kallað á skýra og afdráttarlausa afsökunarbeiðni frá ÍBV. Bæði opinberlega og til Eddu Falak persónulega. „En að kalla þetta ''hatursorðræðu'', ''rasisma'' eða ''ofbeldishótun'' er einfaldlega yfirgengilegur hugtakaruglingur - og óðaverðbólga í orðanotkun. Hvaða hugtök ætla menn að nota um þessi fyrirbrigði þegar þau skjóta raunverulega upp kollinum ef búið er að gengisfella þau svona rækilega? Þegar þessi hugtök eru notuð svona gáleysislega er beinlínis verið að gera lítið úr þolendum raunverulegrar hatursorðræðu, ofbeldis og rasisma.“ Normalísering á hatursorðræðu Sema Erla Serdar baráttukona skrifar athugasemd við færslu Páls og segir ekki vel séð að fólk í „yfirburða- og valdastöðu“ skilgreini hugtökin fyrir þolendur. Hún segir Páli að gera betur og hætta að taka þátt í „normalíseringu á hatursorðræðu.“ Skilgreiningarvald á hugtökunum ætti ekki að vera í höndum Páls. „Að því sögðu hvet ég þig og stuðningsfólk þitt hér til þess að kynna sér skilgreiningar og birtingarmyndir hatursorðræðu. Þið munuð þá mögulega sjá að það að uppnefna konu af erlendum uppruna (út frá erlendu ættarnafni hennar), setja nafn hennar á svarta brúðu og láta hana ganga innan um brennandi kyndla er auðvitað ekkert annað en kvenfyrirlitning og hatursorðræða,“ segir Sema Erla. Páll svarar um hæl og segir að ákveðinn vandi felist í tali um „skilgreiningarvald.“ Aðdróttanir Semu Erlu um kvenfyrirlitningu og kvenhatur fái ekki staðist. „Það er nefnilega ekki hægt að taka hugtök sem eiga við um einhver þokkalega skilgreind fyrirbrigði og heimfæra undir þau hvaða fyrirbrigði önnur sem er. Þá verður úr því hugtakaruglingurinn sem færslan mín er um; algjörlega laus við ''kvenfyrirlitningu og hatur''. En þú tókst þér sem sagt ''skilgreiningarvaldið'' yfir færslunni minni.“ Vestmannaeyjar Áramót ÍBV Tengdar fréttir Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18 ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Páll fjallar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að málið hafi kallað á skýra og afdráttarlausa afsökunarbeiðni frá ÍBV. Bæði opinberlega og til Eddu Falak persónulega. „En að kalla þetta ''hatursorðræðu'', ''rasisma'' eða ''ofbeldishótun'' er einfaldlega yfirgengilegur hugtakaruglingur - og óðaverðbólga í orðanotkun. Hvaða hugtök ætla menn að nota um þessi fyrirbrigði þegar þau skjóta raunverulega upp kollinum ef búið er að gengisfella þau svona rækilega? Þegar þessi hugtök eru notuð svona gáleysislega er beinlínis verið að gera lítið úr þolendum raunverulegrar hatursorðræðu, ofbeldis og rasisma.“ Normalísering á hatursorðræðu Sema Erla Serdar baráttukona skrifar athugasemd við færslu Páls og segir ekki vel séð að fólk í „yfirburða- og valdastöðu“ skilgreini hugtökin fyrir þolendur. Hún segir Páli að gera betur og hætta að taka þátt í „normalíseringu á hatursorðræðu.“ Skilgreiningarvald á hugtökunum ætti ekki að vera í höndum Páls. „Að því sögðu hvet ég þig og stuðningsfólk þitt hér til þess að kynna sér skilgreiningar og birtingarmyndir hatursorðræðu. Þið munuð þá mögulega sjá að það að uppnefna konu af erlendum uppruna (út frá erlendu ættarnafni hennar), setja nafn hennar á svarta brúðu og láta hana ganga innan um brennandi kyndla er auðvitað ekkert annað en kvenfyrirlitning og hatursorðræða,“ segir Sema Erla. Páll svarar um hæl og segir að ákveðinn vandi felist í tali um „skilgreiningarvald.“ Aðdróttanir Semu Erlu um kvenfyrirlitningu og kvenhatur fái ekki staðist. „Það er nefnilega ekki hægt að taka hugtök sem eiga við um einhver þokkalega skilgreind fyrirbrigði og heimfæra undir þau hvaða fyrirbrigði önnur sem er. Þá verður úr því hugtakaruglingurinn sem færslan mín er um; algjörlega laus við ''kvenfyrirlitningu og hatur''. En þú tókst þér sem sagt ''skilgreiningarvaldið'' yfir færslunni minni.“
Vestmannaeyjar Áramót ÍBV Tengdar fréttir Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18 ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18
ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13