Svara þurfi spurningunum hver eigi, hver byggi og hver borgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 11:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gestur Kryddsíldar á gamlársdag. Vísir/Hulda Margrét Fjármálaráðherra segir lykilatriði að fá á hreint hve stóran hlut ríki og borg þurfi að greiða fyrir nýja þjóðarhöll sem áætlað er að taka í notkun árið 2025. Vel gerlegt sé að reisa höllina á þeim tíma en þá þurfi allt að ganga upp. Á fundi ráðherra og borgarstjóra í gær var greint frá því að ný þjóðarhöll muni rísa sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum. Hún mun taka 8600 manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna en ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Eitt er að eiga sér draum um að byggja hér glæsilega þjóðarhöll og ég held að við getum sameinast um það flest, ef ekki öll. En það verður ekki gert fyrr en fjármögnunin liggur fyrir og hvernig á að reka hana og það er best að byrja þar áður en menn fagna eða gera mikið meira,“ sagði Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í ummæli samflokks manns síns. „Ég verð að taka undir með Óla Birni að það skiptir máli að menn fái niðurstöðu í kostnaðarþátttökuna sem fyrst. Það var nú gefin út viljayfirlýsing í fyrra þar sem lagðar voru línur með það hvernig kostnaðarskipting yrði. Í þessari vinnu var farið dýpra ofan í þörfina. Maður bíður eftir niðurstöðu úr því. Málið er á forræði menntamálaráðherra,“ segir Bjarni. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Bjarni var spurður út í þessa áætlun. „Ég held að það sé alveg vel gerlegt að klára þetta en það þarf allt að ganga upp. Það sjá það allir. Eins og ég hef sagt margoft í þessu ferli, því það hefur verið bent á að málið strandi allt á því að ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í fjárlögum eða fjármálaáætlun, þá þarf að byrja á því að segja: Hver ætlar að eiga, hver ætlar að byggja og hver ætlar að borga?“ Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16. janúar 2023 10:12 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Á fundi ráðherra og borgarstjóra í gær var greint frá því að ný þjóðarhöll muni rísa sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum. Hún mun taka 8600 manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna en ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Eitt er að eiga sér draum um að byggja hér glæsilega þjóðarhöll og ég held að við getum sameinast um það flest, ef ekki öll. En það verður ekki gert fyrr en fjármögnunin liggur fyrir og hvernig á að reka hana og það er best að byrja þar áður en menn fagna eða gera mikið meira,“ sagði Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í ummæli samflokks manns síns. „Ég verð að taka undir með Óla Birni að það skiptir máli að menn fái niðurstöðu í kostnaðarþátttökuna sem fyrst. Það var nú gefin út viljayfirlýsing í fyrra þar sem lagðar voru línur með það hvernig kostnaðarskipting yrði. Í þessari vinnu var farið dýpra ofan í þörfina. Maður bíður eftir niðurstöðu úr því. Málið er á forræði menntamálaráðherra,“ segir Bjarni. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Bjarni var spurður út í þessa áætlun. „Ég held að það sé alveg vel gerlegt að klára þetta en það þarf allt að ganga upp. Það sjá það allir. Eins og ég hef sagt margoft í þessu ferli, því það hefur verið bent á að málið strandi allt á því að ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í fjárlögum eða fjármálaáætlun, þá þarf að byrja á því að segja: Hver ætlar að eiga, hver ætlar að byggja og hver ætlar að borga?“
Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16. janúar 2023 10:12 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16
Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16. janúar 2023 10:12