„Ég vil verða forsætisráðherra og helst ekki fara með Sjálfstæðisflokknum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2023 15:12 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var nýliði við formannsborðið í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag. Vísir/Hulda Margrét „Ég á mánuð eftir,“ segir ófrísk Kristrún Frostadóttir sem gerir ráð fyrir að þurfa að vinna eitthvað í fæðingarorlofinu, enda gangi í raun ekki að vera formaður stjórnmálaflokks og vera frá í lengri tíma. „Ég ætla að fá varaþingmann núna í þrjá mánuði til að byrja með. Svo mun ég hafa seturétt á þinginu í vor þegar það eru þinglok,“ segir Kristrún sem á von á annarri stúlku. „Ég ætla að reyna að ná sex mánuðum með henni.“ Kristrún segir að það sé best að vera með eðlilegar væntingar til þess. „Þú ert ekkert látin alveg í friði þegar þú ert í svona stöðu þannig að ég ætla að reyna að vera eins „Zen“ og ég get.“ Langaði ekki að verða bankastjóri Sindri Sindrason hitti Kristrúnu á heimili hennar og eiginmannsins í Háaleitinu í Reykjavík og fékk að kynnast hinni hliðinni á henni. Hann spurði meðal annars út í æskuna, námsferilinn, framtíðarplönin, hjónabandið og af hverju hún endaði í stjórnmálum. „Það héldu allir að ég yrði læknir,“ segir Kristrún sem valdi að verða hagfræðingur. Móðir hennar var læknir og starfaði meðal annars í tvo áratugi á bráðamóttökunni. Eftir nám og starf erlendis byrjaði hún að vinna hjá Kviku banka hér á landi. „Ég ætlaði mér aldrei að verða bankastjóri eða neitt svoleiðis. Ég var hagfræðingur í grunninn og er það og hef alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum og fannst félagslega hliðin á hagfræðinni alltaf mjög skemmtileg.“ Hún hafði ekki endilega hugsað sér að fara út í pólitík. „Ég áttaði mig ekki á því, fyrr en ég var hvött til að fara í framboð, að þetta væri mögulega vettvangur fyrir mig. Ég fór inn í þetta mjög fókuseruð á verkefnið. Ég vildi sjá ákveðna mynd í efnahagsmálum og velferðarmálum. Ég var ekkert endilega að hugsa um einhvern persónulegan pólitískan feril. “ Ísland í dag innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50 Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52 Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
„Ég ætla að fá varaþingmann núna í þrjá mánuði til að byrja með. Svo mun ég hafa seturétt á þinginu í vor þegar það eru þinglok,“ segir Kristrún sem á von á annarri stúlku. „Ég ætla að reyna að ná sex mánuðum með henni.“ Kristrún segir að það sé best að vera með eðlilegar væntingar til þess. „Þú ert ekkert látin alveg í friði þegar þú ert í svona stöðu þannig að ég ætla að reyna að vera eins „Zen“ og ég get.“ Langaði ekki að verða bankastjóri Sindri Sindrason hitti Kristrúnu á heimili hennar og eiginmannsins í Háaleitinu í Reykjavík og fékk að kynnast hinni hliðinni á henni. Hann spurði meðal annars út í æskuna, námsferilinn, framtíðarplönin, hjónabandið og af hverju hún endaði í stjórnmálum. „Það héldu allir að ég yrði læknir,“ segir Kristrún sem valdi að verða hagfræðingur. Móðir hennar var læknir og starfaði meðal annars í tvo áratugi á bráðamóttökunni. Eftir nám og starf erlendis byrjaði hún að vinna hjá Kviku banka hér á landi. „Ég ætlaði mér aldrei að verða bankastjóri eða neitt svoleiðis. Ég var hagfræðingur í grunninn og er það og hef alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum og fannst félagslega hliðin á hagfræðinni alltaf mjög skemmtileg.“ Hún hafði ekki endilega hugsað sér að fara út í pólitík. „Ég áttaði mig ekki á því, fyrr en ég var hvött til að fara í framboð, að þetta væri mögulega vettvangur fyrir mig. Ég fór inn í þetta mjög fókuseruð á verkefnið. Ég vildi sjá ákveðna mynd í efnahagsmálum og velferðarmálum. Ég var ekkert endilega að hugsa um einhvern persónulegan pólitískan feril. “ Ísland í dag innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50 Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52 Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24
Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50
Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52
Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36