Fékk 180 þúsund króna rafmagnsreikning: „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. janúar 2023 19:36 Reynir Þór Hübner, Íslendingur búsettur í Stokkhólmi, fékk rafmagnsreikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur, eða um 180 þúsund íslenskar krónur. Aðsend Hækkandi rafmagnsverð knýr áfram verðbólguna í Svíþjóð, sem hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi. Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð segist finna vel fyrir hækkunum en hann fékk reikning upp á 180 þúsund krónur fyrir síðasta mánuð. Margir hafi skrúfað niður hitann og sitji heima í úlpu og ullarsokkum. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. Rafmagnsverð hefur farið hækkandi víðs vegar um heim undanfarna mánuði. Í Evrópu standa ráðamenn frammi fyrir orkukrísu, þá einna helst vegna stríðsins í Úkraínu, og í Svíþjóð hefur ástandið versnað hratt. Ársverðbólga í Svíþjóð án tillitis til vaxtabreytinga mælist nú 10,2 prósent, úr 9,5 prósent í nóvember. Með tilliti til vaxtabreytinga mældist hún 12,3 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi í Svíþjóð. Raforkuverð keyrir nú verðbólguna áfram en Reynir Þór Hübner, íbúi í Stokkhólmi, segir íbúa finna vel fyrir hækkunum. Staðan sé erfið og íbúar viti ekki hverju þeir eiga að gera ráð fyrir. Staðan sé ef til vill verri fyrir íbúa í dreifðari byggðum. „Það eru margir sem eru mjög sjokkeraðir yfir þessu og í stórum vandræðum bara með að borga rafmagnsreikninga þannig það borgar sig að eiga borð fyrir báru hérna, það eru margir sem eru í vandræðum,“ segir Reynir. Rafmagnsverð í Svíþjóð hækkaði að meðaltali um tæplega 29 prósent milli mánaða. Matvælaverð hækkaði sömuleiðis ásamt verði á fatnaði og afþreyingu. Á móti þá lækkaði eldsneytisverð um tæp níu prósent. Grafík/Hjalti Kostnaðurinn við rafmagnið er þó verstur að sögn Reynis en sjálfur fékk hann reikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur í desember, upphæð sem samsvarar um 180 þúsund íslenskra króna. Reikningurinn var tvöfalt hærri en í nóvember. „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna. Við búum ekkert í einhverri höll eða neitt svoleiðis. Við eigum bara heima í venjulegu einbýlishúsi, sem er meira að segja steinsteypt og vel einangrað. Það telst bara nokkuð ekónímískt,“ segir Reynir. Íslendingar megi vera þakklátir Ýmsir þættir spila inn í hækkandi raforkuverð og veðrið undanfarið, frost og logn, hjálpi ekki til. „Þetta gerist hratt og breytingarnar eru bara dag frá degi. Ef að það er sól þá virka sólarorku kerfin betur, ef að það er rok þá virka vindmyllurnar betur. Kjarnorkuverin eru búin að vera biluð líka. Þannig þetta er búið að vera svolítið vesen,“ segir Reynir. Íbúar hafi þurft að grípa til ýmissa ráða sjálfir og að sögn Reynis er algengt að fólk lækki einfaldlega hitann heima hjá sér og sitji í úlpu og ullarsokkum. Ríkisstjórnin hefur þó ákveðið að endurgreiða fólki hluta raforkukostnaðar á næstunni sem muni hjálpa. Hvernig restinn af vetrinum og jafnvel næsti vetur verði sé ómögulegt að segja. „Það fer allt eftir því hvernig þetta þróast í framtíðinni, ef að stríðið hættir þá er allt í einu hægt að skrúfa frá einhverjum gasleiðslum og þá verður allt miklu betra. En það er talað um að raforkuverð eigi eftir að detta niður núna og bara um leið og það hlýnar í veðri þá er minni notkun og þá verður þetta ekki eins mikið mál. Vorið lítur bara vel út, þó það sé ekki komið,“ segir Reynir og hlær. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. „Við erum náttúrulega von einhverju allt of góðu á Íslandi, raforkuverð og hitakostnaður er einhvern veginn allt öðru vísi þar. Hér eru hús hituð með rafmagni, oft bara með venjulegum rafmagnsofnum, og þið getið ímyndað ykkur hvað það kostar. Það er bara allt annað dæmi,“ segir Reynir. Svíþjóð Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Rafmagnsverð hefur farið hækkandi víðs vegar um heim undanfarna mánuði. Í Evrópu standa ráðamenn frammi fyrir orkukrísu, þá einna helst vegna stríðsins í Úkraínu, og í Svíþjóð hefur ástandið versnað hratt. Ársverðbólga í Svíþjóð án tillitis til vaxtabreytinga mælist nú 10,2 prósent, úr 9,5 prósent í nóvember. Með tilliti til vaxtabreytinga mældist hún 12,3 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi í Svíþjóð. Raforkuverð keyrir nú verðbólguna áfram en Reynir Þór Hübner, íbúi í Stokkhólmi, segir íbúa finna vel fyrir hækkunum. Staðan sé erfið og íbúar viti ekki hverju þeir eiga að gera ráð fyrir. Staðan sé ef til vill verri fyrir íbúa í dreifðari byggðum. „Það eru margir sem eru mjög sjokkeraðir yfir þessu og í stórum vandræðum bara með að borga rafmagnsreikninga þannig það borgar sig að eiga borð fyrir báru hérna, það eru margir sem eru í vandræðum,“ segir Reynir. Rafmagnsverð í Svíþjóð hækkaði að meðaltali um tæplega 29 prósent milli mánaða. Matvælaverð hækkaði sömuleiðis ásamt verði á fatnaði og afþreyingu. Á móti þá lækkaði eldsneytisverð um tæp níu prósent. Grafík/Hjalti Kostnaðurinn við rafmagnið er þó verstur að sögn Reynis en sjálfur fékk hann reikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur í desember, upphæð sem samsvarar um 180 þúsund íslenskra króna. Reikningurinn var tvöfalt hærri en í nóvember. „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna. Við búum ekkert í einhverri höll eða neitt svoleiðis. Við eigum bara heima í venjulegu einbýlishúsi, sem er meira að segja steinsteypt og vel einangrað. Það telst bara nokkuð ekónímískt,“ segir Reynir. Íslendingar megi vera þakklátir Ýmsir þættir spila inn í hækkandi raforkuverð og veðrið undanfarið, frost og logn, hjálpi ekki til. „Þetta gerist hratt og breytingarnar eru bara dag frá degi. Ef að það er sól þá virka sólarorku kerfin betur, ef að það er rok þá virka vindmyllurnar betur. Kjarnorkuverin eru búin að vera biluð líka. Þannig þetta er búið að vera svolítið vesen,“ segir Reynir. Íbúar hafi þurft að grípa til ýmissa ráða sjálfir og að sögn Reynis er algengt að fólk lækki einfaldlega hitann heima hjá sér og sitji í úlpu og ullarsokkum. Ríkisstjórnin hefur þó ákveðið að endurgreiða fólki hluta raforkukostnaðar á næstunni sem muni hjálpa. Hvernig restinn af vetrinum og jafnvel næsti vetur verði sé ómögulegt að segja. „Það fer allt eftir því hvernig þetta þróast í framtíðinni, ef að stríðið hættir þá er allt í einu hægt að skrúfa frá einhverjum gasleiðslum og þá verður allt miklu betra. En það er talað um að raforkuverð eigi eftir að detta niður núna og bara um leið og það hlýnar í veðri þá er minni notkun og þá verður þetta ekki eins mikið mál. Vorið lítur bara vel út, þó það sé ekki komið,“ segir Reynir og hlær. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. „Við erum náttúrulega von einhverju allt of góðu á Íslandi, raforkuverð og hitakostnaður er einhvern veginn allt öðru vísi þar. Hér eru hús hituð með rafmagni, oft bara með venjulegum rafmagnsofnum, og þið getið ímyndað ykkur hvað það kostar. Það er bara allt annað dæmi,“ segir Reynir.
Svíþjóð Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira