Rannsakar hlut kvenna í íslenskri listasögu næsta árið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 15:44 Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris I, Panthéon–Sorbonne. Á árunum 2010–2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Listaháskóli Íslands Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Um er að ræða hálfa stöðu til eins árs í senn sem vinna má eftir samkomulagi. Er þetta í annað sinn af þremur sem auglýst er en sýningin Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður var opnuð þann 14. janúar á Kjarvalsstöðum og er afrakstur fyrstu rannsóknarstöðunnar sem Sigrún Inga Hrólfsdóttir hlaut fyrir árið 2022. Rannsóknarstaðan, sem unnin er í samstarfi við við Háskóla Íslands, hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Safnaráðs. Átta sáttu um stöðuna sem var auglýst í nóvember síðastliðnum. „Bera þær allar með sér að tækifæri eru til rannsókna á sviði íslenskrar listasögu og á hlut kvenna í mótun hennar,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt fagráð skipað fulltrúum safnsins og Háskóla Íslands hefur nú valið úr innsendum tillögum og valdi að bjóða Aðalheiði Lilju Guðmundsdóttur stöðuna og er það rannsókn hennar á list Borghildar Óskarsdóttur sem þar liggur til grundvallar. „Borghildur hefur verið virk í íslensku myndlistarsamfélagi frá því um miðja síðustu öld. Enn er mikið ósagt, óþekkt og órannsakað um konur sem hófu listferil sinn upp úr miðri síðustu öld. Borghildur er ein af þeim sem hefur unnið staðföst að listsköpun sinni í gegnum þessa áratugi og vert er að gefa gaum í listasögulegu jafnt sem femínísku samhengi. Hún vinnur verk sín í fjölbreytilega miðla listsköpunar; grafík, teikningar, texta, málverk, höggmyndir, ljósmyndun, vídeó, hljóð, bókverk, innsetningar, gjörninga og þannig mætti lengi telja. En leir, sem efniviður, er þó eins og rauður þráður í gegnum höfundarverk hennar. Rannsókn Aðalheiðar á list Borghildar lýkur með sýningu á Kjarvalsstöðu og veglegri útgáfu sýningarskrár,“ segir í tilkynningunni. Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris I, Panthéon–Sorbonne. Á árunum 2010–2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Ásamt kennslu- og fagstjórastarfinu hefur hún sinnt ýmsum verkefnum á fagsviðum listfræða og myndlistar, þar á meðal rannsóknum, skrifum, opinberum fyrirlestrum, sýningargerð og nefndarstörfum á Norðurlöndum og í Frakklandi. Rannsóknir Aðalheiðar Lilju eru meðal annars á sviði bókverkagerðar myndlistarmanna og kynjafræða. Rannsóknarstaða við Listasafn Reykjavíkur fyrir árið 2024 verður auglýst síðari hluta árs 2023. Myndlist Ljóðlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. 2. febrúar 2021 14:31 Blása lífi í þöglar styttur Ungir listamenn leggja garð Listasafns Einars Jónssonar undir sig á morgun. 17. maí 2014 12:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Um er að ræða hálfa stöðu til eins árs í senn sem vinna má eftir samkomulagi. Er þetta í annað sinn af þremur sem auglýst er en sýningin Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður var opnuð þann 14. janúar á Kjarvalsstöðum og er afrakstur fyrstu rannsóknarstöðunnar sem Sigrún Inga Hrólfsdóttir hlaut fyrir árið 2022. Rannsóknarstaðan, sem unnin er í samstarfi við við Háskóla Íslands, hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Safnaráðs. Átta sáttu um stöðuna sem var auglýst í nóvember síðastliðnum. „Bera þær allar með sér að tækifæri eru til rannsókna á sviði íslenskrar listasögu og á hlut kvenna í mótun hennar,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt fagráð skipað fulltrúum safnsins og Háskóla Íslands hefur nú valið úr innsendum tillögum og valdi að bjóða Aðalheiði Lilju Guðmundsdóttur stöðuna og er það rannsókn hennar á list Borghildar Óskarsdóttur sem þar liggur til grundvallar. „Borghildur hefur verið virk í íslensku myndlistarsamfélagi frá því um miðja síðustu öld. Enn er mikið ósagt, óþekkt og órannsakað um konur sem hófu listferil sinn upp úr miðri síðustu öld. Borghildur er ein af þeim sem hefur unnið staðföst að listsköpun sinni í gegnum þessa áratugi og vert er að gefa gaum í listasögulegu jafnt sem femínísku samhengi. Hún vinnur verk sín í fjölbreytilega miðla listsköpunar; grafík, teikningar, texta, málverk, höggmyndir, ljósmyndun, vídeó, hljóð, bókverk, innsetningar, gjörninga og þannig mætti lengi telja. En leir, sem efniviður, er þó eins og rauður þráður í gegnum höfundarverk hennar. Rannsókn Aðalheiðar á list Borghildar lýkur með sýningu á Kjarvalsstöðu og veglegri útgáfu sýningarskrár,“ segir í tilkynningunni. Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris I, Panthéon–Sorbonne. Á árunum 2010–2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Ásamt kennslu- og fagstjórastarfinu hefur hún sinnt ýmsum verkefnum á fagsviðum listfræða og myndlistar, þar á meðal rannsóknum, skrifum, opinberum fyrirlestrum, sýningargerð og nefndarstörfum á Norðurlöndum og í Frakklandi. Rannsóknir Aðalheiðar Lilju eru meðal annars á sviði bókverkagerðar myndlistarmanna og kynjafræða. Rannsóknarstaða við Listasafn Reykjavíkur fyrir árið 2024 verður auglýst síðari hluta árs 2023.
Myndlist Ljóðlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. 2. febrúar 2021 14:31 Blása lífi í þöglar styttur Ungir listamenn leggja garð Listasafns Einars Jónssonar undir sig á morgun. 17. maí 2014 12:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. 2. febrúar 2021 14:31
Blása lífi í þöglar styttur Ungir listamenn leggja garð Listasafns Einars Jónssonar undir sig á morgun. 17. maí 2014 12:00